Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Tilraunaræktun ORF Líftækni í Kanada.
Tilraunaræktun ORF Líftækni í Kanada.
Mynd / ORF Líftækni
Fréttir 17. maí 2021

Framleiða á frumuvaka og önnur prótein fyrir frumuræktað kjöt

Höfundur: smh

Umhverfisstofnun hefur samþykkt umsókn ORF Líftækni hf. um leyfi fyrir útiræktun á erfðabreyttum byggplöntum í landi Landgræðslunnar í Gunnarsholti, Rangárþingi ytra. Ætlunin er samkvæmt umsókninni að gera fleiri slíkar tilraunir á stærri skala, ef þessi skilar góðum niðurstöðum. Markmiðið er að framleiða frumuvaka og önnur prótein, með sameindaræktun, sem eru mikilvæg fyrir frumuræktað kjöt.

Ætlar ORF Líftækni að bera saman ræktun yrkja á Íslandi við sambærilega ræktun fyrirtækisins í Kanada. Ræktunin er í samstarfi við Landgræðsluna og gerður er afnotasamningur milli rekstraraðila og Landgræðslunnar sem og samningur við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) um afnot af tækjum ásamt nauðsynlegri þjónustu. Starfsmenn LbhÍ munu sjá um sáningu, uppskeru og hreinsun tækja.

5 hektara land árið 2025

Umhverfisstofnun hefur þrisvar áður veitt ORF Líftækni leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu byggi, að fengnum jákvæðum umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Leyfin voru veitt á árunum 2003–2009. Árangur ræktunarinnar var misjafn vegna veðráttu. Árið 2009 var veitt leyfi á svæði sem er allt að 10 hektarar að stærð.

Á þessu ári er áætlað að ræktunarsvæðið verði 2 hektarar en aukið jafnt og þétt til 2025, en þá er gert ráð fyrir að stærð þess verði komið í 5 hektara.

Sex umsagnir bárust um útdrátt umsóknarinnar frá níu aðilum. Að auki bárust umsagnir frá Náttúrufræðistofnun Íslands og ráðgjafarnefnd um erfðabreyttar lífverur, að ósk Umhverfisstofnunar, sem liggja til grundvallar afstöðu Umhverfisstofnunar um að ekki séu líkur á neikvæðum umhverfisáhrifum ræktunarinnar – auk þess sem tekið er mið af fyrri reynslu af útiræktun í Gunnarsholti.

Ræktunin samræmist gildandi lögum og reglugerðum

Í fjórum umsögnum er bent á að slík ræktun gæti haft skaðleg áhrif á ímynd Íslands sem matvælaframleiðslulands, sem nú er án útiræktunar á erfðabreyttum plöntum. Í greinargerð Umhverfis­stofnunar fyrir leyfinu er brugðist við þessum atriðum með þeim hætti að það sé löggjafans að taka afstöðu til þeirra, sem séu almenns eðlis hvað varðar notkun á erfðatækni. Það hafi þegar verið gert með gildandi lögum. Heimilt sé samkvæmt lögum að veita leyfi sem þetta að öllum skilyrðum uppfylltum. „Stofnunin minnir á að leyfi hafa verið veitt fyrir ræktun erfðabreytts byggs á sama svæði áður og íslensk stjórnvöld hafa ekki tekið þá afstöðu að banna skuli ræktun á erfðabreyttum plöntum utandyra. Ræktunin, með þeim skilyrðum sem kveðið er á um í leyfinu, samræmist gildandi lögum og reglugerðum.

Ekki hafa að mati stofnunarinnar komið fram í umsögnum eða á kynningarfundi sértæk siðferðisleg sjónarmið sem varða framkomna umsókn og leyfisveitingu útiræktunar á erfðabreyttum byggyrkjum ORF Líftækni hf. í tilraunarreit í Gunnarsholti,“ segir í greinargerðinni.

Aðgerðir fullnægjandi

Umhverfisstofnun telur að hverfandi líkur séu fyrir hendi á útbreiðslu hins erfðabreytta byggs út fyrir tilraunareit og á mögulegri víxlfrjóvgun erfðabreytta byggsins við annað bygg eða plöntur í nágrenni ræktunarinnar.

Stofnunin telur einnig hverfandi líkur á að vaxtaþættir (próteinin) geti valdið neikvæðum áhrifum á lífríki á ræktunarstað eða nágrenni hans.

Aðgerðir til að tryggja afmörkun ræktunarreitsins eru fullnægjandi að mati Umhverfisstofnunar, með þeim skilyrðum sem stofnunin setur í leyfið.

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar um sleppingu og dreifingu eða markaðssetningu erfðabreyttra lífvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 1. nóvember 2027, en síðasta tímabil ræktunar og uppskeru erfðabreytts byggs er árið 2025. Eftirlit með svæðinu verður tvö næstu ár þar á eftir þegar svæðið skal hvílt.

Gróðurhús ORF Líftækni rétt hjá Grindavík á Reykjanesi. Mynd / ORF Líftækni

Undrajurt Inkanna
Fréttir 23. júní 2021

Undrajurt Inkanna

Flóran hlaðvarpsþáttur Hlöðunnar um helstu nytjaplöntur jarðar, er kominn aftur ...

Einkaviðræður um sölu Bændahallarinnar hafnar
Fréttir 23. júní 2021

Einkaviðræður um sölu Bændahallarinnar hafnar

Sala á Bændahöllinni sem hýst hefur starfsemi Hótel Sögu í 59 ár virðist vera ve...

Gremjufræði, sannleikslitlar ævisögur og falsaðar dagbækur Hitlers meðal efnis í Sögu
Fréttir 21. júní 2021

Gremjufræði, sannleikslitlar ævisögur og falsaðar dagbækur Hitlers meðal efnis í Sögu

Markús Þórhallsson ræðir við Kristínu Svövu Tómasdóttur, ritstjóra, um innihald ...

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti
Fréttir 21. júní 2021

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti

Íslenskt gæðanaut er nýtt merki sem Landssamband kúabænda hefur verið að vinna a...

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum
Fréttir 18. júní 2021

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum

Nýverið undirritaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýja reglugerð um slátr...

Stærsta svínabú heims byggt í Kína
Fréttir 16. júní 2021

Stærsta svínabú heims byggt í Kína

Í Kína er nú verið að byggja stærsta svínabú heims en það mun framleiða árlega 2...

Síðustu fundir Ræktum Ísland!
Fréttir 15. júní 2021

Síðustu fundir Ræktum Ísland!

Á síðustu vikum hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt verkefnisstjóru...

Efla samstarf um ráðstöfun endurvinnsluefna og úrgangsstjórnun
Fréttir 14. júní 2021

Efla samstarf um ráðstöfun endurvinnsluefna og úrgangsstjórnun

Samstarfssamningur hefur verið undirritaður milli Pure North Recycling, Bændasam...