Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Man – stopul framleiðsla
Á faglegum nótum 23. ágúst 2016

Man – stopul framleiðsla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í dag þekkja margir farartækin frá MAN AG sem vöruflutningabíla en fyrirtækið framleiddi einnig dráttarvélar frá 1924 til 1956. Saga Manschinefabrik Augsburg-Nurnberg spannar 258 ára og nær aftur til ársins 1758.

Eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna er MAN þýsk að uppruna en er á alþjóðamarkaði í dag. Fyrirtækið er eitt af þeim þrjátíu stærstu í Þýskalandi samkvæmt DAX-kauphallarvísitölunni og elsta skráða fyrirtækið hjá DAX.

MAN er stórframleiðandi vöruflutningabíla, strætisvagna, dísilmótora og túrbína. Starfsmenn MAN eru rúmlega 50.000 og fyrirtækið er með umboðsaðila í 120 löndum.

Heilagur Antony
Upphaf fyrirtækisins er rakið til lítillar málmbræðslu og járnsmiðju í borginni Oberhauser við sem kallaðist Heilagur Antony. Reksturinn gekk vel og smám saman yfirtók Heilagur Antony fyrirtæki í svipuðum rekstri og stækkaði. Árið 1921 var nafninu breytt í Manschinefabrik Augsburg-Nurnberg.
Þrátt fyrir að MAN sé í dag þekktast fyrir framleiðslu á vöruflutningabílum hefur fyrirtækið víða komið við á langri sögu þess. Um tíma var það leiðandi í framleiðslu á prentvélum fyrir dagblöð og ein fyrsta frystivélin var framleidd af MAN. Á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar framleiddi MAN dísilmótor fyrir kafbáta bandaríska sjóhersins en mótorarnir voru bilanagjarnir og óáreiðanlegir.

Fyrti traktorinn
Snemma á öðrum áratug síðustu aldar hóf MAN framleiðslu á plógum og 1924 setti fyrirtækið á markað fyrstu vöruflutningabílana og dráttarvélarnar.

Traktorarnir voru hannaðir í samvinnu við Rudolf Diesel og með fjögurra strokka dísilmótor. Salan var treg og framleiðslunni hætt eftir nokkur ár.

Vöruflutningabílarnir, sem einnig voru með dísilvél, seldust aftur á móti vel og fyrsti stóri viðskiptavinurinn var póstþjónustan í Bavaríu.

Hertrukkar og stríðstól
Framleiðsla MAN dráttarvéla hófst aftur 1938 og að þessu sinni með tilþrifum. Traktorarnir voru stærri og öflugri en eldri týpur og aðrar dráttarvélar á markaði á þeim tíma. Stærsta vélin kallaðist AS250 og var 50 hestöfl. Framleiðslu MAN traktora var aftur hætt í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar og fyrirtækið hóf framleiðslu á hertrukkum og stríðstólum fyrir þýska herinn.

Við hernám Þjóðverja í Frakklandi tók MAN við rekstri frönsku Latil dráttarvélaverksmiðjunnar og rak hana meðan á hernáminu stóð.

Traktorar enn og aftur
Fimm árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hóf MAN enn á ný framleiðslu á dráttarvélum. Traktorarnir þóttu tæknilega fullkomnir á þeirra tíma mælikvarða. Hægt var að fá þá með eða án húss, með drifi á tveimur eða fjörum dekkjum og á bilinu 25 til 50 hestöfl.

Þrátt fyrir ágæta sölu á þessum traktorum var framleiðsla og sala á dráttarvélum einungis lítill hluti af veltu fyrirtækisins. Árið 1958 var framleiðsla MAN dráttarvéla yfirtekin af dráttarvélaframleiðandanum Porsche. Fjórum árum síðar, 1962, hætti Mannesmann sem var eigandi Porscha á þeim tíma framleiðslu þeirra.

Alls voru framleiddir um fjörutíu þúsund dráttarvélar undir heitinu MAN frá 1924 til 1962 og var einkennislitur þeirra alla tíð grænn.

Skylt efni: Gamli traktorinn | Man

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...