Því fyrr sem kálfurinn fær broddinn, því betra verður það fyrir líf og heilsu hans.
Því fyrr sem kálfurinn fær broddinn, því betra verður það fyrir líf og heilsu hans.
Mynd / HMG
Fræðsluhornið 8. nóvember 2022

Gefðu geldkúnum GAUM

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Miðað við það stutta tímabil sem kýr eru geldar á hverju ári þá hefur það tímabil hlutfallslega mikil áhrif á önnur tímabil innan ársins hjá kúnni.

Vel heppnuð geldstaða er nefnilega forsenda þess að ná hárri nyt, mikilli heildarmjólkurframleiðslu á lífsskeiðinu, langri endingu kúnna sjálfra og góðri heilsu kálfanna. Til þess að ná þessum árangri þarf þó í raun allt að ganga upp og verður hér farið nokkrum orðum yfir fjóra áhersluþætti sem í stuttu máli má kalla GAUM, þ.e. að hverju gefa þarf GAUM þegar hugað er að geldstöðunni: Gelda upp, Aðbúnaði, Ungviði og Mjöltum.

Oft er talað um að geldstaðan sé í raun upphaf mjaltaskeiðsins en í raun má skipta árinu niður í nokkur stutt tímabil sem hvert um sig hafa áhrif á kúna og heildarhagkvæmni hennar fyrir kúabúið. Geldstaðan er tímabilið þegar kýrin jafnar sig eftir framleiðslu síðasta mjaltaskeiðs og þegar líkaminn gerir sig á ný tilbúinn í næstu framleiðslulotu.

Nú er tækifæri til að byggja upp orkuforða líkamans, fylla á vítamín- og steinefnaforðann og gera kúnni kleift að ná að innbyrða nægt fóður þegar mjólkurframleiðslan hefst á ný.

Kýr í geldstöðu þurfa góðan aðbúnað og rétt fóður svo þær geti náð að verða afurðamiklar á mjaltaskeiðinu. Mynd / ghp

Það er á þessu tímabili sem kýrin fær raunverulega hvíld og t.d. ef eitthvað hefur verið að angra hana, t.d. vegna hárrar frumutölu, þá getur hún jafnað sig á því og komið sterk inn á ný en rannsóknir sýna að áhrifamesta leiðin til að ná tökum á hárri frumutölu er meðhöndlun í geldstöðunni. Rétt er þó að taka fram að langvirk lyf og lyfjaskammtar eru oftast hannaðir fyrir stór og hámjólka erlend kúakyn og þarf að taka tillit til þess við mögulega lyfjagjöf.

Gelda upp

Áður en kýrin er gelt upp er mikilvægt að taka spenasýni til þess að geta metið hvort meðhöndla eigi með geldstöðulyfjum eða ekki.

Þegar þetta liggur fyrir er hægt að gelda upp og er mælt með því að gera þetta á fyrirfram ákveðnum dögum á búinu, sé búið það stórt að verið sé að gelda upp fleiri en eina kú á sama tíma. Þá geta þessar kýr fylgst að og fengið eins meðhöndlun sem léttir alla vinnu. Á minni búum má t.d. safna kúnum saman og gera þetta á tveggja vikna fresti, til að auka skilvirkni við meðhöndlun geldkúnna og notast við svokallað „allt inn – allt út“ kerfið sem er mjög þekkt í kjötframleiðslu þegar gripir í einum hóp koma inn saman og
fara út saman.

Þessi skilvirkni í kjötframleiðslu á jafn vel heima þegar horft er til þess að gelda upp kýr.

Skýringin á kostum þess að gera þetta svona er fyrst og fremst vegna goggunarraðar hjá kúnum en það veldur alltaf stressi og álagi á kýr að skipta um hópa. Þessu má í raun líkja við það að vikulega sé verið að skipta um starfsfólk á stórum vinnustað og að í hvert skipti sem nýr starfsmaður mætir þyrfti að endurskipuleggja vinnustaðinn þ.e. hver verði yfirmaður, hver sjái um almenn skrifstofustörf o.s.frv. Þetta myndi stórlega draga úr skilvirkni á vinnustað, rétt eins og það gerir hjá kúm.

Aðbúnaðurinn

Eftir því sem kýrin nálgast væntanlegan burð, vex fóstrið og fer að hafa veruleg áhrif á kúna vegna stærðar sinnar.

Það er því mjög mikilvægt að aðstaðan bjóði upp á gott legusvæði og nóg pláss þegar hún þarf að leggjast niður og standa upp.

Legurýmið getur þannig haft áhrif á bæði klaufheilsu kúnna, þar sem þær þurfa mögulega að standa lengur en þær vilja, sem og át þeirra vegna þess að þegar þær loksins geta lagst þá er hætt við að þær liggi í raun lengur en þær myndu helst vilja.

Skylt efni: geldstaða | velferð

Rannsóknastofa Landgræðslunnar
Fræðsluhornið 7. desember 2022

Rannsóknastofa Landgræðslunnar

Rannsóknastofa Landgræðslunnar er staðsett í Gunnarsholti í Rangárvöllum, hún sa...

Internorden 2022
Fræðsluhornið 6. desember 2022

Internorden 2022

Í ágúst sl. sótti ég ásamt Ólafi Dýrmundssyni Internorden ráðstefnu sem var hald...

Vöðvasullsbandormurinn finnst á nýjum svæðum 2022
Fræðsluhornið 6. desember 2022

Vöðvasullsbandormurinn finnst á nýjum svæðum 2022

Það sem af er haustinu 2022 hafa Tilraunastöðinni á Keldum verið send 18 sýni úr...

Um metanlosun frá mjólkurkúm
Fræðsluhornið 5. desember 2022

Um metanlosun frá mjólkurkúm

Umhverfisáhrif landbúnaðar, svo sem kolefnis- og metanlosun, eru meðal heitari u...

Margar nýjungar á EuroTier 2022
Fræðsluhornið 2. desember 2022

Margar nýjungar á EuroTier 2022

Hin heimsfræga þýska landbúnaðarsýning, EuroTier, var haldin um miðjan nóvember ...

Hvað getum við öll lagt af mörkum?
Fræðsluhornið 1. desember 2022

Hvað getum við öll lagt af mörkum?

Í tilefni nýliðinnar vitundarviku um skynsamlega notkun sýklalyfja 18.-24. nóvem...

Bovine Parainfluensa 3 vírus greinist í fyrsta sinn hér á landi
Fræðsluhornið 30. nóvember 2022

Bovine Parainfluensa 3 vírus greinist í fyrsta sinn hér á landi

Nýverið greind­ist Bovine Para­influenza Virus 3 (BPIV3) í fyrsta skipti hér á l...

Samvinnufélög bænda að gefa eftir á heimsmarkaði
Fræðsluhornið 29. nóvember 2022

Samvinnufélög bænda að gefa eftir á heimsmarkaði

Hollenski landbúnaðarbankinn Rabobank gefur árlega út lista yfir stærstu afurðaf...