Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Forstjóri SS segir vísvitandi blekkingum beitt í áróðursstríði gegn landbúnaðarkerfinu
Fréttir 15. apríl 2016

Forstjóri SS segir vísvitandi blekkingum beitt í áróðursstríði gegn landbúnaðarkerfinu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sláturfélag Suðurlands hélt aðalfund sinn 18. mars sl. Í ávarpi forstjórans, Steinþórs Skúlasonar, kom fram að grimm samkeppni ríki á markaðnum. Það eigi bæði við á milli framleiðenda á innanlandsmarkaði og þeirra við erlenda framleiðendur vegna vaxandi innflutnings.

Segir Steinþór að innflutt nautakjöt hafi verið um 39% af innanlandssölunni á síðasta ári. Þá var hlutdeild innflutts kjúklingakjöts 18% og innflutts svínakjöts 15%.

Innflutningur landbúnaðarvara eykst með nýjum tollasamningi

Með nýgerðum fríverslunarsamningi sem gerður var við ESB í haust og tekur gildi 2017 mun innflutningur aukast umtalsvert. Er þetta í takt við orð svína- og alifuglabænda sem óttast mjög afleiðingar af verulegri afléttingu tollverndar.

Síendurteknar rangfærslur

Steinþór segir að því sé ranglega haldið fram að landbúnaðarkerfið haldi aftur af nýsköpun og frelsi bænda. Einnig að aukinn innflutningur og afnám þessa „vonda“ kerfis bæti hag bænda og neytenda og losi bændur úr einhverjum fjötrum.

„Það er þekkt áróðurstækni að síendurtaka ranga hluti og gera þá með þeim hætti að viðurkenndum staðreyndum í huga fólks.“

Bréf Samtaka atvinnulífsins (SA) sem sent var fjárlaganefnd Alþingis 29. febrúar síðastliðinn, styður óneitanlega málflutning Steinþórs. Bréfið lýtur að gerð búvörusamnings og þar er harðlega gagnrýnt það sem kallað er aukin tollvernd sem felist í nýjum búvörusamningum. Segir SA m.a. í bréfinu að tollvernd á alifugla- og svínakjöti styðji ekkert stefnu stjórnvalda um styrkingu byggðar í dreifbýlinu. Málflutningur SA líkt og Samtaka verslunar og þjónustu hefur miðast við að knýja fram afnám verndartolla vegna innlendrar landbúnaðarframleiðslu. Þrátt fyrir það er ljóst að flest önnur ríki veraldar beita óspart slíkum tollum til að vernda sína innlendu framleiðslu.

Vísvitandi blekkingar

„Í kjötframleiðslunni eru allir frjálsir að því að framleiða eins og þeir vilja. Það er ekkert kerfi sem stjórnar framleiðslunni eða heldur aftur af bændum,“ segir Steinþór.

„Fullyrðingar um annað eru vísvitandi blekkingar. Það er til staðar stuðningur og það er innflutningsvernd. Útfærsla á stuðningi getur vissulega verið framleiðsluhvetjandi eða letjandi, en ekki er hægt að halda því fram að kerfið sem slíkt komi í veg fyrir nýsköpun og einkaframtak. Stuðningur við landbúnað er mikill á Íslandi eins og aðstæður landsins krefjast. En því má ekki gleyma að stuðningurinn hefur minnkað mikið á liðnum árum sem hlutfall af landsframleiðslu.“

„Þjóð án landbúnaðar er fátæk þjóð“

„Aukning ferðaþjónustunnar hefur öðru fremur komið Íslandi hratt úr kreppu. Hagsmunir ferðamennsku og landbúnaðar fara saman og styðja hvorir við aðra. Það eru mikil dulin verðmæti í innlendum landbúnaði sem gerir landið áhugaverðara og heldur því í byggð. Þjóð án landbúnaðar er fátæk þjóð.“

Með 475 manns í vinnu

Í árslok 2015 voru starfsmenn SS samtals 475 og hafði þá fjölgað um 25 frá árinu áður. Unnin ársverk voru 424. Ljóst er því að starfsemi félagsins er verulega þýðingarmikil í samfélaginu, ekki síst á Hvolsvelli og á Hellu þar sem félagið er með öfluga matvælaframleiðslu. Launakostnaður félagsins nam um 2,5 milljörðum króna í fyrra sem skilar sér inn í samfélagsveltuna, m.a. í formi skatta.

Með 10,7 milljarða rekstrartekjur 

Á árinu 2015 var hagnaður af rekstri Sláturfélags Suðurlands upp á 229,6 milljónir króna á móti 433,1 milljónar króna hagnaði árið 2014. Rekstrartekjur samstæðunnar voru rúmir 10,7 milljarðar króna árið 2015 en voru 10,6 milljónir árið þar á undan. Eiginfjárhlutfall var 52,6%, en var 53,4% árið áður. Arðsemi eiginfjár var 5,6% á árinu 2015 á móti 11,5% á árinu 2014. EBITA félagsins lækkaði nokkuð milli ára, eða úr 950 milljónum króna árið 2014 í 726 milljónir í árslok 2015.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...