Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Flytja 4000 kýr flugleiðis
Mynd / Brent Lewin
Fréttir 9. júlí 2017

Flytja 4000 kýr flugleiðis

Höfundur: blomberg - ehg
Eftir að nágrannalöndin snið­gengu Qatar reynir nú þekktur kaupsýslu­maður þar í landi að finna skapandi lausnir til að tryggja nóg af mjólk ofan í neytendur landsins. 
 
Fyrr í mánuðinum ákváðu Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Bahrain og Egyptaland að sniðganga Katar eftir langt tímabil með spennu milli þessara þjóða. Arabísku ríkin standa í þeirri trú að Katar blandi sér um of í innri málefni þeirra, hafi of mikinn vinskap við Íran og að ríkið styðji við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Yfirvöld í Katar hafna ásökununum meðal annars með því að benda á að Bandaríkin hafa stærstu herstöð sína í Mið-Austurlöndum í landinu, flugstöðina Al Udeid. Það virðist þó ekki koma þeim til góða því Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa lagt blátt bann við því að skipakostur sem er í eigu fyrirtækja eða einkaaðila frá Katar fái ekki að leggja að landi hjá þeim.
 
Á sama tíma hefur Sádi-Arabía, sem er eina landið sem hefur landamæri að Katar, lokað landamærunum og bannað alla flugumferð til landsins. Áður fyrr kom mest öll mjólk til landsins frá Sádi-Arabíu. Katar er skagi sem er erfiðlega staðsettur í Persaflóanum með landamæri að Sádi-Arabíu, Bahrain liggur nálægt landinu og hinum megin við flóann er Íran næsti nágranni þeirra. 
 
Nú hefur kaupsýslumaðurinn og bóndinn Moutaz Al Khayyat frá Katar hrundið af stað verkefni til að koma í veg fyrir mjólkurskort í landinu. Hann er sauðfjárbóndi og hafði hug á að bæta við sig mjólkurframleiðslu og má nú engan tíma missa til að útvega löndum sínum mjólk. Nú hefur hann hug á að flytja 4000 kýr flugleiðina milli Ástralíu og Bandaríkjanna til Katar. Katar Airways er fimmta stærsta flugflutningafyrirtæki í heiminum og er ætlunin að sækja burðarkýr sem eiga að bera og framleiða mjólk í Katar. Áætlað er að búið muni framleiða sem nemur 30 prósentum af mjólkurþörf landsins í júlímánuði þar sem íbúar eru rétt rúmlega 2 milljónir. 
 
Um er að ræða kúastofninn Holstein en til að flytja 600 kílóa þung dýrin er áætlað að þurfi á bilinu 40–60 flugferðir á milli landanna. Þar sem Sádi-Arabía og nágrannalöndin hafa lokað lofthelginni þurfa flugvélarnar að fljúga hjáleið yfir lofthelgi Írans og Óman. Vegna þessa hækkar flutningskostnaðurinn verulega og er áætlað að hann verði nálægt 7 milljörðum íslenskra króna. Kaupsýslumaðurinn hefur ekki áhyggjur af kostnaðinum og segir mikilvægt að sýna nágrannalöndunum í fulla hnefana, Katar geti orðið sér úti um matvæli á annan hátt. Fluttar eru landbúnaðarvörur frá Tyrklandi til landsins og ávexti og grænmeti flytja þeir inn frá Íran. Þar að auki hafa stjórnvöld hvatt íbúa landsins til að byrja á að rækta og framleiða mat sjálf. 
 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...