Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hér má sjá legu ræktarlanda miðað við bæði brúarstæðin.
Hér má sjá legu ræktarlanda miðað við bæði brúarstæðin.
Mynd / map.is
Fréttir 24. október 2025

Flóð ógna verðmætum garðlöndum í Hornafirði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tvisvar í haust hefur flætt yfir kartöflugarða bænda í Hornafirði, líkt og gerði á svipuðum tíma á síðasta ári.

Kartöflubændurnir segja að ljóst sé að veglína sem liggur fyrir neðan ræktarlönd bænda ─ og tengis verkefninu um veglagningu yfir Hornafjarðarfljót ─ hefur þrengt varanlega sameiginlegt útfall Hoffellsár og Laxár og ógni þar með verðmætum garðlöndum þegar mikið rignir.

Þrjú kartöflubýli eru á þessu áhrifasvæði, neðarlega eru Akurnes og Seljavellir en ofar er Miðsker.

Samskonar áhyggjur eru hjá kartöflubændum í Dilksnesi sem eiga garðlönd við útfall Bergár, austan við áðurnefnd garðlönd.

Á síðasta ári varð beint uppskeru tjón hjá bændum og segir bændur að þá hafi þeir sótt ásættanlegar bætur til Vegagerðarinnar, sem sé ábyrgðaraðili veglagningarinnar.

Garðlönd á Miðskeri. Mynd / Einar Árni Kristjónsson
Mögulegar rakaskemmdir

Einar Árni Kristjónsson, á Miðskeri, segir að flætt hafi yfir smá ræmu hjá honum sem ekki var búið að taka upp úr. „Við skildum það bara eftir. Annars á það eftir að koma í ljós eftir einhvern tíma hvort eitthvað af því sem við tókum upp nálægt þeim svæðum sem voru undir vatni, hafi orðið fyrir tjóni.

Það eigi eftir að koma í ljós hvort það verði einhverjar rakaskemmdir.

Hann bætir við að þetta hafi verið verra í fyrra þannig að það voru allir betur undirbúnir og gerðu ráðstafanir núna.

„Við erum með hluta af görðunum okkar við hliðina á Hoffelsánni og vissulega hef ég áhyggjur af þeim.“

Ræktarlönd munu bera varanlegt tjón

„Ég var sem betur fer búinn að taka upp úr þeim görðum sem voru í mestri hættu, því ég var búinn að sjá það að grunnvatnsstaðan hafði ekkert breyst þó það væri búið að opna nýju brýrnar frá því það flæddi í fyrra. Ég átti alveg eins von á þessu,“ segir Hjalti Egilsson á Seljavöllum.

„Ég tók þá ákvörðum strax í vor að setja þessa garða, sem lægst standa næst bakkanum, undir plast þannig að það væri hægt að taka fyrst upp úr þeim. Það kom svo á daginn að hluti þeirra fór undir vatn með svipuðum hætti og í fyrra. Það sem er alvarlegast í þessu er að grunnvatnsstaðan hefur hækkað frá því að farið var í þessar framkvæmdir með veglagninguna og frárennslið þrengt. Þetta eru meðal okkar bestu ræktarlanda og það má telja öruggt að þau muni bera varanlegt tjón af þessum nýja vegi,“ segir Hjalti. Hann bætir við að síðasta sumar hafi verið eitt það allra besta ræktunarsumar frá því að hann tók alveg við kartöflubúskapnum á Seljavöllum á árinu 2000.

Áhættan aukist mikið

Sveinn Rúnar Ragnarsson, sauðfjárog kartöflubóndi í Akurnesi, segir að þrátt fyrir að nýju brýrnar um Hornafjarðarfljót væru komnar í fulla virkni þá flæði enn yfir ræktarlöndin. „Við erum búnir að taka allt upp, sem betur fer. Tíðarfarið var sem betur fer mjög hagstætt framan af ágúst og spretta góð.

En áhrif framkvæmdanna eru ekki bundin við bráðabirgða brúna eins og Vegagerðin hélt fram.

Heldur er ljóst að um viðvarandi ástand er að ræða sem veldur því að áhættan við ræktunina á þessu svæði hefur aukist mikið,“ segir hann.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...