Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Flest sauðfé í Húnaþingi vestra
Mynd / TB
Fréttir 27. júlí 2016

Flest sauðfé í Húnaþingi vestra

Höfundur: Vilmundur Hansen
Byggðastofnun sendi nýlega frá sér skýrslu þar sem fjallað er um dreifingu sauðfjár á landinu. Í skýrslunni má meðal annars lesa um dreifingu fjár milli landshluta og sveitarfélaga. 
 
Samkvæmt skýrslunni eru sauðfjárbú á landinu 2.498 og heildarfjöldi sauðfjár í landinu 470.678 í nóvember 2015. Flest fjár er í Húnaþingi vestra. 
 
Flest bú með yfir 600 fjár á Norðurlandi vestra
 
Af 2.498 sauðfjárbúum í landinu voru 108 bú með fleiri en 600 kindur, eða 4,3% búanna. Flest þeirra voru á Norðurlandi vestra, eða 35 og næstflest á Vesturlandi 25. 
 
Samtals voru 284 bú með 400 til 599 kindur, eða 11,4%. Flest þeirra voru á Norðurlandi vestra, eða 75, þar á eftir komu Austurland með 51, Vesturland 49, Norðurland eystra 45 og Suðurland 43. 
 
Þegar litið er til þeirra búa sem eru með 200–399 kindur voru það 519 framleiðendur, eða 20,8%. Flestir þeirra voru á Suðurlandi eða 131 og næstflestir á Norðurlandi vestra, eða 116. 
 
Þeir aðilar sem voru með færri en 200 kindur voru 1.587 eða 63,5% sauðfjárbúa. 
 
Tæpur helmingur á búum með fleiri en 400 fjár
 
Ef horft er til fjölda sauðfjár eftir landsvæðum og stærð búa kemur í ljós að 17,4% alls sauðfjár er á búum með 600 kindur eða fleiri, 29,3% er á búum sem halda 400 til 599 kindur. Samtals er því tæpur helmingur sauðfjár á búum með fleira en 400 fjár. 
 
Flest fé í Húnaþingi vestra
 
Í skýrslunni kemur fram að flest sauðfé er í Húnaþingi vestra í nóvember 2015, eða 37.716. Sveitarfélagið með næstflest fé er Skagafjörður með 34.632. Fjöldi sauðfjár í Reykjavík er 315 og er það í eigu 14 aðila, níu fjár eru í Hafnarfirði, 236 á Akureyri en ekkert sauðfé er að finna í Seltjarnarneskaupstað samkvæmt því sem segir í skýrslunni. 
 
Fjöldi sauðfjár eftir landsvæðum og stærð búa. Heimild / Byggðastofnun
 
Fjöldi sauðfjárbúa eftir landsvæðum og stærð þeirra.

4 myndir:

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...