Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sauðárkrókur, þar sem höfuðstöðvar Byggðastofnunar eru til húsa.
Sauðárkrókur, þar sem höfuðstöðvar Byggðastofnunar eru til húsa.
Mynd / HKr.
Fréttir 4. apríl 2017

Fleiri óska nú eftir lánum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mikil aukning hefur verið í lánsbeiðnum til Byggðastofnunar á síðustu árum eftir erfiða tíma í kjölfar fjármálahrunsins 2008.  Heildarupphæð lánsumsókna 2016 var um 4 milljarðar samanborið við 4,4 milljarða 2015 og 3,3 milljarða 2014. Samþykktar voru 70 umsóknir en 28 var synjað.
 
Lánasafn stofnunarinnar er nú rúmir 11 milljarðar króna og skiptist nokkuð jafnt á milli landshluta, en ferðaþjónusta og landbúnaður eru fyrirferðarmestu greinarnar, með um 26% hvor fyrir sig.
 
Tvær nýjar tegundir lána
 
Árin 2014 og 2015 samþykkti stjórn Byggðastofnunar tvær nýjar tegundir lána. Annars vegar lán vegna jarðakaupa eða kynslóðaskipta í landbúnaði, en þau lán eru með 5% verðtryggðum vöxtum til allt að 25 ára og möguleika á að greiða einungis vexti fyrstu 3 árin. Lánaflokkurinn var svo útvíkkaður árið 2016 og nær nú einnig til fjármögnunar endurbóta og /eða uppbygginga á húsakosti í landbúnaði. Hins vegar lán til stuðnings fyrirtækjareksturs kvenna, en þau geta verið allt að 10 milljónir króna í hvert verkefni og til 10 ára.  Vaxtakjör eru verðtryggð og þau sömu og af lánum til landbúnaðar, eða 2% álag á REIBOR í óverðtryggðu. 
 
Á síðasta stjórnarfundi Byggða­stofnunar var svo samþykktur nýr lánaflokkur vegna nýsköpunar.  Lánin eru sérsniðin að nýsköpunarverkefnum varðandi afborganaferli, lengd og tryggingar. Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar. 

Skylt efni: Byggðastofnun

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...