Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sauðárkrókur, þar sem höfuðstöðvar Byggðastofnunar eru til húsa.
Sauðárkrókur, þar sem höfuðstöðvar Byggðastofnunar eru til húsa.
Mynd / HKr.
Fréttir 4. apríl 2017

Fleiri óska nú eftir lánum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mikil aukning hefur verið í lánsbeiðnum til Byggðastofnunar á síðustu árum eftir erfiða tíma í kjölfar fjármálahrunsins 2008.  Heildarupphæð lánsumsókna 2016 var um 4 milljarðar samanborið við 4,4 milljarða 2015 og 3,3 milljarða 2014. Samþykktar voru 70 umsóknir en 28 var synjað.
 
Lánasafn stofnunarinnar er nú rúmir 11 milljarðar króna og skiptist nokkuð jafnt á milli landshluta, en ferðaþjónusta og landbúnaður eru fyrirferðarmestu greinarnar, með um 26% hvor fyrir sig.
 
Tvær nýjar tegundir lána
 
Árin 2014 og 2015 samþykkti stjórn Byggðastofnunar tvær nýjar tegundir lána. Annars vegar lán vegna jarðakaupa eða kynslóðaskipta í landbúnaði, en þau lán eru með 5% verðtryggðum vöxtum til allt að 25 ára og möguleika á að greiða einungis vexti fyrstu 3 árin. Lánaflokkurinn var svo útvíkkaður árið 2016 og nær nú einnig til fjármögnunar endurbóta og /eða uppbygginga á húsakosti í landbúnaði. Hins vegar lán til stuðnings fyrirtækjareksturs kvenna, en þau geta verið allt að 10 milljónir króna í hvert verkefni og til 10 ára.  Vaxtakjör eru verðtryggð og þau sömu og af lánum til landbúnaðar, eða 2% álag á REIBOR í óverðtryggðu. 
 
Á síðasta stjórnarfundi Byggða­stofnunar var svo samþykktur nýr lánaflokkur vegna nýsköpunar.  Lánin eru sérsniðin að nýsköpunarverkefnum varðandi afborganaferli, lengd og tryggingar. Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar. 

Skylt efni: Byggðastofnun

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...