Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Allt umhverfi fjóssins og inn í því er til fyrirmyndar.
Allt umhverfi fjóssins og inn í því er til fyrirmyndar.
Mynd / MHH
Fréttir 30. maí 2017

Fjósið í Flatey á Mýrum opnað ferðamönnum smátt og smátt

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eitt stærsta fjós landsins, ef ekki það stærsta, verður opnað ferðamönnum smátt og smátt. Það er í Flatey á Mýrum sem er í eigu útgerðarfyrirtækisins Skinneyjar Þinganes á Höfn í Hornafirði.
 
Fjósið er aðdráttarafl fyrir ferðafólk og mjög aðgengilegt með svölum sem snúa að fjósinu með góðri sýn yfir það. Byggingaframkvæmdir fyrir móttöku og veitingasölu ganga vel en móttaka á ferðafólki hefst á næstu vikum með aðstöðu fyrir þrjú ferðaþjónustufyrirtæki. Það eru Ice Guide (kajakferðir /íshellar), Glacier Journey (jeppa- og sleðaferðir) og Ice Explorers (jeppaferðir). Veitingasalan og aðstaðan fyrir ferðamenn til að skoða fjósið verður ekki opnuð alveg strax.
 
Þá stendur til að fara í repjurækt og skógrækt á jörðinni. Um 240 kýr eru á búinu þar sem fjórir róbótar sjá um að mjólka kýrnar. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...