Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Fjöreggið sem sett verður upp á Súgandisey er hugsað sem kennileiti fyrir Stykkishólm og sem glettinn, gamansamur og óvæntur áningarstaður til að njóta Súgandiseyjar og útsýnisins yfir Breiðafjörð og eyjarnar.
Fjöreggið sem sett verður upp á Súgandisey er hugsað sem kennileiti fyrir Stykkishólm og sem glettinn, gamansamur og óvæntur áningarstaður til að njóta Súgandiseyjar og útsýnisins yfir Breiðafjörð og eyjarnar.
Fréttir 9. apríl 2021

Fjöregg, sett upp í Súgandisey, verður nýtt kennileiti í Stykkishólmi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Fjöregg, nýtt kennileiti fyrir Stykkishólm, verður sett upp á Súgandisey, en Stykkishólmsbær fékk tæpar 25 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamanna til að gera deiliskipulag og við gerð útsýnissvæðis á Súgandisey.

Efnt var til samkeppni á liðnu ári og varð tillagan Fjöregg hlut­skörpust í þeirri keppni. Útsýnissvæði á Súgandisey er sérstakt áherslu- og forgangsverkefni Áfangastaðaáætlunar Vesturlands.

Fyrst og fremst er Fjöregg hugsað sem kennileiti fyrir Stykkishólm og sem glettinn, gamansamur og óvæntur áningarstaður til að njóta Súgandiseyjar og útsýnisins yfir Breiðafjörð og eyjarnar.

Staðsetningin Fjöreggsins, sem er útsýnisskúlptúr, og í senn útsýnispallur, upplifunar- og áfanga­staður, verður á klettasnösinni austan megin á eyjunni.

Fjöreggið sækir form sitt og tilurð í margbrotið fuglalíf Breiðafjarðar þar sem nytjar eggs og fugls voru fjöregg Breiðfirðinga þannig að aldrei skorti mat, segir í greinargerð með verkinu. Í þjóðsögum geymir fjöreggið lífið og gæfuna. Fjöreggið í Súgandisey mun vega salt á egginni til að árétta að ekki sé fýsilegt að leika sér að fjöreggi náttúrunnar.

Vinsælasti viðkomustaðurinn á Stykkishólmi

Undanfarin ár hefur staðið yfir uppbygging á Súgandisey þar sem unnið hefur verið að skipulagi og úrbótum ýmiss konar svo sem með lagningu stíga og tröppugerðar. Eyjan er einn vinsælasti viðkomustaðurinn á Stykkishólmi en brýn þörf hefur skapast á endurskoðun á skipulagi eyjarinnar, ekki síst út frá þeirri staðreynd að eyjan hefur orðið fyrir óæskilegum ágangi, sér í lagi villustígum sem víða liggja, segir í frétt á vefsíðu Stykkishólms. Áhersla í endurskipulagningu er lögð á að útivist í eyjunni fari saman við náttúruupplifun, ánægju ferðamanna og nauðsynlega vernd náttúrunnar. Því til viðbótar er lögð áhersla á að umgengni taki mið af sjálfbærni, þolmörkum svæðisins og að umferð um eyjuna verði í takt við náttúruna. 

Skylt efni: Stykkishólmur

Rauðgrönótt kvíga fæddist  á Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi
Fréttir 17. maí 2021

Rauðgrönótt kvíga fæddist á Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi

Nýlega kom í bæinn mjög falleg hvít kvíga á bænum Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi þar ...

Framleiða á frumuvaka og önnur prótein fyrir frumuræktað kjöt
Fréttir 17. maí 2021

Framleiða á frumuvaka og önnur prótein fyrir frumuræktað kjöt

Umhverfisstofnun hefur samþykkt umsókn ORF Líftækni hf. um leyfi fyrir útiræktun...

Skorað á stjórnvöld að hefja strax vinnu við aðgerðaráætlun vegna lífrænnar ræktunar
Fréttir 17. maí 2021

Skorað á stjórnvöld að hefja strax vinnu við aðgerðaráætlun vegna lífrænnar ræktunar

Aðalfundur VOR (félags bænda í lífrænum búskap og fullvinnslu afurða) hélt aðalf...

Sveitahljómurinn ómar inn í helgina
Fréttir 14. maí 2021

Sveitahljómurinn ómar inn í helgina

Nýr Sveitahljómur er nú aðgengilegur í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Að þes...

Axel Sæland kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda
Fréttir 14. maí 2021

Axel Sæland kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda

Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda fór fram í Þykkvabæ fyrr í dag og var Axel Sæ...

Landgræðslu- og landsáætlun í skógrækt
Fréttir 14. maí 2021

Landgræðslu- og landsáætlun í skógrækt

Drög að landgræðsluáætlun og lands­áætlun í skógrækt eru nú til kynningar á vefs...

Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?
Fréttir 12. maí 2021

Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?

Frá því á vormánuðum 2020 hafa hagsmunasamtök bænda og afurðastöðvar þeirra teki...

Kuldatíð setur mark sitt á sauðburðinn norðan heiða
Fréttir 12. maí 2021

Kuldatíð setur mark sitt á sauðburðinn norðan heiða

Sauðburður er víðast hvar kominn í gang og gengur eftir atvikum vel, að því er S...