Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Fögur fyrirheit voru gefin garðyrkjubændum um lækkun raforkukostnaðar í stjórnarsáttmála fyrri ríkisstjórnar, sem ekki var staðið við. Í nýjum stjórnarsáttmála eru sams konar fyrirheit gefin, en á myndinni er ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.
Fögur fyrirheit voru gefin garðyrkjubændum um lækkun raforkukostnaðar í stjórnarsáttmála fyrri ríkisstjórnar, sem ekki var staðið við. Í nýjum stjórnarsáttmála eru sams konar fyrirheit gefin, en á myndinni er ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.
Mynd / Stjórnarráð Íslands
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjögur áherslumál í landbúnaði tiltekin.

Efla á nýsköpun í landbúnaði, auðvelda nýliðun og kynslóðaskipti og draga úr orkukostnaði garðyrkjubænda.

Auk þess verður stefnt að því að breyta jarðalögum til að vinna gegn samþjöppun á eignarhaldi jarða og stuðla að nýtingu á ræktarlandi til búrekstrar.

Vanefndir um lægri raforkukostnað

Í stjórnarsáttmála fyrri ríkisstjórnar, frá því í nóvember 2021, voru tiltekin tíu áherslumál um landbúnaðinn. Líkt og í nýjum stjórnarsáttmála mátti þar finna fyrirheit um að dregið yrði úr raforkukostnaði garðyrkjubænda, sem var svo ekki staðið við.

Þar var sett sú stefna að auka ætti framleiðslu á íslensku grænmeti, með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar og sérstökum stuðningi við útiræktun, í gegnum búvörusamninga. Í endurskoðun þeirra í byrjun síðasta árs höfðu garðyrkjubændur ekki erindi sem erfiði við að ná fram þeim markmiðum sem sett höfðu verið í stjórnarsáttmálunum sjálfum.

Efling kornræktar

Ýmsum öðrum áhersluatriðum í landbúnaðarmálum fyrri stjórnarsáttmála tókst ýmist að ljúka eða koma áleiðis. Má þar nefna að mótuð hefur verið tímasett aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu, komið var af stað aðgerðaáætlun um eflingu kornræktar á Íslandi með opinberum stuðningi sem hluta markmiða um að efla innlenda landbúnaðarframleiðslu, matvæla- og landbúnaðarstefnur voru samþykktar, auk þess sem sameining Landgræðslunnar og Skógræktarinnar átti sér stað í þeim tilgangi að efla faglegt starf þeirra, meðal annars í loftslagsmálum.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...