Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fjárdauðinn dularfulli enn óupplýstur að fullu
Fréttir 25. nóvember 2015

Fjárdauðinn dularfulli enn óupplýstur að fullu

Höfundur: smh
Í byrjun nóvembermánaðar greindi Matvælastofnun frá því að óskað hefði verið eftir fjármagni úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til að halda áfram rannsóknum á þeim óeðlilega fjölda tilfella sauðfjárdauða sem varð síðasta vetur og vor.
 
Sigrún Bjarnadóttir, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir ekki enn hægt að útiloka undirliggjandi orsakir, sumsé aðrar en þær að hreinlega um horfelli hafi verið að ræða. „Þar sem vandamálið var ekki tilkynnt fyrr en í júní voru margir bændur búnir að sleppa fénu á fjall og þá gafst ekki tækifæri til þess að rannsaka málið jafn ítarlega og við teljum nauðsynlegt. Eins og segir í tilkynningunni sem við sendum frá okkur 5. nóvember síðastliðinn, þá benda þessar frumrannsóknir, sem gerðar voru, til þess að orsök fjárdauðans sé fóðurtengd. En vegna aðstæðna og umfangs vandamálsins þá teljum við frekari rannsóknir nauðsynlegar til að komast að rót vandans, það er að greina orsökina. Aðeins þannig er hægt að beita fyrirbyggjandi aðgerðum og þannig stuðla að góðu heilsufari.“
 
Hún segir að þær rannsóknir sem stefnt sé á að ráðast í verði ítarlegri, skipulegri og fleiri þættir teknir inn í heildarrannsóknina. „Til dæmis verða fleiri bú tekin inn í þessa rannsókn og þeim fylgt náið eftir í vetur og fram á vor. Áætlað er að taka blóðsýni, féð yrði vigtað og holdastigað, gögn úr skýrsluhaldskerfinu – þar með talin sláturgögn frá afurðastöðvum – yrðu skoðuð sem og gögn úr Búfjárheilsu. Einnig myndu heysýni verða tekin og áburðarnotkun skoðuð.“
 
Samspil margra þátta
 
Í tilkynningunni sem Sigrún vísar til kom fram að orkulítill heyforði hafi verið afleiðing sumars sem var sérlega vætusamt. Hún segir að í kjölfarið hafi tekið við afar kaldur vetur og kalt vor sem kallaði enn frekar á orku sem fóðrið innihélt ekki. „Þess vegna var sagt að vandamálið væri samspil margra þátta. En ýmsar aðrar tilgátur hafa verið settar fram varðandi fjárdauðann, t.d. breytingar í búskaparháttum, svo sem breytt gjafafyrirkomulag og breyttar áherslur varðandi ræktun og kynbætur, þar sem fituleysi og vöðvafylling er eitt af þeim atriðum sem valið er eftir. Allir þessir þættir spila saman í því að viðhalda viðkvæmu jafnvægi varðandi forðabú og orkunýtingu hjá fénu. 
 
Þó svo að þetta sé óstaðfest má ekki útiloka að þessir þættir kunni að hafa haft áhrif á vandamálið. Einnig verður skoðað betur hvort efnaskiptasjúkdómar hafi eitthvað komið frekar við sögu,“ segir Sigrún og væntir þess að það skýrist á allra næstu dögum hvort fjármagn fáist til frekari rannsókna. 

Skylt efni: ærdauði | fjárdauði

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...