Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Séð niður í Afvík, Hóls- og Bakkadal allt til Þorgeirsfjarðar..
Séð niður í Afvík, Hóls- og Bakkadal allt til Þorgeirsfjarðar..
Mynd / Bjarni E. Guðleifsson
Skoðun 5. ágúst 2016

Fjallgöngur á Gjögraskaga

Höfundur: Bjarni E. Guðleifsson

Út er komin glæsileg bók undir nafninu Fjöllin í Grýtubakkahreppi. Höfundur er Hermann Gunnar Jónsson, sjómaður á Grenivík, en Bókaútgáfan Hólar er útgefandi. Þetta er föngulegt rit þar sem lýst er ferðum Hermanns á nánast alla fjallatinda og fjallaskörð á Gjögraskaga. Hermann hefur með þessu ritverki opnað fyrir mönnum bæði stórgerða og smágerða fegurð óbyggðanna austan Eyjafjarðar og vestan Flateyjardals. Þessu hlutverki gegna ekki síst 259 fallegar og vel valdar ljósmyndir. Efni bókarinnar er tvískipt. Annars vegar lýsir Hermann fjallaverkefni sínu er hann í landlegum hóf að ferð- ast um fjöllin í heimabyggð sinni. Þetta er eins konar dagbók um ferðir Hermanns síðastliðin ár. Hins vegar eru nákvæmar gönguleiðalýsingar á fjöllin á svæðinu, oft aðrar leiðir en þær sem lýst er í fjallaverkefninu. Öllum þessum landlýsingum fylgja mjög góð landakort með örnefnum og einnig GPS-upplýsingar um vegalengd og hækkun leiðanna.

Texti Hermanns er lipur og fellur vel að myndum og kortum. Hann hefur með þessu ritverki skipað sér í raðir eyfirskra rithöfunda. Það er merkilegt að fylgjast með því hvernig sjómaðurinn stígur á land og hoppar síðan á hæstu fjallatoppana. Maður hefði fremur búist við að hann héldi sig við ströndina og láglendið, en Hermann hefur greinilega viljað takast á við erfiðara og meira ögrandi verkefni og hann leitaði upp brekkurnar til fjalla. Sjómaðurinn Hermann Gunnar frá Hvarfi í Bárðardal breytist þá í landkönnuð og rithöfund. Þetta minnir á það er verkamaðurinn Tryggvi Emilsson á áttræðisaldri lagði frá sér hakann og skófluna, skrifaði æviminningar og varð skyndilega eftirtektarverður rithöfundur. Á sama hátt afklæðist Hermann á besta aldri sjóklæðunum, reimar á sig gönguskóna, setur upp bakpokann, hverfur til fjalla og breytist í landkönnuð og rithöfund.

Við Hermann þekkjum vel þá gleðitilfinningu sem það getur veitt manni að standa á tindinum og horfa yfir fegurð landsins til allra átta. Oft hugsar maður til þess með eftirsjá að maður sé líklega einn að njóta stórkostlegrar fegurðar margra ferkíló- metra – fleiri mættu vera á fjöllum og njóta fegurðarinnar. Reyndar kemur í ljós við lestur bókarinnar að Hermann hefur verið einn í flestum ferðunum sem hann lýsir. Það er kannski ekki til fyrirmyndar, en hefur sem betur fer gengið slysalaust

Þessa bók þurfa allir íbúar Grýtubakkahrepps að eignast eða glugga í. Hún á reyndar erindi við miklu fleiri en íbúa þess svæðis vegna þess að lýsingarnar gagnast ekki síður aðkomumönnum sem eru ókunnugir svæðinu og vilja skoða landið gangandi, og þeim fer ört fjölgandi. Við væntum þess að Hermann láti ekki staðar numið hér heldur skrifi meira um fjöll og firnindi af sömu frásagnargleði, einlægni og áhuga og hann hefur gert í þessari nýútkomnu bók.

Hermann Gunnar og Bókaútgáfan Hólar: Til hamingju með fallegt bókverk. 

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...