Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íslendingur á ferð í austurhluta Finnlands rakst á þetta skemmtilega Reykjavíkurkaffi í þorpsbúðinni í byrjun aðventunnar.
Íslendingur á ferð í austurhluta Finnlands rakst á þetta skemmtilega Reykjavíkurkaffi í þorpsbúðinni í byrjun aðventunnar.
Mynd / sá
Fréttir 8. janúar 2024

Finnskir framleiða Reykjavíkurkaffi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í Finnlandi og Eystrasaltslöndunum er í matvörumörkuðum og víðar selt hversdagskaffi sem ber nafnið Reykjavik - Icelandic style roast.

Íslenskur ferðalangur á ferð í Norður-Karelíu í Finnlandi, skammt frá landamærunum að Rússlandi, rak á dögunum upp stór augu í matvöruverslun þegar við honum í hillu blasti röð af himinbláum kaffipökkum og nafnið Café Reykjavík, Icelandic style roast.

Er þarna um að ræða kaffi frá finnska fyrirtækinu Paulig sem stofnað var 1876 og hefur höfuðstöðvar í Helsinki. Paulig er matvæla- og drykkjavörufyrirtæki og selur vörur sínar einkum í Finnlandi og Eystrasaltslöndunum.

Á umbúðunum er kort þar sem getið er um Atlantshaf, Kjalarnes, Grafarvog, Árbæ, Laugaveg og Miklubraut og þar má sjá myndir af skipi, burstabæ, bíl, hafnsöguvita, fossi, Hallgrímskirkju, Sólfarinu, hesti, kaffibolla með íslenska fánanum og manneskju í vatni.

Reykjavíkurkaffið er hluti af línu með borgarnöfnum, svo sem New York og Sydney.

Litrík þorpsstemning

Vörulýsingin aftan á kaffipakkanum er skondin: „Paulig Café Reykjavík sækir innblástur til hinnar litríku og notalegu höfuðborgar sagnaeyjunnar. Kaffi er hluti af íslensku lífi heima og á kaffihúsum, sem og utandyra í hrífandi landslagi. Þessi meðaldökka kaffiblanda er ristuð úr 100% Arabica-baunum og hefur ávaxtaríkt, sætt bragð með karamellu.“ Á vefsíðu fyrirtækisins segir einnig: „Þú getur fundið keim af karamellu í ávaxtaríku, sætu kaffinu. Paulig Café Reykjavik er innblásið af litríkri þorpsstemningunni í Reykjavík. Njóttu kaffisins með bragðmikilli rabarbaraböku eða í náttúruskoðunarferð.“

Uppáhellingur og export

Gárungar bentu á að karamella og ávöxtur væri hvorki sérlega reykvískt né heldur íslenskt og fremur hefði átt að hafa Reykjavíkurkaffi með keim af mjólkursúkkulaði og lakkrís. Þá væri „Icelandic style roast“ út í hött þar sem söguleg íslensk kaffihefð væri uppáhellingur og á harðæristímum export, þ.e. kaffibætir úr síkoríurót til að drýgja kaffið. Kaffihefð Íslendinga hefði ekki þroskast fyrr en á tíunda áratugnum þegar kaffibrennslur hófu að starfa og landinn tók að drekka t.d. espresso og cappuccino.

Annar sagði Finna ekki mikla kaffiþjóð og þótt flest væri þar gott væri ekki það sama að segja um kaffimenninguna – og þar með líklega Reykjavíkurkaffið sem fékk þá einkunn að vera hvorki gott né sérlega vont.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...