Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dreifing bæjanna sem taka þátt í verkefninu; gulu bæirnir eru þeir sem nú bætast við.
Dreifing bæjanna sem taka þátt í verkefninu; gulu bæirnir eru þeir sem nú bætast við.
Fréttir 18. febrúar 2021

Fimmtán sauðfjárbú bætast við Loftslagsvænan landbúnað

Höfundur: smh

Fyrir skemmstu var nýr hópur sauðfjárbænda tekinn inn sem þátttakendur í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður, sem er samstarfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Verkefnið er að hefja sitt annað ár, en fyrstu bændurnir byrjuðu árið 2020. 

Verkefnið gengur út á að bændurnir geri aðgerðaráætlun fyrir búin um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Það er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Bæirnir sem bætast við núna eru 15 talsins – og að sögn Berglindar Óskar Alfreðsdóttur verkefnisstjóra er verkefnið mjög öflugt stjórntæki í loftslagsmálum landbúnaðarins. „Þar sem það byggir á grasrótarnálgun þar sem hver bóndi gerir sína eigin aðgerðaáætlun. Aðgerðaáætlun búsins er verkfærakista og lykill þeirra að loftslagsvænum landbúnaði. Verkefnið miðar allt að því að efla og smám saman stækka verkfærakistuna, meðal annars með fræðslu sérfræðinga í loftslags- og umhverfismálum og jafningjafræðslu.“

Ýmsir möguleikar í boði 

Þeir möguleikar sem eru skoðaðir til að draga úr losun eru bætt nýting tilbúinna áburðarefna og frekari nýting lífrænna áburðarefna, möguleikar á ræktun niturbindandi jurta, minni olíunotkun, verndun jarðvegs við jarðvinnslu, endurheimt votlendis og draga úr innyflagerjun búfjár. 

Til aukinnar kolefnisbindingar eru skoðaðir möguleikar til uppgræðslu, endurheimt skóglendis (birkiskóga og víðikjarrs), skjólbeltaræktun og ræktun hagaskóga og ræktun timburskóga. Auk þess eru þátttakendur hvattir til þess að hugsa út fyrir rammann og koma með nýjar hugmyndir að loftslagsvænum aðgerðum. 

„Loftslagsvænn landbúnaður hentar öllum búgreinum og búgerðum, það er stórum eða litlum búum og ólíkum staðháttum þar sem það tekur mið af þörfum og getu hvers þátttökubús. Verkefnið er samstarfsverkefni allra þeirra sem búa á viðkomandi búi, enda verða aðgerðirnar hluti af daglegum störfum.

Það er gaman að sjá að strax eftir fyrsta ár verkefnisins erum við farin að sjá góðan árangur af verkefninu. Ekki einungis í þeim fjölda aðgerða sem þátttakendur hafa sett sér, en á fyrsta ári verkefnisins voru sett 165 markmið, sem munu með beinum hætti skila sér í loftslagsvænni búum. Ekki má gleyma að þátt-takendur í verkefninu smita aðra í sínum samfélögum af áhuga á loftslagsmálum og miðla þekkingunni m.a. inn í sveitarstjórnirnar.

Mikill áhugi er á verkefninu og færri komust að en vildu,“ segir Berglind Ósk.

Að sögn Berglindar Óskar stendur til að taka inn nýjan hóp sauðfjárbænda í gæðastýringu inn í janúar á næsta ári. „Vonandi verður öðrum búgreinum boðin þátttaka sem fyrst, því verkefnið tekur á flestum möguleikum landbúnaðarins í loftslagsmálum,“ segir hún. 

„Verkefnið er hugsað til fimm ára og eru bændurnir styrktir fjárhagslega til að standa straum af kostnaði. Einnig er gaman að segja frá því að þegar líður á verkefnið taka við aðgerða- og árangurstengdar greiðslur en Loftslagsvænn landbúnaður verður fyrsta loftslagsverkefnið á Íslandi þar sem árangurstengdar greiðslur verða hluti af verkefninu,“ segir Berglind að lokum.

Berglind Ósk Alfreðsdóttir verkefnisstjóri.

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...