Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fimm nýliðar fengu hæstu styrkina
Mynd / BBL
Fréttir 6. nóvember 2017

Fimm nýliðar fengu hæstu styrkina

Höfundur: smh
Matvælastofnun veitti ný­liðunar­­styrki í landbúnaði 13. október síðastliðinn. Um nýjan styrkjaflokk er að ræða sem kom inn í búvörusamninga ríkis og bænda sem tóku gildi 1. janúar 2017. Heildarstyrkupphæð til úthlutunar var nálægt 130 milljónum króna og fengu 24 aðilar styrk af þeim 40 sem sóttu um. 
 
Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar, segir að nýliðunarumsóknir hafi undantekningarlaust verið vel unnar en þeim þurfti til að mynda að fylgja rökstuðningur, rekstrar- og framkvæmdaáætlanir unnar af fagaðila, auk upplýsinga um menntun. „Umsóknirnar undirstrikuðu að mikill hugur er í ungu fólki að hefja búrekstur og nýir búvörusamningar voru hugsaðir til að hvetja ungt fólk til þess. Það virðist hafa tekist þó að ekki hafi tekist að veita öllum umsækjendum stuðning að þessu sinni þar sem fjármunir voru takmarkaðir. Jón Baldur bendir þá á að hægt sé að sækja um nýliðunarstuðning vegna sömu fjárfestingar í allt að þrjú ár svo fremi sem hámarksstuðningi hafi ekki verið náð skv. búvörusamningunum og skilyrði um stuðning séu uppfyllt.“
 
Gildum umsóknum forgangsraðað
 
Gildum umsóknum er forgangsraðað í samræmi við stigagjöf og reglur sem Matvælastofnun setti um forgangsröðun. Þeir umsækjendur sem náðu 18 stigum eða meira voru settir í forgangshóp og fengu styrk. Ekki var hægt að veita 12 nýliðum styrk þar sem fjármunir voru ekki nægir. Fjórum umsóknum var hafnað.
 
Styrkupphæð nýliðunarstyrkja getur hæst orðið níu milljónir fyrir hvern umsækjanda og ekki meira en 20 prósent af fjárfestingu viðkomandi. Fimm nýliðar fengu hæsta styrk. Þeir umsækjendur sem ekki fengu styrk eða hámarksstyrk geta sótt aftur um á næsta ári svo fremi sem þeir uppfylla skilyrði fyrir nýliðunarstuðningi.
 
Flestar samþykktar umsóknir voru vegna nýliðunar í sauðfjár- og geitfjárrækt, 11 alls. Nýliðar í blönduðum búskap eru sjö, í nautgriparækt þrír og sömuleiðis garðyrkju. Að sögn Jóns Baldurs skiptust þær tæpu 130 milljónir sem voru til úthlutunar í ár þannig, að umsækjendur sem eru að hefja sauðfjár- og geitfjárrækt fengu um 41 prósent af upphæðinni, um 35 prósent til nýliða í blönduðum búskap, um 13 prósent til nýliða í nautgriparækt og loks um 11 prósent til nýliða í garðyrkju.
 
Markmið og skilyrði nýliðunarstyrkja
 
Í reglugerð um nýliðunarstyrki kemur fram að markmið stuðningsins sé að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.
 
Þar segir einnig að framlög til nýliðunarstuðnings beinist að einstaklingum í eigin nafni eða til lögaðila sem nýliði á að minnsta kosti 25 prósenta hlut í. Skilyrði er að viðkomandi sé á aldrinum 18–40 ára á því ári sem óskað er eftir stuðningi. 
 
Einnig er skilyrt að viðkomandi sé að kaupa búrekstur eða hlut í búrekstri í fyrsta skipti eða hafa leigt eða keypt búrekstur innan þriggja ára frá 1. janúar á umsóknarári, hafi ekki áður hlotið nýliðunarstuðning né nýliðunarstuðning í mjólkur­framleiðslu eða bústofns­kaupastyrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt samkvæmt þágildandi reglum árin 2014–2016.
 
Styrkir veittir árlega
 
Matvælastofnun auglýsir nýliðunarstuðning á hverju ári. Umsóknum skal skila inn í rafrænt umsóknarkerfi Matvælastofnunar, eigi síðar en 1. maí ár hvert. Umsóknarfrestur var lengdur tvisvar sinnum í fyrra og var á endanum 24. júní 2017. Ekki er gert ráð fyrir að þessi frestur verði framlengdur á næsta ári.
 
Matvælastofnun er heimilt að krefjast endurgreiðslu nýliðunarstuðnings ef í ljós kemur að umsækjandi hefur veitt rangar eða villandi upplýsingar eða leynt upplýsingum sem áhrif höfðu á veitingu stuðnings. Hafi nýliði hætt búrekstri innan fimm ára frá því að nýliðunarstuðningur var síðast veittur er Matvælastofnun heimilt að krefjast endurgreiðslu á greiddum stuðningi, að hluta til eða í heild sinni, ásamt kostnaði við innheimtu. 
Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...