Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Pterourus bjorkae er af svölufiðrildaætt og vænghafið að jafnaði um átta og hálfur sentimetri. Hér er karlkynsfiðrildið t.v. og kvenkyns t.h.
Pterourus bjorkae er af svölufiðrildaætt og vænghafið að jafnaði um átta og hálfur sentimetri. Hér er karlkynsfiðrildið t.v. og kvenkyns t.h.
Mynd / Harry Pavulaan
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðrildategund í höfuðið á Björk Guðmundsdóttur tónlistarkonu, Pterourus bjorkae.

Björk. Mynd / Santiago Felipe

Pavulaan kynnti nafn tegundarinnar í nýrri vísindagrein í veftímariti Nebraska-háskóla og segir þar að nafn fiðrildisins sé til heiðurs íslensku söngkonunni Björk Guðmundsdóttur. Hann tiltekur jafnframt að auk þess að vera söngkona sé hún einnig tónskáld, höfundur, framleiðandi, tónlistar- og tískumógúll, plötusnúður, umhverfissinni og persónulegur áhrifavaldur.

Þess má geta að fiðrildategundir hafa verið nefndar í höfuðið á t.d. Angelinu Jolie, Arnold Schwarzenegger og Beyoncé.

Undirtegund tígrisfiðrildis

Pterourus bjorkae finnst einkum í laufskógum austanverðrar Norður- Ameríku.

Í greininni Ákvörðun nýrrar vorfljúgandi tegundar Pterourus glaucus Complex (Papilionidae) í Suður-Nýja Englandi, lýsir Pavulaan algengu Norður-Ameríkufiðrildi sem ekki hafi verið greint sérstaklega áður til tegundar þótt ýmsar kenningar hafi verið á lofti. Enda sé um að ræða dulda tegundagerð, þ.e. hóp tegunda sem innihaldi formfræðilega eins einstaklinga sem tilheyri þó mismunandi tegundum. Margir hafi áður rannsakað þessi fiðrildi en þyrpingar þeirra í suðurhluta Nýja-Englands hafi lítt verið athugaðar fram til þessa.

P. bjorkae var aðgreint frá svipuðum tegundum á grundvelli formfræðilegra hegðunar- og erfðaeiginleika. P. bjorkae er af svölufiðrildaætt og er undirtegund tígrisfiðrildis: New England Tiger Swallowtail. Bjorkae er stærsta undirtegundin. Að tegundin sé vorfljúgandi þýðir í raun að fiðrildi tegundarinnar koma fram og eru virkust á vorin.

Vænghaf fiðrildanna er að meðaltali um 8,5 sentimetrar. Þau eru skærgul að lit með áberandi svörtu og svarbrúnu munstri á vængjum og vængjöðrum, gulum, bláum og appelsínugulum doppum við vængjaðra. Ekki virðist teljandi lita- eða mynsturmunur milli kynjanna. Kvenkynið sýnir þó mest áberandi einkenni og var kvenkyns mynd af P. bjorkae því valin til að tákna tegundina.

Ríflega tuttugu þúsund fiðrildategundir

Fiðrildi eru skordýr og tilheyra, ásamt mölflugum, ættbálkinum Lepidoptera sem er innan flokks vængjaðra skordýra (Pterygota).

Ættbálkur fiðrilda og mölflugna er einn sá best þekkti og litríkasti meðal skordýra. Þekktar eru um 120.000 tegundir sem honum tilheyra, en um 80% af þeim (um 96.000 tegundir) teljast vera mölflugur.

Flest fiðrildi lifa á blómsykri og eru mörg þeirra mikilvægir frjóberar fyrir blómplöntur. Örfáar hitabeltistegundir lifa þó á blóði dýra og einhverjar drekka jafnvel tár spendýra.

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...