Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fiat – stærsti drátta­véla­framleið­andi í heimi
Á faglegum nótum 7. maí 2015

Fiat – stærsti drátta­véla­framleið­andi í heimi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fabbrica Italiana di Automobily Torino (Fiat) var stofnað á Ítalíu árið 1899 til að framleiða bifreiðar. Reksturinn gekk vel og áður en langt um leið var fyrirtækið farið að framleiða vöru­flutninga­bíla, flugvélar, lestarvagna og bátavélar.

Árið 1910 hóf fyrirtækið hönnun á fyrsta ítalska traktornum að áeggjan stjórnvalda en vegna heim­sstyrjaldar­innar fyrri hófst framleiðsla frumgerðar­innar ekki fyrr en átta árum seinna. Fyrsti traktor­inn kallaðist Fiat 702 og var með fjögurra strokka vél og 30 hestöfl. Vélin var reyndar sú sama og í vöruflutningabílunum sem fyrirtækið framleiddi á sama tíma.

Traktorinn þótti bæði sterkur og lipur. Endurbætt útgáfa Fiat 702B var sett í framleiðslu árið 1924. Vélin í þeim traktor var 35 hestöfl.

Hundrað þúsund traktorar á ári

Vinsældir 702 og 702B voru miklar og talsvert af þeim flutt til annarra landa í Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku þrátt fyrir að vera allt að fimm sinnum dýrari en Fordson traktorarnir.

Árið 1927 hófst framleiðsla á Fiat 700 týpunni sem var minni og 30 hestöfl og hægt að velja milli þess hvort 700 týpan gengi fyrir bensíni eða dísil. Velgengni Fiat 700 var gríðarleg og árið 1929 var framleiðsla þeirra komin í 1000 traktora á ári sem var mikið á þeim tíma en smámunir miðað við dráttar­véla­framleiðslu Fiat í dag sem eru um 100.000 traktorar á ári.
Fyrsti belta­traktorinn, Fiat 700C, leit dagsins ljós 1932.

Lifði stríðið af

Í framhaldi af velgengni fyrirtækis­ins hóf stjórn þess að kaupa upp samkeppnisaðilana sem hétu nöfnum eins og Ansaldo, Ceriano, SPA og OM.

Fiat lifði af heim­sstyrjöld­ina seinni þrátt fyrir að margar verksmiðjur fyrirtækis­ins hafi farið illa í sprengju­árásum. Sala á dráttarvélum fór hægt af stað eftir stríðið og seldi fyrirtækið eingöngu 200 traktora árið 1945. Í framhaldi af því einbeitti það sér að framleiðslu smábíla og ekki löngu seinna litlum traktorum, Fiat 600, enda flest býli á Ítalíu smá á þeim árum.

Á örfáum árum tókst fyrirtækinu að auka framleiðslu sína á dráttarvélum verulega og árið 1953 var framleiðslan komin í 12.000 traktora á ári og 20.000 árið 1958. Árið 1950 hóf Fiat samvinnu við franska fyrirtækið SIMCA og hóf framleiðslu á dráttarvélum sem kölluðust SOMCA og nutu mikilla vinsælda í Austur-Evrópu og Argentínu. Árið 1980 hafði Fiat framleitt hálfa milljón traktora og var með 13% markaðshlutdeild á heimsvísu. Árið 1991 tók fyrirtækið yfir Ford-New Holland og tryggði sig enn frekar í sessi. Í dag á Fiat CNH Global sem meðal annars fer með ríkjandi hlut í Case, Steyr og New Holland.
Svo segja Ítalir að stærð skipti ekki máli. 

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...