Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fendt E100 Vario vélin sem sögð er koma á markað á næsta ári verður með 22 kílówatta rafmótor, eða sem svarar 65 hestafla vél.
Fendt E100 Vario vélin sem sögð er koma á markað á næsta ári verður með 22 kílówatta rafmótor, eða sem svarar 65 hestafla vél.
Fréttir 3. október 2017

Fendt boðar komu 68 hestafla rafmagnsdráttarvélar 2018

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Flestir dráttarvélaframleiðendur í heiminum hafa talið mjög óraunhæft að bjóða upp á vélar sem knúnar væru rafmagni frá rafhlöðum. Ástæðan er þungi rafhlaðanna og léleg ending og þar með knappur vinnslutími. Eigi að síður hyggst Fendt setja á markað fyrstu fjöldaframleiddu rafmagnsdráttarvélina á næsta ári. 
 
Víst er að stórar og öflugar rafknúnar rafhlöðudráttarvélar eru ekki að fara að líta dagsins ljós á næstu misserum. Fendt E100 Vario vélin sem nú er verið a kynna til sögunnar er einungis með 400 volta og 22 kílówatta mótor sem samsvarar 68 hestöflum, að því er fram kemur á vefsíðu Bedre gardsdrift. Rafhlöðurnar eru 650 volta lithium batterí og  100 kílówattstundir (kWh). Endingartími raforkunnar við eðlilega notkun er uppgefinn 4 klukkustundir. Raunhæfur vinnslutími miðað við rafbíla gæti þá trúlega verið nálægt þrem klukkustundum.
 
Allir dráttarvélaframleiðendur hafa með einhverjum hætti stokkið á vinsældavagn vistvænleikans. Hafa þeir keppst við að setja fram sýningareintök af alls konar gripum til að koma sér í vinsældaröðina. Útspil Fendt virðist ekki vera nein undantekning, nema að sagt er að vélin verði komin í fjöldaframleiðslu á næsta ári. Verður dráttarvélin til sýnis á stóru landbúnaðarsýningunni Agritechnica í Hanover í haust. 
 
Fendt stefnir á 20.000 véla framleiðslu
 
Fendt, sem er hluti af AGCO samsteypunni, framleiðir líka Massey Fergusson, Valtra og Challengerer. Fent er þar enginn aukvisi og stefnir hátt með sínar 500 og 700 seríur með GPS og Isobus og jafnvel fjarstýrðar vélar úr 300 seríunni. Á árinu 2016 voru framleiddar 13.667 Fendt dráttarvélar og búist er við að fram­leiðslan nái 15.000 vélum á þessu ári. Nú stefnir Fendt á að ná 20.000 véla markinu á árinu 2020.
Þá hefur Fendt líka verið að kynna vélar af stærri gerðinni í 1000 seríunni, þ.e. Fendt  1038, 1040, 1046 og 1050 Vario. Þetta eru engar smá rellur og með 500 hestafla 6 sílindra, 12,4 lítra Man dísilmótorum. Að eigin þyngd eru þessar vélar hvorki meira né minna en 14 tonn.
 
Það er dálítið örðuvísi um að litast undir húddinu á rafmagnsdráttarvélum en hefðbundnum dísilknúnum vélum. 
 
Ýmsar hugmyndir í gangi
 
Aðrir dráttarvélaframleiðendur hafa m.a. kynnt sparneytnari mótora og tvinnvélar með rafmótorum sem knúnir eru af ljósavél. New Holland kynnti í fyrra fyrstu vetnisknúnu dráttarvélina, New Holland, en hafði áður komið fram með metangasknúna vél sem talin  er mun raunhæfari kostur, ekki síst á bæjum sem eru sjálfir að framleiða gas. Vélin er nánast sem T 6 dísilvélin, en með gasknúnum mótor sem framleiddur er  af FPT International, systurfyrirtæki New Holland. Búið er að gera nokkrar slíkar prufuvélar á síðustu þrem árum og þrautreyna þær við erfiðar aðstæður undir miklu álagi. Fullyrt var að þessi vél næði um 20% sparnaði í eldsneytiskostnaði miðað við sambærilega dísilknúna T6 vél. Nú kynnir New Holland endurbætta vél sem nær enn meiri sparnaði. Þá er ekki síður horft á minni loftmengun og er hún sögð vera 80% minni en í dísilknúnu dráttarvélunum. 
 
Sama má segja um nýju Fendt rafmagnsdráttarvélina. Mörg þýsk bú framleiða gas úr mykju og korni og nota það síðan til að framleiða raforku inn á orkukerfið sem líka mætti nýta við hleðslu á rafgeymum.  
 
Deutz í Þýskalandi lætur allt tal um rafknúnar dráttarvélar sem vind um eyru þjóta og þar á bæ segjast menn einfaldlega vera að horfa raunsæjum augum á málið. Enn sem komið er séu stórar rafknúnar dráttarvélar sem geymi orkuna í rafhlöðum einfaldlega hvorki hagkvæmur né  raunhæfur kostur.
Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...