Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þórður Halldórsson á Akri er formaður Félags framleiðenda í lífrænum búskap.
Þórður Halldórsson á Akri er formaður Félags framleiðenda í lífrænum búskap.
Mynd / smh
Fréttir 6. maí 2015

Félag framleiðenda í lífrænum búskap hyggst sækja um aðild að BÍ

Höfundur: smh
Aðalfundur VOR 2015, félags framleiðenda í lífrænum búskap, var  haldinn 15. apríl í Bændahöllinni við Hagatorg. Félagið ætlar að sækja á ný um aðild að Bændasamtökum Íslands.
 
Breytingar urðu í stjórn félagsins; Jóhanna B. Magnúsdóttir fór úr stjórn og Gunnþór Guðfinnsson kemur nýr inn. Aðrir í stjórn eru Þórður Halldórsson, Kristján Oddsson, Eygló Björk Ólafsdóttir og Guðfinnur Jakobsson.
 
Aðildarumsókn að BÍ
 
Á aðalfundinum var samþykkt að stjórn myndi undirbúa aðildarumsókn að Bændasamtökum Íslands (BÍ) og svo var stjórn falið að vinna að endurvakningu fagráðs um lífrænan búskap.  Búnaðarþing 2015 ályktaði einmitt um mikilvægi þess að framleiðsla á lífrænt vottuðum landbúnaðarvörum væri efld og styrkja þyrfti ýmsar grunnstoðir í lífrænum búskap, meðal annars með því að endurvekja fagráð í lífrænni ræktun. Búnaðarþing 2015 ályktaði að ein leið að því marki að efla þessa framleiðslu væri sú að VOR sækti um aðild að BÍ. 
 
Nýr ráðgjafi kynntur
 
Ólafur Dýrmundsson lét nýverið af störfum sem ráðunautur í lífrænum búskap hjá BÍ og á fundinum var Lena Reiher, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, kynnt sem arftaki Ólafs.
 
Á fundinum kom fram að góð aðsókn hefði verið í nýtt nám í lífrænni garðyrkju á Reykjum og stunda 11 nemendur nám þar nú. 

2 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...