Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Þórður Halldórsson á Akri er formaður Félags framleiðenda í lífrænum búskap.
Þórður Halldórsson á Akri er formaður Félags framleiðenda í lífrænum búskap.
Mynd / smh
Fréttir 6. maí 2015

Félag framleiðenda í lífrænum búskap hyggst sækja um aðild að BÍ

Höfundur: smh
Aðalfundur VOR 2015, félags framleiðenda í lífrænum búskap, var  haldinn 15. apríl í Bændahöllinni við Hagatorg. Félagið ætlar að sækja á ný um aðild að Bændasamtökum Íslands.
 
Breytingar urðu í stjórn félagsins; Jóhanna B. Magnúsdóttir fór úr stjórn og Gunnþór Guðfinnsson kemur nýr inn. Aðrir í stjórn eru Þórður Halldórsson, Kristján Oddsson, Eygló Björk Ólafsdóttir og Guðfinnur Jakobsson.
 
Aðildarumsókn að BÍ
 
Á aðalfundinum var samþykkt að stjórn myndi undirbúa aðildarumsókn að Bændasamtökum Íslands (BÍ) og svo var stjórn falið að vinna að endurvakningu fagráðs um lífrænan búskap.  Búnaðarþing 2015 ályktaði einmitt um mikilvægi þess að framleiðsla á lífrænt vottuðum landbúnaðarvörum væri efld og styrkja þyrfti ýmsar grunnstoðir í lífrænum búskap, meðal annars með því að endurvekja fagráð í lífrænni ræktun. Búnaðarþing 2015 ályktaði að ein leið að því marki að efla þessa framleiðslu væri sú að VOR sækti um aðild að BÍ. 
 
Nýr ráðgjafi kynntur
 
Ólafur Dýrmundsson lét nýverið af störfum sem ráðunautur í lífrænum búskap hjá BÍ og á fundinum var Lena Reiher, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, kynnt sem arftaki Ólafs.
 
Á fundinum kom fram að góð aðsókn hefði verið í nýtt nám í lífrænni garðyrkju á Reykjum og stunda 11 nemendur nám þar nú. 

2 myndir:

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...