Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þórður Halldórsson á Akri er formaður Félags framleiðenda í lífrænum búskap.
Þórður Halldórsson á Akri er formaður Félags framleiðenda í lífrænum búskap.
Mynd / smh
Fréttir 6. maí 2015

Félag framleiðenda í lífrænum búskap hyggst sækja um aðild að BÍ

Höfundur: smh
Aðalfundur VOR 2015, félags framleiðenda í lífrænum búskap, var  haldinn 15. apríl í Bændahöllinni við Hagatorg. Félagið ætlar að sækja á ný um aðild að Bændasamtökum Íslands.
 
Breytingar urðu í stjórn félagsins; Jóhanna B. Magnúsdóttir fór úr stjórn og Gunnþór Guðfinnsson kemur nýr inn. Aðrir í stjórn eru Þórður Halldórsson, Kristján Oddsson, Eygló Björk Ólafsdóttir og Guðfinnur Jakobsson.
 
Aðildarumsókn að BÍ
 
Á aðalfundinum var samþykkt að stjórn myndi undirbúa aðildarumsókn að Bændasamtökum Íslands (BÍ) og svo var stjórn falið að vinna að endurvakningu fagráðs um lífrænan búskap.  Búnaðarþing 2015 ályktaði einmitt um mikilvægi þess að framleiðsla á lífrænt vottuðum landbúnaðarvörum væri efld og styrkja þyrfti ýmsar grunnstoðir í lífrænum búskap, meðal annars með því að endurvekja fagráð í lífrænni ræktun. Búnaðarþing 2015 ályktaði að ein leið að því marki að efla þessa framleiðslu væri sú að VOR sækti um aðild að BÍ. 
 
Nýr ráðgjafi kynntur
 
Ólafur Dýrmundsson lét nýverið af störfum sem ráðunautur í lífrænum búskap hjá BÍ og á fundinum var Lena Reiher, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, kynnt sem arftaki Ólafs.
 
Á fundinum kom fram að góð aðsókn hefði verið í nýtt nám í lífrænni garðyrkju á Reykjum og stunda 11 nemendur nám þar nú. 

2 myndir:

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...