Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Talsvert magn næringarefna er í matarúrgangi en nýting úr þeim úrgangsflokki hefur verið mjög lítil. Frá áramótum hefur verið skylt að flokka hann sérstaklega og safna saman.
Talsvert magn næringarefna er í matarúrgangi en nýting úr þeim úrgangsflokki hefur verið mjög lítil. Frá áramótum hefur verið skylt að flokka hann sérstaklega og safna saman.
Mynd / Melta
Fréttir 17. febrúar 2023

Farvegur næringarefna inn í hringrásarhagkerfið

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Von er á vegvísi um nýtingu á lífrænum efnum til áburðargjafar í landbúnaði og landgræðslu inn í samráðsgátt stjórnvalda.

Bann við urðun á niðurbrjótanlegum úrgangi tók gildi hér á landi 1. janúar síðastliðinn og því ljóst að finna þarf farvegi fyrir verðmæt næringarefnin í þessum úrgangi sem hafa verið urðuð en er nú skylt að safna sérstaklega.

Matvælaráðuneytið setti af stað vinnu á haustmánuðum um gerð vegvísisins til að vinna að betri nýtingu lífræns úrgangs sem til fellur í samfélaginu og fékk verkfræðistofan EFLA það hlutverk að halda utan um gerð hans.

Sama magn næringarefna í íslenskum úrgangi og innfluttum áburði

Matís gaf út skýrslu á síðasta vori um greiningu á magni lífrænna áburðarefna á Íslandi og tækifæri til aukinnar nýtingar. Þar kom fram að heildarmagn af köfnunarefni, fosfórs og kalí í lífrænum úrgangi á Íslandi væri metið til jafns við magnið af þessum næringarefnum sem væri flutt til landsins í formi innflutts áburðar.

Þar kemur enn fremur fram að langmest af næringarefnunum er að finna í búfjárúrgangi sem almennt er vel nýttur þó til séu undantekningar. Einnig að mikið magn næringarefna sé að finna í úrgangi frá eldisdýrum eins og í svína- og alifuglarækt og í úrgangi frá fiskeldi, en talið er líklegt að magnið þaðan fari hratt vaxandi á næstu misserum. Næringarefni í skólpi og seyru eru metin talsverð sem og í matarúrgangi en nýting þeirra efna sé mjög lítil.

Í skýrslunni er varað við því að draga þá ályktun að nóg sé til af næringarefnum á Íslandi þar sem stór hluti næringarefna í búfjáráburði komi úr innfluttum tilbúnum áburði og kjarnfóðri og einnig ríki óvissa um hversu stór hluti sláturúrgangs og dýrahræja sé nýtanlegur sökum heilbrigðissjónarmiða.

Nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir

Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er vegvísinum ætlað að nýtast í vinnu við mótun stefnu og aðgerðaáætlana fyrir matvæli, landbúnað, landgræðslu, skógrækt, fiskeldi og sjávarútveg.

„EFLA hefur skilað til matvæla- ráðuneytisins drögum að vegvísinum og hefur hann verið til skoðunar í bæði matvælaráðuneytinu og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Drög að vegvísinum verða kynnt í samráðsgátt stjórnvalda á næstunni en nákvæm tímasetning liggur ekki enn fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn um framvindu vinnunnar. Vegvísirinn mun taka mið af loftslagsstefnu stjórnvalda og stefnu um hringrásarhagkerfið og er ætlað að varða veginn að settu markmiði um sjálfbæra nýtingu lífrænna efna til áburðar árið 2040 eða fyrr.

Til samráðs við gerð vegvísisins hefur EFLA stofnanir ráðuneytisins og hagaðila, til að mynda Matís, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðsluna og MAST.

Skylt efni: lífrænn áburður

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...