Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fannst í tjörn fullri af krókódílum
Fréttir 6. júlí 2015

Fannst í tjörn fullri af krókódílum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hópur grasafræðinga frá Kew-grasagarðinum í London og kollegar þeirra í Vestur-Ástralíu römbuðu á áður óþekkta vatnalilju fyrir skömmu.

Grasafræðingarnir voru í leiðangri í vestanverðri Ástralíu að rannsaka og skrá tegundir vatnalilja þegar þeir fundu eina tegund sem ekki hefur verið skráð áður. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins fannst lilja í tjörn sem var krökk af krókódílum sem ná sjö metrum að lengd og þurftu grasafræðingarnir að leggja sig í talsverðan lífsháska til að ná í eintak.

Tilgangur rannsóknanna er að kortleggja og koma eintökum af sjaldgæfum vatnaliljum í grasagarða og varðveita þær þar áður en þær verða útdauðar í náttúrunni.
Sýnishorn vatnaliljunnar óx í rúmlega hálfsmetra djúpu vatni og til hennar sást líka þar sem vatnið var mun dýpra. Krónublöð nýju liljunnar, sem ekki hefur verið gefið nafn, eru fíngerð, hvít og bleik að lit. 

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...