Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fannst í tjörn fullri af krókódílum
Fréttir 6. júlí 2015

Fannst í tjörn fullri af krókódílum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hópur grasafræðinga frá Kew-grasagarðinum í London og kollegar þeirra í Vestur-Ástralíu römbuðu á áður óþekkta vatnalilju fyrir skömmu.

Grasafræðingarnir voru í leiðangri í vestanverðri Ástralíu að rannsaka og skrá tegundir vatnalilja þegar þeir fundu eina tegund sem ekki hefur verið skráð áður. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins fannst lilja í tjörn sem var krökk af krókódílum sem ná sjö metrum að lengd og þurftu grasafræðingarnir að leggja sig í talsverðan lífsháska til að ná í eintak.

Tilgangur rannsóknanna er að kortleggja og koma eintökum af sjaldgæfum vatnaliljum í grasagarða og varðveita þær þar áður en þær verða útdauðar í náttúrunni.
Sýnishorn vatnaliljunnar óx í rúmlega hálfsmetra djúpu vatni og til hennar sást líka þar sem vatnið var mun dýpra. Krónublöð nýju liljunnar, sem ekki hefur verið gefið nafn, eru fíngerð, hvít og bleik að lit. 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...