Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fannst í tjörn fullri af krókódílum
Fréttir 6. júlí 2015

Fannst í tjörn fullri af krókódílum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hópur grasafræðinga frá Kew-grasagarðinum í London og kollegar þeirra í Vestur-Ástralíu römbuðu á áður óþekkta vatnalilju fyrir skömmu.

Grasafræðingarnir voru í leiðangri í vestanverðri Ástralíu að rannsaka og skrá tegundir vatnalilja þegar þeir fundu eina tegund sem ekki hefur verið skráð áður. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins fannst lilja í tjörn sem var krökk af krókódílum sem ná sjö metrum að lengd og þurftu grasafræðingarnir að leggja sig í talsverðan lífsháska til að ná í eintak.

Tilgangur rannsóknanna er að kortleggja og koma eintökum af sjaldgæfum vatnaliljum í grasagarða og varðveita þær þar áður en þær verða útdauðar í náttúrunni.
Sýnishorn vatnaliljunnar óx í rúmlega hálfsmetra djúpu vatni og til hennar sást líka þar sem vatnið var mun dýpra. Krónublöð nýju liljunnar, sem ekki hefur verið gefið nafn, eru fíngerð, hvít og bleik að lit. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...