Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hólar í Hjaltadal.
Hólar í Hjaltadal.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. júní 2020

Fámennið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ferðamenn sjá það sem mikinn kost að á Norðurlandi er hægt að upplifa fámenni, víðáttu og ósnortna náttúru, en slíkt verður að teljast kostur í því ástandi sem ferðaþjónusta í öllum heiminum er í um þessar mundir. 
 
Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum úr rannsókn á markaðssetningu ferðaþjónustufyrirtækja og sveitar­félaga á Norðurlandi, sem unnin var af Rannsóknarmiðstöð ferðamála í samstarfi við Háskólann á Hólum á síðasta ári fyrir Markaðsstofu Norðurlands.
 
Norðurljós og hvalaskoðun
 
Norðurljós, hvalaskoðun og gönguferðir eru þeir möguleikar í afþreyingu sem flestir ferðamenn nefndu í sérstakri viðtalsrannsókn, og helstu seglarnir eru Akureyri, Mývatn, Dettifoss og fossar almennt.
Ferðaþjónustufyrirtæki á Norður­landi stýra sinni eigin markaðssetningu sjálf, þótt meirihluti þeirra kaupi sér sérfræðiaðstoð þegar á þarf að halda. Bókunarsíður og ferðaheildsalar gegna veigamiklu hlutverki, þá sérstaklega þær fyrrnefndu sem ný fyrirtæki nýta sér mikið.
 
Úr Flateyjardal. Ferðamenn sjá það sem mikinn kost að á Norðurlandi er hægt að upplifa fámenni, víðáttu og ósnortna náttúru. Mynd / Hörður Kristjánsson
 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...