Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Fallegt og snyrtilegt er að Stóru-Ökrum 2 sem fengu nýlega umhverfisverðlaun. Fjós, útihús og íbúðarhús eru römmuð inn með trjám og lággróðri og fallegt samræmi í litavali húsa.
Fallegt og snyrtilegt er að Stóru-Ökrum 2 sem fengu nýlega umhverfisverðlaun. Fjós, útihús og íbúðarhús eru römmuð inn með trjám og lággróðri og fallegt samræmi í litavali húsa.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 15. október 2024

Fagurt heim að líta

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Stóru-Akrar 2 liggja við þjóðbraut í Skagafirði. Býlið fékk umhverfisverðlaun Skagafjarðar á dögunum.

Á Stóru-Ökrum 2 er rekið kúabú, stunduð hestamennska og ræktun á sauðfé. Eigendur eru Ragnhildur Jónsdóttir og Agnar Gíslason. Þau tóku við búi af Huldu Ásgrímsdóttur og Jóni Sigurðssyni, foreldrum Ragnhildar, vorið 2013 og eru fjórða kynslóð ábúenda. Stóru-Akrar 2 eru um 110 ha jörð.

„Við erum með 66,6 árskýr og róbótafjós,“ segir Ragnhildur, aðspurð um bústofninn. „Sauðfé er áhugamál elsta sonarins; þær eru 35 kindurnar. Að auki eru 30 hross og þau eru líka áhugamál,“ segir hún.

Á Stóru-Ökrum 2 er rekið kúabú, stunduð hestamennska og ræktun á sauðfé. Eigendur eru Agnar Gíslason og Ragnhildur Jónsdóttir.

Þakkar móður sinni

Býlið hlaut umhverfisverðlaun Skagafjarðar á dögunum og voru þau þá veitt í tuttugasta sinn. Í greinargerð með verðlaunum sagði að þangað væri „fagurt heim að líta þegar ekið er um sveitina, fjós, útihús og íbúðarhús vel og fallega römmuð inn með trjám og lággróðri og fallegt samræmi með litaval húsa“.

„Ég þakka þetta foreldrum mínum. Móðir mín heitin var svona smekkleg,“ segir Ragnhildur. „Henni var mjög umhugað um að ásýnd bæjarins, sem stendur við þjóðveg 1 og er því í alfaraleið, væri falleg. Við höfum svo reynt að halda í horfinu og sett okkar svip aðeins á.“

Aspir standa meðfram vegi og ramma inn milli t.d. fjóss og bæjar og garðurinn er gróinn með birki og fleiri tegundum. Húsum hefur öllum verið vel við haldið. „Þau voru mjög dugleg í þessu, foreldrar mínir,“ bætir Ragnhildur við. Nóg sé að gera við að halda í horfinu og sífellt einhver verkefni þar að lútandi.

Fimmta kynslóð gæti tekið við

Þau Ragnhildur og Agnar, sem er úr Álftagerði handan Héraðsvatna, eiga þrjú börn; 19 og 18 ára drengi og 13 ára stúlku. Hjónin vinna bæði á búinu og elsti sonurinn einnig, en hann hefur lokið vélvirkjanámi og ætlar sér í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri eftir ár. Því gæti mögulega fimmta kynslóð fjölskyldunnar tekið við búinu einn góðan veðurdag. „Ja, það er spurning, maður veit aldrei,“ segir Ragnhildur hlæjandi.

Mannlífið í sveitinni er gott að hennar sögn. Hún hitti konurnar í kvenfélaginu og þau hjónin syngi í kirkjukórnum. „Félag kúabænda er svo ágætlega duglegt að vera með pöbba-hittinga og fleira, svo það er alltaf eitthvað í gangi.“

Hún segir þau komast þokkalega af. „Auðvitað er þetta erfitt meðan vaxtastigið er svona hátt, það er bara þannig. En við erum bjartsýn á að þetta fari að lagast. Það þýðir ekkert annað fyrst maður er kominn í þetta,“ segir Ragnhildur að endingu.

Steinullarmoltan fékk viðurkenningu

Umhverfisverðlaun Skagafjarðar voru veitt sveitabýli með hefðbundinn búskap, sveitabýli án slíks, lóð í þéttbýli, lóð við fyrirtæki og fyrir einstakt framtak, sem að þessu sinni féll í skaut steinullarmoltu Steinullar á Sauðárkróki. Fyrirtækið hefur verið í þróun slíkrar moltu allt frá árinu 2009. Notast er við steinullarúrgang, hrossaskít og gras sem gefur hitastig sem dugar til að brjóta niður formaldehýð í hratinu. Steinullarmolta fékk árið 2021 staðfestingu frá MAST sem jarðvegsbætandi efni og Steinull hefur síðan í fyrra haft ótímabundið starfsleyfi fyrir moltuframleiðslunni.

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...