Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Meirihluti erfðanefndar landbúnaðarins komst að þeirri niðurstöðu að innflutningurinn myndi auka líkur á erfðablöndun við íslenska hænsnastofninn.
Meirihluti erfðanefndar landbúnaðarins komst að þeirri niðurstöðu að innflutningurinn myndi auka líkur á erfðablöndun við íslenska hænsnastofninn.
Mynd / Kristín Friðriksdóttir
Fréttir 14. febrúar 2024

Fær ekki innflutningsleyfi fyrir tvo hænsnastofna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna umsókn um innflutningsleyfi fyrir tvo hænsnastofna.

Í apríl árið 2022 fékk Matvælastofnun umsókn um innflutningsleyfi til þess að flytja inn 60 frjó hænsnaegg frá norska genabankanum, í þeim tilgangi að koma á fót litlu ræktunarbúi og selja hænur af þeim hænsnastofni til þeirra sem hafa áhuga á að stunda smábúskap og halda bakgarðshænur sem gæludýr og til eigin eggja- og kjötframleiðslu.

Matvælastofnun óskaði eftir umsögn frá erfðanefnd landbúnaðarins vegna umsóknarinnar. Erfðanefnd landbúnaðarins fjallaði um málið en komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu. Meirihlutinn taldi að innflutningurinn myndi auka líkur á erfðablöndun við íslenska hænsnastofninn og þar með útþynningu hans og gæti einnig skapað aukna samkeppni við íslensku landnámshænuna sem gæti leitt til fækkunar stofnsins, sem væri viðkvæmur og bæri að vernda eftir fremsta megni. Álit minnihlutans var hins vegar það að ólíklegt væri að íslenskum erfðaauðlindum í landbúnaði stafaði ógn af þeim stofnum sem flytja ætti inn. Matvælastofnun ákvað að hafna umsókn um innflutning vegna neikvæðra umsagna meirihlutans þann 1. desember 2022.

Umsækjandi kærði ákvörðunina þá til matvælaráðuneytisins. Taldi hann að Matvælastofnun hefði ekki virt stjórnarskrárbundin réttindi hans til atvinnu og hafi misbeitt valdi sínu við afgreiðslu málsins. Matvælastofnun taldi hins vegar ekki tilefni til þess að víkja frá áliti erfðanefndar landbúnaðarins, sem hefur lögbundna aðkomu að afgreiðslu umsóknar um leyfi til innflutnings af þessu tagi.

Þá er bent á það í úrskurðinum að hvergi í lögum og reglugerðum komi fram að umsögn erfðanefndar landbúnaðarins þurfi að vera einróma í slíkum málum. Því kemst matvælaráðuneytið að þeirri niðurstöðu að Matvælastofnun hafi verið heimilt að byggja mat sitt á umsókninni um innflutningsleyfi á umsögn meirihluta nefndarinnar.

Því staðfestir ráðuneytið ákvörðun Matvælastofnunar með úrskurði sem kveðinn var upp þann 16. janúar síðastliðinn.

Skylt efni: hænsnahald

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...