Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Markarfljótsaurar.
Markarfljótsaurar.
Mynd / Brynja Hrafnkelsdóttir
Fréttir 12. ágúst 2014

Ertuyglan fundin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lítið hefur borið á ertuyglulirfum það sem af er sumri en nú er sá tími kominn sem lirfur þeirra fara að láta á sér kræla og fundust fyrstu lirfurnar 29. júlí síðastliðinn. Það er mun seinna en á undanfarin sumur samkvæmt því sem segir á vef Landgræðslu ríkisins

30. júlí var mæld þekja lúpínu í tilraunareitum á Markarfljótsaurum, en það er hluti af doktorsverkefni Brynju Hrafnkelsdóttur við Landbúnaðarháskóla Íslands. Jafnframt var stofnþéttleiki lirfa í lúpínunni mældur og reynist hann að meðaltali vera 1,5 ertuyglulirfur og 2 mófetalirfur á fermetra. Athygli vakti hversu mislangt ertuyglulirfurnar voru komnar í þroska, allt frá því að vera unglirfur upp í nær fullþroska lirfur. Óvíst er hversvegna svo lítið ber á ertuyglunni í sumar.

Hugsanlegt er að lirfur hafi ekki náð fullum þroska síðasta sumar sökum þess hve kalt það var miðað við undanfarin sumur. Þegar svo ber undir er líklegt að púpur verði óvenju smáar. Rannsóknir sýna að slíkar púpur klekjast mun síður en fullþroska púpur og því eru líkur til að færri fiðrildi klekist út sumarið eftir kalt sumar. Þar við bætist að sennilega verpa kvendýr, sem koma úr smáum púpum, færri eggjum en kvendýr úr eðlilegum púpum. Þetta tvennt gæti leitt til þess að minna sé um lirfur árið eftir kalt sumar.

Í þessu sambandi er vert að benda á að síðasta sumar var álíka hlýtt og sumrin fyrir 1990, en þá bar ekki á ertuyglufaröldrum í lúpínu. Þeir faraldrar byrjuðu ekki fyrr en eftir að fór að hlýna eftir 1990. Mikill þroskamunur lirfa bendir til þess að varp hafi dreifst á óvenju langan tíma þetta sumarið. Hvað því veldur er óvíst. Þó ber þess að geta að áður fyrr var talið að ertuyglulirfur púpuðu sig ekki fyrr en að vori. Undanfarið virðist hún hafa púpað sig að haustinu, samkvæmt rannsóknum Brynju. Ef til vill hefur hluti lirfustofnsins í fyrra ekki púpað sig fyrr en í vor og fiðrildi skriðið seint úr þeim púpum og verpt seint, en hluti stofnsins púpað sig í fyrra haust og fiðrildi úr þeim púpum verpt tiltölulega snemma.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...