Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Markarfljótsaurar.
Markarfljótsaurar.
Mynd / Brynja Hrafnkelsdóttir
Fréttir 12. ágúst 2014

Ertuyglan fundin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lítið hefur borið á ertuyglulirfum það sem af er sumri en nú er sá tími kominn sem lirfur þeirra fara að láta á sér kræla og fundust fyrstu lirfurnar 29. júlí síðastliðinn. Það er mun seinna en á undanfarin sumur samkvæmt því sem segir á vef Landgræðslu ríkisins

30. júlí var mæld þekja lúpínu í tilraunareitum á Markarfljótsaurum, en það er hluti af doktorsverkefni Brynju Hrafnkelsdóttur við Landbúnaðarháskóla Íslands. Jafnframt var stofnþéttleiki lirfa í lúpínunni mældur og reynist hann að meðaltali vera 1,5 ertuyglulirfur og 2 mófetalirfur á fermetra. Athygli vakti hversu mislangt ertuyglulirfurnar voru komnar í þroska, allt frá því að vera unglirfur upp í nær fullþroska lirfur. Óvíst er hversvegna svo lítið ber á ertuyglunni í sumar.

Hugsanlegt er að lirfur hafi ekki náð fullum þroska síðasta sumar sökum þess hve kalt það var miðað við undanfarin sumur. Þegar svo ber undir er líklegt að púpur verði óvenju smáar. Rannsóknir sýna að slíkar púpur klekjast mun síður en fullþroska púpur og því eru líkur til að færri fiðrildi klekist út sumarið eftir kalt sumar. Þar við bætist að sennilega verpa kvendýr, sem koma úr smáum púpum, færri eggjum en kvendýr úr eðlilegum púpum. Þetta tvennt gæti leitt til þess að minna sé um lirfur árið eftir kalt sumar.

Í þessu sambandi er vert að benda á að síðasta sumar var álíka hlýtt og sumrin fyrir 1990, en þá bar ekki á ertuyglufaröldrum í lúpínu. Þeir faraldrar byrjuðu ekki fyrr en eftir að fór að hlýna eftir 1990. Mikill þroskamunur lirfa bendir til þess að varp hafi dreifst á óvenju langan tíma þetta sumarið. Hvað því veldur er óvíst. Þó ber þess að geta að áður fyrr var talið að ertuyglulirfur púpuðu sig ekki fyrr en að vori. Undanfarið virðist hún hafa púpað sig að haustinu, samkvæmt rannsóknum Brynju. Ef til vill hefur hluti lirfustofnsins í fyrra ekki púpað sig fyrr en í vor og fiðrildi skriðið seint úr þeim púpum og verpt seint, en hluti stofnsins púpað sig í fyrra haust og fiðrildi úr þeim púpum verpt tiltölulega snemma.

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum
Fréttir 16. október 2024

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og hún sögð stuðla...

Nýr yfirdýralæknir
Fréttir 16. október 2024

Nýr yfirdýralæknir

Þóra Jóhanna Jónasdóttir hefur verið skipuð í embætti yfirdýralæknis.

Fyrirhuguð risaframkvæmd
21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Með bjartsýni og gleði að vopni
18. október 2024

Með bjartsýni og gleði að vopni

Fjórir snillingar
21. október 2024

Fjórir snillingar

DeLaval til Bústólpa
21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Íslandsmót í rúningi
18. október 2024

Íslandsmót í rúningi