Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mitt val á vinnubílinn er nagladekk.
Mitt val á vinnubílinn er nagladekk.
Fréttir 26. október 2021

Ert þú í réttum klæðnaði og tilbúin/n fyrir vetrarakstur?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Það virðist vera árvisst að fyrstu hálkumorgnar haustsins komi Íslendingum alltaf jafn mikið á óvart, árekstrar, tjón og hálkuslys eru sögur sem maður heyrir á hverju einasta hausti.

Fyrir stuttu síðan sagði maður sem var í viðtali í morgunútvarpi setningu sem var eitthvað á þessa leið þegar hann var að flýta sér í viðtal á útvarpsrásinni:

„Fann ekki sköfuna fyrir bílrúðurnar, vetrarúlpuna, vettlinga og húfuna. Fór út og notaði vísakortið til að skafa framrúðuna á bílnum og rauk af stað á hálf hreinsuðum bílnum.“ Ég gat ekki annað en brosað þegar ég hlustaði á þessi orð. Mig grunaði að hann hefði gleymt að segja að hann hafi líka verið á sumardekkjunum, sem reyndist rétt, því ég sá þennan mann á dekkjaverkstæði seinna um daginn.

Snjókarl í snjódekkjahugleiðingum.

Sá sem er vanbúinn til aksturs í snjó og hálku á ekki að vera í umferðinni

Ótrúlega oft eru það bara örfáir bílar sem orsaka umferðarteppur og slys í snjó og hálku því flestir eru forsjálir og eru ábyrgir bílstjórar með allt sitt á hreinu.

Í umferðarlögum segir að mynstur í hjólbörðum megi ekki vera minna en 3 millimetrar frá 1. nóvember til 15. apríl. Aðeins má vera með nagladekk undir bílum á þessum sama tíma (1. 11. til 15.04.). Það eru margir sem aka á ónegldum vetrarhjólbörðum (oft kölluð heilsársdekk). Á naglalausum vetrardekkjum má keyra allt árið og einnig vetrardekkjum sem skilgreind eru sem „harðkornadekk“. Sá sem er ekki útbúinn til vetraraksturs á ekki að vera í umferðinni öðrum til trafala. Fáir vita það að lögregla hefur lagaheimild til að sekta vanbúna bíla í vetrarumferð.

Stefnir í að ekki allir fái vetrardekk undir sinn bíl

Nú í ár virðist umferðin þetta haustið vera aðeins öðruvísi en undanfarin ár og má þar að einhverju leyti kenna um Covid.

Eitthvað virðist líka vera erfitt fyrir innflutningsaðila ódýrari hjólbarða að fá sendingar til landsins, þrátt fyrir að hafa pantað dekkin fyrir löngu síðan.

Sumar stærðir í dýrari dekkjum eru nú þegar uppseldar og jafnvel ekki væntanlegar í bráð. Eitthvað er um að minna framboð sé af ódýrum hjólbörðum frá Asíu þar sem erfitt er um flutninga til landsins.

Ástæðan er sögð vera skortur á gámum. Þessi dekkjaskortur gæti orðið til þess að sumir fái ekki þá stærð af dekkjum sem þeir þurfa undir bílinn sinn.

Einnig að fólk þurfi að kaupa dýrari dekk en til stóð að kaupa undir bílinn í vetur þar sem ódýrari dekkjasendingarnar eru ekki að skila sér til landsins.

Neikvæð umræða nagladekkja ekki réttlætanleg

Í fjöldamörg ár hefur viss hópur fólks barist fyrir því að nagladekk verði bönnuð eða einhvers konar umhverfisgjald verði sett á nagladekk. Eftir margra ára akstur ýmist á nagladekkjum eða á ónegldum vetrardekkjum er það ekki spurning í mínum huga hvað maður er öruggari í vetrarumferðinni á nagladekkjum. Vissulega eru nagladekkin óumhverfisvænni þar sem mikið salt er borið á götur, en skaða minna þar sem lítið er saltað.

Í umræðunni er nagladekkjunum kennt um alla mengun og slit á vegum, en stærsta vandamálið í sliti á vegum er saltið. Saltið leysir upp tjöruna sem heldur steinefnunum í malbikinu saman. Saltið mýkir malbikið þannig að það losnar um steinefnin. Svo koma snjómoksturstækin og skafa tjörublönduðum snjónum út fyrir veginn þar sem snjórinn seinna bráðnar og tjaran fer í jarðveginn og mengar hann.

Þegar tjaran er farin verður mölin af þunnri drullu sem safnast í vegkantana. Í þurrkatíð byrjar að myndast ryk þegar bílar keyra um óhreinar göturnar. Oftast er þá talað um svifryksmengun.

Upprunalega orsökin er samt saltið, en á síðustu 5-7 árum hefur saltsala til söltunar á vegakerfinu í nágrenni höfuðborgarinnar aukist yfir 100%. Í mínum huga ætti að hætta að salta göturnar, allir keyri um á nagladekkjum, en það eru ekki margir sem virðast vera á þessari sömu skoðun.

Til að styrkja þessa skoðun mína þá vil ég benda á að til er dómur í Hæstarétti Íslands þar sem strætisvagnabílstjóri var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir það að hafa ekki verið á nagladekkjum. Af þessum sökum er umræðan um nagladekk á villigötum.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...