Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í vetur voru óvenju margar greiningar í máfum í Frakklandi, Belgíu, Hollandi og á Ítalíu.
Í vetur voru óvenju margar greiningar í máfum í Frakklandi, Belgíu, Hollandi og á Ítalíu.
Mynd / Nelson Eulalio
Fréttir 24. maí 2023

Enn er hætta á fuglaflensu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun vekur athygli á því að enn sé hætta á að skæðar fuglaflensuveirur berist með farfuglum til landsins nú í byrjun sumars.

Metur stofnunin stöðuna sem svo að fuglaflensa hafi líklega ekki viðhaldist í íslenskum staðfuglum í vetur og því hefur hún lækkað viðbúnaðarstig sitt niður á stig tvö, úr stigi þrjú.

Alifuglar hafðir innanhúss eða undir þaki

Vegna hættunnar á smiti frá farfuglum gilda þó áfram hertar sóttvarnarráðstafanir sem gefnar voru út í Stjórnartíðindum 25. mars á síðasta ári og fela í sér meðal annars að alifuglar og aðrir fuglar í haldi skulu hafðir innanhúss eða í lokuðum gerðum undir þaki.

Á vef MAST kemur fram að frá því í október 2022 hafi orðið áberandi fækkun tilkynninga frá almenningi um fund á veikum og dauðum, villtum fuglum. Fuglaflensa hafi ekki greinst í þeim fáu sýnum sem hægt var að taka og því er talið að smit í villtum fuglum með skæðum fuglaflensuveirum hafi fjarað út í vetur þrátt fyrir að veirurnar hafi fundist síðastliðið haust í staðfuglum eins og hröfnum, örnum og svartbökum.

Margir íslenskir farfuglar koma frá svæðum í Belgíu, Hollandi og á Bretlandseyjum – þar sem skæð fuglaflensa hefur geisað í vetur – og eru því enn töluverðar líkur á að farfuglar sem eiga eftir að koma geti borið með sér smit.

Almenningur er beðinn um að tilkynna um dauða og veika, villta fugla, nema augljóst þyki að þeir hafi drepist af öðrum orsökum en veikindum. Tilkynningarnar séu mjög mikilvægar þótt ekki séu alltaf tekin sýni, því þær gefa vísbendingar um hversu mikið er um sýkingar og hversu útbreiddar þær eru.

Skylt efni: fuglaflensa

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...