Í vetur voru óvenju margar greiningar í máfum í Frakklandi, Belgíu, Hollandi og á Ítalíu.
Í vetur voru óvenju margar greiningar í máfum í Frakklandi, Belgíu, Hollandi og á Ítalíu.
Mynd / Nelson Eulalio
Fréttir 24. maí 2023

Enn er hætta á fuglaflensu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun vekur athygli á því að enn sé hætta á að skæðar fuglaflensuveirur berist með farfuglum til landsins nú í byrjun sumars.

Metur stofnunin stöðuna sem svo að fuglaflensa hafi líklega ekki viðhaldist í íslenskum staðfuglum í vetur og því hefur hún lækkað viðbúnaðarstig sitt niður á stig tvö, úr stigi þrjú.

Alifuglar hafðir innanhúss eða undir þaki

Vegna hættunnar á smiti frá farfuglum gilda þó áfram hertar sóttvarnarráðstafanir sem gefnar voru út í Stjórnartíðindum 25. mars á síðasta ári og fela í sér meðal annars að alifuglar og aðrir fuglar í haldi skulu hafðir innanhúss eða í lokuðum gerðum undir þaki.

Á vef MAST kemur fram að frá því í október 2022 hafi orðið áberandi fækkun tilkynninga frá almenningi um fund á veikum og dauðum, villtum fuglum. Fuglaflensa hafi ekki greinst í þeim fáu sýnum sem hægt var að taka og því er talið að smit í villtum fuglum með skæðum fuglaflensuveirum hafi fjarað út í vetur þrátt fyrir að veirurnar hafi fundist síðastliðið haust í staðfuglum eins og hröfnum, örnum og svartbökum.

Margir íslenskir farfuglar koma frá svæðum í Belgíu, Hollandi og á Bretlandseyjum – þar sem skæð fuglaflensa hefur geisað í vetur – og eru því enn töluverðar líkur á að farfuglar sem eiga eftir að koma geti borið með sér smit.

Almenningur er beðinn um að tilkynna um dauða og veika, villta fugla, nema augljóst þyki að þeir hafi drepist af öðrum orsökum en veikindum. Tilkynningarnar séu mjög mikilvægar þótt ekki séu alltaf tekin sýni, því þær gefa vísbendingar um hversu mikið er um sýkingar og hversu útbreiddar þær eru.

Skylt efni: fuglaflensa

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...