Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, sem felur í sér möguleika kjötafurðastöðva til aukinnar samvinnu. Í frumvarpinu er kveðið á um breytingar sem eiga að stuðla að endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu.

Í breytingunum felst heimild afurðastöðva í sláturiðnaði að stofna og starfrækja félag um flutning sláturgripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu afurða, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, í því skyni að ná fram nauðsynlegri hagræðingu.

Frumvarpið kemur í kjölfar tillagna spretthóps í júní, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu.

Stofna saman og starfrækja félag

Í fyrstu grein frumvarpsins segir að þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga um bann við ólögmætu samráði, verði afurðastöðvum í sláturiðnaði nú heimilt að stofna og starfrækja félag um flutning sláturgripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu afurða, í því skyni að ná fram nauðsynlegri hagræðingu.

Þær afurðastöðvar sem nýta sér þessa heimild skulu uppfylla nokkur skilyrði. Þær þurfa að safna afurðum frá framleiðendum um land allt og greiða þeim sama verð óháð búsetu, selja öðrum vinnsluaðilum afurðir til frekari vinnslu á sama verði og vinnsluaðilum sem lúta þeirra stjórn. Þá er kveðið á um að ekki megi setja skorður við því að framleiðendur færi viðskipti sín til annars aðila og að framleiðendum skal tryggður réttur til að eiga einungis viðskipti við félagið um afmarkaða þætti, svo sem slátrun.

Um tímabundnar breytingar er að ræða og er gert ráð fyrir að þær falli úr gildi 1. janúar 2026.

Skylt efni: kjötvinnsla | Slátrun

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...