Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, sem felur í sér möguleika kjötafurðastöðva til aukinnar samvinnu. Í frumvarpinu er kveðið á um breytingar sem eiga að stuðla að endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu.

Í breytingunum felst heimild afurðastöðva í sláturiðnaði að stofna og starfrækja félag um flutning sláturgripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu afurða, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, í því skyni að ná fram nauðsynlegri hagræðingu.

Frumvarpið kemur í kjölfar tillagna spretthóps í júní, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu.

Stofna saman og starfrækja félag

Í fyrstu grein frumvarpsins segir að þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga um bann við ólögmætu samráði, verði afurðastöðvum í sláturiðnaði nú heimilt að stofna og starfrækja félag um flutning sláturgripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu afurða, í því skyni að ná fram nauðsynlegri hagræðingu.

Þær afurðastöðvar sem nýta sér þessa heimild skulu uppfylla nokkur skilyrði. Þær þurfa að safna afurðum frá framleiðendum um land allt og greiða þeim sama verð óháð búsetu, selja öðrum vinnsluaðilum afurðir til frekari vinnslu á sama verði og vinnsluaðilum sem lúta þeirra stjórn. Þá er kveðið á um að ekki megi setja skorður við því að framleiðendur færi viðskipti sín til annars aðila og að framleiðendum skal tryggður réttur til að eiga einungis viðskipti við félagið um afmarkaða þætti, svo sem slátrun.

Um tímabundnar breytingar er að ræða og er gert ráð fyrir að þær falli úr gildi 1. janúar 2026.

Skylt efni: kjötvinnsla | Slátrun

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...