Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, sem felur í sér möguleika kjötafurðastöðva til aukinnar samvinnu. Í frumvarpinu er kveðið á um breytingar sem eiga að stuðla að endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu.

Í breytingunum felst heimild afurðastöðva í sláturiðnaði að stofna og starfrækja félag um flutning sláturgripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu afurða, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, í því skyni að ná fram nauðsynlegri hagræðingu.

Frumvarpið kemur í kjölfar tillagna spretthóps í júní, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu.

Stofna saman og starfrækja félag

Í fyrstu grein frumvarpsins segir að þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga um bann við ólögmætu samráði, verði afurðastöðvum í sláturiðnaði nú heimilt að stofna og starfrækja félag um flutning sláturgripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu afurða, í því skyni að ná fram nauðsynlegri hagræðingu.

Þær afurðastöðvar sem nýta sér þessa heimild skulu uppfylla nokkur skilyrði. Þær þurfa að safna afurðum frá framleiðendum um land allt og greiða þeim sama verð óháð búsetu, selja öðrum vinnsluaðilum afurðir til frekari vinnslu á sama verði og vinnsluaðilum sem lúta þeirra stjórn. Þá er kveðið á um að ekki megi setja skorður við því að framleiðendur færi viðskipti sín til annars aðila og að framleiðendum skal tryggður réttur til að eiga einungis viðskipti við félagið um afmarkaða þætti, svo sem slátrun.

Um tímabundnar breytingar er að ræða og er gert ráð fyrir að þær falli úr gildi 1. janúar 2026.

Skylt efni: kjötvinnsla | Slátrun

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...