Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, sem felur í sér möguleika kjötafurðastöðva til aukinnar samvinnu. Í frumvarpinu er kveðið á um breytingar sem eiga að stuðla að endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu.

Í breytingunum felst heimild afurðastöðva í sláturiðnaði að stofna og starfrækja félag um flutning sláturgripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu afurða, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, í því skyni að ná fram nauðsynlegri hagræðingu.

Frumvarpið kemur í kjölfar tillagna spretthóps í júní, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu.

Stofna saman og starfrækja félag

Í fyrstu grein frumvarpsins segir að þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga um bann við ólögmætu samráði, verði afurðastöðvum í sláturiðnaði nú heimilt að stofna og starfrækja félag um flutning sláturgripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu afurða, í því skyni að ná fram nauðsynlegri hagræðingu.

Þær afurðastöðvar sem nýta sér þessa heimild skulu uppfylla nokkur skilyrði. Þær þurfa að safna afurðum frá framleiðendum um land allt og greiða þeim sama verð óháð búsetu, selja öðrum vinnsluaðilum afurðir til frekari vinnslu á sama verði og vinnsluaðilum sem lúta þeirra stjórn. Þá er kveðið á um að ekki megi setja skorður við því að framleiðendur færi viðskipti sín til annars aðila og að framleiðendum skal tryggður réttur til að eiga einungis viðskipti við félagið um afmarkaða þætti, svo sem slátrun.

Um tímabundnar breytingar er að ræða og er gert ráð fyrir að þær falli úr gildi 1. janúar 2026.

Skylt efni: kjötvinnsla | Slátrun

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...