Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, sem felur í sér möguleika kjötafurðastöðva til aukinnar samvinnu. Í frumvarpinu er kveðið á um breytingar sem eiga að stuðla að endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu.

Í breytingunum felst heimild afurðastöðva í sláturiðnaði að stofna og starfrækja félag um flutning sláturgripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu afurða, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, í því skyni að ná fram nauðsynlegri hagræðingu.

Frumvarpið kemur í kjölfar tillagna spretthóps í júní, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu.

Stofna saman og starfrækja félag

Í fyrstu grein frumvarpsins segir að þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga um bann við ólögmætu samráði, verði afurðastöðvum í sláturiðnaði nú heimilt að stofna og starfrækja félag um flutning sláturgripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu afurða, í því skyni að ná fram nauðsynlegri hagræðingu.

Þær afurðastöðvar sem nýta sér þessa heimild skulu uppfylla nokkur skilyrði. Þær þurfa að safna afurðum frá framleiðendum um land allt og greiða þeim sama verð óháð búsetu, selja öðrum vinnsluaðilum afurðir til frekari vinnslu á sama verði og vinnsluaðilum sem lúta þeirra stjórn. Þá er kveðið á um að ekki megi setja skorður við því að framleiðendur færi viðskipti sín til annars aðila og að framleiðendum skal tryggður réttur til að eiga einungis viðskipti við félagið um afmarkaða þætti, svo sem slátrun.

Um tímabundnar breytingar er að ræða og er gert ráð fyrir að þær falli úr gildi 1. janúar 2026.

Skylt efni: kjötvinnsla | Slátrun

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...