Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Elsa Albertsdóttir
Elsa Albertsdóttir
Fréttir 21. september 2020

Elsa Albertsdóttir ráðin ræktunarleiðtogi íslenska hestsins

Höfundur: Ritstjórn

Elsa Albertsdóttir hefur verið ráðin til að taka við starfi Þorvaldar Kristjánssonars sem ræktunarleiðtogi íslenska hestsins.

Elsa hefur verið í starfi hjá RML frá síðustu áramótum þegar tölvudeild Bændasamtakanna kom yfir til RML og hefur séð um keyrslur á kynbótaútreikningum og þróun þess ásamt því að vera kynbótadómari en hún hefur verið alþjóðlegur dómari í 13 ár. Elsa er doktor í erfða og kynbótafræði og hefur víðtæka reynslu af hestamennsku svo sem við þjálfun, kennslu, sem kynbóta, gæðinga og íþróttadómari ásamt því að vinna beint við utanumhald á ræktunarstarfinu. 

Menntun Elsu og áralöng reynsla af störfum tengdri ræktun íslenska hestsins mun því nýtast vel í þessu starfi sem byggir á því að halda utan um ræktunarstarfið og ekki síst ráðgjöf og fræðslu til hestamanna og ræktenda.

Guðjón ráðinn til Ísey
Fréttir 19. september 2024

Guðjón ráðinn til Ísey

Guðjón Auðunsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf.

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...