Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Elsa Albertsdóttir
Elsa Albertsdóttir
Fréttir 21. september 2020

Elsa Albertsdóttir ráðin ræktunarleiðtogi íslenska hestsins

Höfundur: Ritstjórn

Elsa Albertsdóttir hefur verið ráðin til að taka við starfi Þorvaldar Kristjánssonars sem ræktunarleiðtogi íslenska hestsins.

Elsa hefur verið í starfi hjá RML frá síðustu áramótum þegar tölvudeild Bændasamtakanna kom yfir til RML og hefur séð um keyrslur á kynbótaútreikningum og þróun þess ásamt því að vera kynbótadómari en hún hefur verið alþjóðlegur dómari í 13 ár. Elsa er doktor í erfða og kynbótafræði og hefur víðtæka reynslu af hestamennsku svo sem við þjálfun, kennslu, sem kynbóta, gæðinga og íþróttadómari ásamt því að vinna beint við utanumhald á ræktunarstarfinu. 

Menntun Elsu og áralöng reynsla af störfum tengdri ræktun íslenska hestsins mun því nýtast vel í þessu starfi sem byggir á því að halda utan um ræktunarstarfið og ekki síst ráðgjöf og fræðslu til hestamanna og ræktenda.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...