Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Elsa Albertsdóttir
Elsa Albertsdóttir
Fréttir 21. september 2020

Elsa Albertsdóttir ráðin ræktunarleiðtogi íslenska hestsins

Höfundur: Ritstjórn

Elsa Albertsdóttir hefur verið ráðin til að taka við starfi Þorvaldar Kristjánssonars sem ræktunarleiðtogi íslenska hestsins.

Elsa hefur verið í starfi hjá RML frá síðustu áramótum þegar tölvudeild Bændasamtakanna kom yfir til RML og hefur séð um keyrslur á kynbótaútreikningum og þróun þess ásamt því að vera kynbótadómari en hún hefur verið alþjóðlegur dómari í 13 ár. Elsa er doktor í erfða og kynbótafræði og hefur víðtæka reynslu af hestamennsku svo sem við þjálfun, kennslu, sem kynbóta, gæðinga og íþróttadómari ásamt því að vinna beint við utanumhald á ræktunarstarfinu. 

Menntun Elsu og áralöng reynsla af störfum tengdri ræktun íslenska hestsins mun því nýtast vel í þessu starfi sem byggir á því að halda utan um ræktunarstarfið og ekki síst ráðgjöf og fræðslu til hestamanna og ræktenda.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...