Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Sóttvarnadýralæknir segir mjög varasamt að tala um þróun í sýklalyfjaónæmi þegar jafn fáir stofnar Salmonellu og raun beri vitni standi bak við niðurstöðutölur.
Sóttvarnadýralæknir segir mjög varasamt að tala um þróun í sýklalyfjaónæmi þegar jafn fáir stofnar Salmonellu og raun beri vitni standi bak við niðurstöðutölur.
Fréttir 28. október 2025

Ekki talinn vöxtur í sýklalyfjaónæmi kjúklinga

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir súna og lyfjaónæmis hjá Matvælastofnun, segir villandi að halda því fram að sýnataka í kjúklingum í fyrra, í samræmi við reglugerð um vöktun á sýklalyfjaónæmi í dýrum og matvælum, hafi sýnt vaxandi ónæmi.

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrr í október að framkvæmd sýnataka í kjúklingum í samræmi við reglugerð um vöktun á sýklalyfjaónæmi í dýrum og matvælum sýndi vaxandi ónæmi. Kom þetta fram í fregn Embættis landlæknis um sameiginlega ársskýrslu embættisins og Matvælastofnunar um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería hjá mönnum og dýrum fyrir árið 2024, sem kom út fyrir skömmu.

Vigdís segir að í skýrslunni hafi komið fram að fleiri salmonellustofnar úr kjúklingum reyndust ónæmir miðað við fyrri ár.

„Mjög varasamt er að tala um þróun (s.s. vaxandi sýklalyfjaónæmi) þegar svona fáir stofnar standa á bak við tölurnar. Ýmsar skýringar geta verið á því að það er aukið ónæmi, m.a. salmonellutýpan. Þessar niðurstöður þýða ekki að það sé aukning á ónæminu í heild sinni eða einhvers konar þróun,“ útskýrir hún.

„Það væri hins vegar réttara að skoða ónæmi E. coli bendibaktería ef maður vill skoða þróun, eins ESBL/AmpC/karbapenemasamyndandi E. coli. Þar liggja mun fleiri sýni bak við tölurnar og sýni tekin í slembiúrtaki. Sé það skoðað þá virðist þróunin vera öfugt við fullyrðinguna „vaxandi sýklalyfjaónæmi“ (sbr. töflu 21 á bls. 126 í skýrslunni). Eins er ónæmi í kjúklingarækt lægra en til dæmis í svína- eða sauðfjárrækt,“ segir Vigdís enn fremur.

Ársskýrslan var unnin í samstarfi við Landspítala, Lyfjastofnun, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og Umhverfisstofnun.

Í grein Bændablaðsins voru m.a. helstu niðurstöður sýnatöku úr kjúklingum í fyrra raktar og þar stuðst við ársskýrsluna.

Skylt efni: sýklalyfjaónæmi

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...