Dalvar frá Efsta-Seli hlaut 9,01 fyrir sköpulag en aðeins fjögur hross hafa hlotið yfir níu í einkunn.
Dalvar frá Efsta-Seli hlaut 9,01 fyrir sköpulag en aðeins fjögur hross hafa hlotið yfir níu í einkunn.
Mynd / Aðsend
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sína í kynbótadómi undanfarna daga, en þremur vorsýningum af níu er nú lokið. Rúmlega 170 hross hafa þar hlotið fullnaðardóm.

Tvær sýningar fóru fram á Rangárbökkum í lok maí og byrjun júní. Á fyrstu sýningu ársins vöktu nokkur hross verðskuldaða athygli. Hæstu aðaleinkunn sýningarinnar, 8,83, hlaut hryssan Hetja frá Ragnheiðarstöðum. Mun það vera hæsta einkunn sem sex vetra hryssa hefur hlotið í sögunni. Þar af hlaut Hetja 8,90 fyrir sköpulag og 8,79 fyrir hæfileika. Hetja er yngsta, og jafnframt hæst dæmda, afkvæmi heiðursverðlaunahryssunnar Hendingar frá Úlfsstöðum, en undan henni eru m.a. Húni sem var hæst dæmda klárhross ársins 2024, og stóðhestarnir Herjólfur og Herkúles. Ræktandi Hetju er Helgi Jón Harðarson, sem á hana nú með Birgi Má Ragnarssyni.

Hetja frá Ragnheiðarstöðum hlaut hæstu einkunn sem sex vetra hryssa hefur hlotið í sögunni. Mynd / Aðsend

Tíu fyrir brokk

Önnur varð Alda frá Sumarliðabæ 2 sem hlaut 8,71 í aðaleinkunn og þar af 9,00 fyrir hæfileika. Alda er undan Álfarni frá SyðriGegnishólum og Bylgju frá Einhamri 2. Fyrrnefndur Birgir Már er ræktandi og eigandi Öldu ásamt Silju Hrund Júlíusdóttur. Þorgeir Ólafsson sýndi bæði Hetju og Öldu.

Miðill frá Hrafnagili hlaut þriðja hæsta dóm sýningarinnar, 8,68. Þar af hlaut hann einkunnina 10 fyrir brokk, en hann er ellefti hestur í sögunni til að hljóta fullt hús stiga fyrir gangtegundina. Miðill er 5 vetra undan Auði frá Lundum II og Gígju frá Búlandi. Ræktandi hans er Jón Elvar Hjörleifsson en Anja Egger-Meier er nú eigandi Miðils.

Miðill frá Hrafnagili á fljúgandi brokki. Knapi er Árni Björn Pálsson. Mynd / Carola Krokowski

Hæst dæmda 5 vetra hross í heimi

Á annarri sýningu á Rangárbökkum sem fór fram vikuna 2.-6. júní stóð efstur 5 vetra stóðhestur, Dalvar frá Efsta-Seli. Hlaut hann 8,99 í aðaleinkunn þar af 9,01 fyrir sköpulag og 8,98 fyrir hæfileika. Mun þetta vera hæsta einkunn sem fimm vetra hross hefur hlotið í kynbótadómi. Dalvar er fjórða íslenska hrossið sem hlýtur yfir níu fyrir sköpulag. Dalvar er undan Adrían frá Garðshorni á Þelamörk og Lóu frá Efsta-Seli. Ræktendur Dalvars eru Hilmar Sæmundsson og Daníel Jónsson en sá síðarnefndi sýndi Dalvar. Hann á jafnframt gæðinginn ásamt Ásbirni Helga Árnasyni.

Næsthæstu einkunn sýningarinnar hlaut Rúrik frá Halakoti, 8,63. Hann hlaut 8,36 fyrir sköpulag og 8,77 fyrir hæfileika. Rúrik er undan Thór-Steini frá Kjartansstöðum en móðir hans er Álfarún frá Halakoti. Ræktandi og eigandi Rúriks er Svanhvít Kristjánsdóttir.

Einnig vakti athygli stóðhesturinn Andvari frá Kerhóli sem hlaut tíu fyrir skeið. Andvari er sex vetra undan Braga frá Skriðu og Ösp frá Ytri-Bægisá I. Hann hlaut 8,44 í aðaleinkunn. Ræktendur Andvara eru Ingibjörg Eiríksdóttir og Þór Jónsteinsson en Þór er skráður eigandi hans Andvara.

Veðrið til trafala

Slæmt veður hafði áhrif á kynbótasýningu sem fram fór á Hólum í Hjaltadal sömu viku en mun færri hross en skráð voru mættu til dóms og óskuðu margir eftir að fá að færa sýningar sínar. Aðeins 28 hross af 120 skráðum hlutu fullnaðardóm. Efst stóð Eik frá Meðalfelli með 8,57 í aðaleinkunn. Hún hlaut 8,22 fyrir sköpulag og 8,76 fyrir hæfileika. Eik er undan Sprota frá InnriSkeljabrekku og Nípu frá Meðalfelli. Ræktendur og eigendur Eikar eru Sigurbjörg Ólafsdóttir og Sigurþór Gíslason.

Núna í vikunni fara fram þrjár sýningar, ein á Rangárbökkum hjá Hellu, önnur á Miðfossum í Borgarfirði og sú þriðja á félagssvæði hestamannafélagsins Spretts í Kópavogi. Yfir 200 hross eru skráð í sýningarnar.

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu
Fréttir 14. júlí 2025

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu

Landsáætlun stjórnvalda og bænda um útrýmingu á sauðfjárriðu var nýlega endurútg...