Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fréttir 14. nóvember 2024

Einkageirinn brýndur til einbeittari verka

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á COP29 á m.a. að hvetja einkageirann til meiri samvinnu við hið opinbera og loftslagsfjármálin verða tekin til kostanna.

Aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, COP29, fer fram 11. til 22. nóvember í Bakú í Aserbaísjan. Helstu umfjöllunaratriði þingsins nú, hins 29. í röðinni, eru að brúa bilið í loftslagsfjármálum fyrir sprota- og þróunarmarkaði, lausnir í hreinni orku og samgöngum, að efla hringlaga hagkerfishætti, þróa umbreytingarleiðir í hreint núllhagkerfi og sjálfbær landnýting og skógvernd.

Flýta verður framförum

Heimsloftslagsráðstefnan 2024 fer svo fram 17. nóvember. Lykiláherslan verður á loftslagsfjármál og framkvæmd þess að halda 1,5 gráða markmiðinu innan seilingar. Talið er að knýja þurfi hratt fram auknar fjárhagslegar skuldbindingar, frá bæði opinbera- og einkageiranum, til að flýta fyrir framförum. Þá er stefnt að sameiginlegri ákvörðun forystufólks aðildarríkjanna á ráðstefnunni um að auka orkugeymslugetu á heimsvísu í 1.500 GW fyrir árið 2030.

Ráðstefnan í Bakú miðar að því að efla verulega áhrif samvinnu hins opinbera og einkageirans til að ná fram þeirri stefnu, nýjungum og fjárfestingum sem krafist er í raunhagkerfinu til að ná 2030-umbreytingarmarkmiðum og nettó-núll og náttúrujákvæðum heimi fyrir 2050. Búist er við um 50 þúsund þátttakendum.

COP16 lokið

COP16, aðildarríkjaþing rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, fór svo fram í Kólumbíu, 21. október til 1. nóvember undir yfirskriftinni Friður við náttúruna. Hún þótti skila takmörkuðum árangri og tókst aðildarríkjum t.d. ekki að koma sér saman um hvernig herða mætti á fjármögnun til tegundaverndar.
Ísland hefur skuldbundið sig til að vernda 30% land- og hafvistkerfa fyrir árið 2030.

Skylt efni: COP29

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...