Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Fréttir 11. september 2018

Einboðið að auka verði frelsi sauðfjárbænda og annarra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust 20. ágúst síðastliðinn. Viðræðurnar fara fram á grunni tillagna sem samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur skilað en ráðherra beindi þeim tilmælum til hópsins í mars 2018 að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt.

Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir að undanfarið hafi hann hitt um sex hundruð manns á níu bændafundum um stöðu sauðfjárræktarinnar.

„Fundirnir hafa verið mjög upplýsandi fyrir mig og tvímælalaust gagnlegir og gott fyrir mig að kynnast viðhorfum fólks sem hefur lifibrauð sitt af sauðfjárrækt.“

Búa þarf bændum frelsi

Kristján segist telja einboðið að búa verði sauðfjár- og öðrum bændum meira frelsi til að vinna úr sínum málum á grunni þeirra réttinda sem þeir hafa. „Mínar áherslur liggja í þá veru og með að markmiði að efna til samnings við bændur þar sem þeim er tryggð öruggari framtíð en þeir búa við í dag.

Staða sauðfjársamninganna er þannig að fulltrúar stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands eru að vinna úr þeim hugmyndum sem komu frá samráðshópnum um endurskoðun búvörusamninganna og út frá þeim skoðunum og viðhorfum sem uppi eru í greininni.

Ég vísaði tillögum sem komu inn á mitt borð frá samráðshópnum til samninganefndarinnar að höfðu samráði við Bændasamtök Íslands og það er sá grunnur viðræðnanna sem ég tel að við eigum að byggja á.“

Vinna sem tekur tíma

Kristján segir að auðvitað sýnist sitt hverjum um gang samningaviðræðnanna. „Við erum með búvörusamninga sem gilda í tíu ár og fyrri endurskoðun þeirra á að hefjast á næsta ári. Ég óskaði eftir því við samráðshópinn að hann einbeitti sér núna að sauðfjárræktinni vegna þess hvernig árar í greininni. Auk hugmynda frá samráðshópnum hafa komið tillögur frá Landssamtökum sauðfjárbænda og mínum fulltrúum í samningaviðræðunum. Samninganefndin er því að skoða ýmis úræði sem þarf að útfæra.

Flestar tillögurnar sem eru til umræðu, hvort sem þær koma frá bændum eða ríkinu, kalla á lagabreytingar sem þarf að útfæra, sníða í frumvarp og leggja fyrir þingið og fá afgreitt og það tekur að sjálfsögðu sinn tíma eftir að samkomulag hefur tekist milli samningsaðila. En það eru allir sammála því að flýta þessari vinnu eins og kostur er.“

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...