Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Fréttir 11. september 2018

Einboðið að auka verði frelsi sauðfjárbænda og annarra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust 20. ágúst síðastliðinn. Viðræðurnar fara fram á grunni tillagna sem samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur skilað en ráðherra beindi þeim tilmælum til hópsins í mars 2018 að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt.

Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir að undanfarið hafi hann hitt um sex hundruð manns á níu bændafundum um stöðu sauðfjárræktarinnar.

„Fundirnir hafa verið mjög upplýsandi fyrir mig og tvímælalaust gagnlegir og gott fyrir mig að kynnast viðhorfum fólks sem hefur lifibrauð sitt af sauðfjárrækt.“

Búa þarf bændum frelsi

Kristján segist telja einboðið að búa verði sauðfjár- og öðrum bændum meira frelsi til að vinna úr sínum málum á grunni þeirra réttinda sem þeir hafa. „Mínar áherslur liggja í þá veru og með að markmiði að efna til samnings við bændur þar sem þeim er tryggð öruggari framtíð en þeir búa við í dag.

Staða sauðfjársamninganna er þannig að fulltrúar stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands eru að vinna úr þeim hugmyndum sem komu frá samráðshópnum um endurskoðun búvörusamninganna og út frá þeim skoðunum og viðhorfum sem uppi eru í greininni.

Ég vísaði tillögum sem komu inn á mitt borð frá samráðshópnum til samninganefndarinnar að höfðu samráði við Bændasamtök Íslands og það er sá grunnur viðræðnanna sem ég tel að við eigum að byggja á.“

Vinna sem tekur tíma

Kristján segir að auðvitað sýnist sitt hverjum um gang samningaviðræðnanna. „Við erum með búvörusamninga sem gilda í tíu ár og fyrri endurskoðun þeirra á að hefjast á næsta ári. Ég óskaði eftir því við samráðshópinn að hann einbeitti sér núna að sauðfjárræktinni vegna þess hvernig árar í greininni. Auk hugmynda frá samráðshópnum hafa komið tillögur frá Landssamtökum sauðfjárbænda og mínum fulltrúum í samningaviðræðunum. Samninganefndin er því að skoða ýmis úræði sem þarf að útfæra.

Flestar tillögurnar sem eru til umræðu, hvort sem þær koma frá bændum eða ríkinu, kalla á lagabreytingar sem þarf að útfæra, sníða í frumvarp og leggja fyrir þingið og fá afgreitt og það tekur að sjálfsögðu sinn tíma eftir að samkomulag hefur tekist milli samningsaðila. En það eru allir sammála því að flýta þessari vinnu eins og kostur er.“

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.