Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eilíf litadýrð á Espiflöt
Mynd / smh
Líf&Starf 16. júní 2016

Eilíf litadýrð á Espiflöt

Höfundur: smh
Á Garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti var starfsfólk í óðaönn við að setja saman litskrúðuga blómavendi er tíðindamaður Bændablaðsins átti leið um sveitir Suðurlands fyrir síðustu helgi. Þegar stórir viðburðir eru í nánd er handagangur í öskjunni á Espiflöt og að þessu sinni var undirbúið fyrir sjómannadagshelgina og eins er 17. júní á næsta leiti.
 
Hjónin Sveinn A. Sæland og Áslaug Sveinbjarnardóttir hafa átt og rekið stöðina frá 1998, en þau eru bæði garðyrkjufræðingar frá Garðyrkjuskóla Íslands. Sveinn, sem er fyrrverandi formaður Sambands garðyrkjubænda, eftirlét Axel, syni sínum, umsjónina með stöðinni árið 2014. Þau hjónin eru þó enn starfsmenn í stöðinni og áfram er hún rekin af þeim þremur. 
 
Lilja Björk Sæland, dóttir Axels, er blómarósin á Espiflöt. 
 
Espiflöt sérhæfir sig algjörlega í afskornum blómum allan ársins hring og telst hún vera sú stærsta sinnar tegundar með um 20 prósenta markaðshlutdeild. Framleiðslan er mjög fjölbreytt og þar má finna tegundir eins og geislafífla, liljur, silkivendi, rósir, sólliljur og chrysur í öllum mögulegum litum og stærðum, en að sögn Axels er blái liturinn þó frekar sjaldgæfur í afskornum blómum. „Við erum samt með örfáar tegundir sem eru með blá blóm, vegna þess að það er alltaf talsverð eftirspurn eftir þeim í vendi, ekki síst fyrir stráka og herra – til dæmis við útskriftir. En hann er líka eftirsóttur við athafnir þegar vísað er í íslenska fánann, eins í jarðarfarir og opinberar athafnir til dæmis.“ 
 
Fylgjum tíðarandanum
 
„Tískan getur verið mjög mismunandi. Stundum eru það litirnir sem ráða en önnur ár eru það ákveðin blóm og þá skipta litirnir minna máli. Við reynum að sjálfsögðu að fylgja tíðarandanum og árstímunum. Vor og sumar eru bjartir litir í bleiku, gulu og appelsínugulu. Á haustin eru fölari litir sem líkja eftir náttúrunni í rauðu, appelsínugulu og bleiku. Veturinn er oft erfiðari að lesa í.
 
Allar pantanir sem við fáum inn á okkar borð fara í gegnum Grænan Markað sem er okkar heildsala. Sumir vendir eru pantaðir með nákvæmri forskrift um hvernig þeir eigi að vera, en með aðra getur starfsfólkið leikið sér með. Bestu og verðmætustu blómin fara í sérverslanir,“ segir Axel.

8 myndir:

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...