Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eignarhald á landi og umfang gróður-  og jarðvegseyðingar á miðöldum
Fréttir 24. ágúst 2015

Eignarhald á landi og umfang gróður- og jarðvegseyðingar á miðöldum

Höfundur: Vilmundur Hansen
Kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000 og kaþólsk trú var við líði fram að siðaskiptum árið 1550. Tals­verðar breytingar urðu á eign­ar­haldi á landi í kjölfar kristnitökunnar með þeim hætti að jarðir færðust frá bændum í hendur klaustra og biskupsstóla. 
 
Egill Erlendsson.
Egill Erlendsson landfræðingur og lektor við Háskóla Íslands hélt í sumar erindi sem hann kallaði „Var þeim sama um moldina“ og fjallaði um breytingar á eignarhaldi  á landi og umfang gróður- og jarðvegs­eyðingar á miðöldum.
 
Í erindinu velti Egill fyrir sér hvort yfirfærsla á eignarhaldi á landi frá bændum til klaustra hafi verið ein af ástæðunum fyrir aukinni gróður- og jarðvegseyðingu sem hófst skömmu eftir að kristni var lögtekin.
 
„Eignaskrár klaustra og biskups­stóla sýna að þær stofnanir eignast tals­vert af jörðum fljótlega eftir að kristni er tekin upp eða í kringum 1100 og fram að siðaskiptum. 
 
Með eignatilfærslunni urðu marg­ir sjálfseignarbændur að leigu­lið­um. Spurningin er sú hvort eignar­halds­breyting af þessu tagi hafi haft áhrif á viðhorf bændanna til landsins og þeir hafi einfaldlega hætt að hugsa eins vel um það. Í stað þess að vera metnaðarfullir sjálfseignabændur hverra börn erfðu landið voru þeir leiguliðar klaustranna og ekkert endi­lega að leggja á sig mikla vinnu til jarðar­bóta. Margir hafa því eflaust reynt að komast sem einfaldast í gegn­um lífíð og vinna sem minnst þar sem aukin vinna var ólíkleg til að bæta hag þeirra.“
 
Aukin sauðfjárbúskapur
 
„Sauðfjárrækt með vetrarbeit er mun auðveldari búskapur en að vera með nautgripi enda minna fyrir sauðfénu haft.“ 
 
Fornleifarannsóknir sýna að frá árinu 1000 til 1300 eykst hlutfall sauðfjárbeina í öskuhaugum við bæi en nautgripabeinum fækkar og sýnir svo ekki verður um villst að hlutur sauðfjár eykst á móti nautgripum. 
Án þess að fullyrða að það séu bein tengsl milli breytinga á eignar­haldi jarða og aukins sauðfjárhalds er áhuga­vert að velta tengslunum fyrir sér,“ segir Egill.
 
Þegar Egill er spurður hvort breyt­ingin geti ekki stafað af kóln­andi veðurfari eftir landnám segir hann það geti að sjálfsögðu haft sitt að segja. „Flest bendir til að kólnun­in hafi byrjað í kringum 1250 og því nokkru síðar en aukningin í sauð­fjár­haldi hófst.“
 
Hnignun skóga og jarðvegseyðing
 
„Rannsóknir á gróðurbreytingum og gróðureyðingu sýna að fyrsta stórfellda breytingin verður við land­nám. Það er í sjálfu sér skiljanlegt í kjölfar þess að landnámsmenn eru að koma sér fyrir og hefja búskap, skapa sér búsetuskilyrði og hefja land­búnað.
 
Hnignunin virðist síðan ná nokkru jafnvægi en á árabilinu milli 1150 og 1200 virðist hún aukast á nýjan leik. Upp frá þessum tíma verður hörfun skóganna hraðari og í kjölfarið herðist á jarðvegs­rofinu þegar svörðurinn situr óvarinn eftir. Sem dæmi má nefna að frá u.þ.b. 1200 til 1500 hverfa skógar og kjarr úr Mosfellsdal og svipað má lesa úr gögnum frá Mývatnssveit og Borgarfirði. 
 
Þannig að breyting á eignarhaldi jarða og fjölgun sauðfjár getur alla­vega verið einn hluti skýringarinnar fyrir aukinni jarðvegseyðingu á miðöldum.“
 
Leiga borguð í osti
 
„Annað sem tengir aukningu í sauð­fjárhaldi við klaustrin er að íslensk klaust­ur borguðu gjald til biskupsins í Niðarósi í osti og hann gjald til Róm­ar. Leiguliðar klaustr­anna borg­uðu því að hluta til leiguna í osti og það getur hafa ýtt undir aukna sauðfjárrækt í landinu til að framleið ost. Sauðfé var kannski tryggari bústofn til að standa undir gjaldheimtunni.
 
Ég hef reyndar ekki skoðað þessa hlið málsins nógu vel til að vita hversu mikið af leigunni var greitt í osti en mér skilst að það hafi verið talsvert og það er áhugaverður vinkill.“
 
Klaustrin sett upp í pólitískum tilgangi
 
Egill segir að þrátt fyrir að klaustrin á Íslandi hafi oft verið talin lítil og ómerkileg hafi þau verið stofnsett í pólitískum tilgangi. Eignasöfnun klaustranna og biskupsstólanna sýnir að tilvera þeirra skipti máli og rökrétt að álykta að þau hafi haft töluverð áhrif á samfélagslega þróun á fyrstu öldum byggðar í landinu. 
„Klaustur víða í Evrópu voru miðstöðvar umbóta, meðal annars í landbúnaði, og spurning hvort yfir­menn kaþólsku kirkjunnar hafi talið að Ísland hentaði betur til sauð­fjárræktar en nautgriparæktar og beitt áhrifum til að auka hana hér með smjörgjaldinu.“
 
Að lokum segir Egill að allar þessar vangaveltur séu enn á hug­mynda­stigi og ekkert fast í hendi með þær. „Þetta er tilgáta og eins og með allar tilgátur verður að byggja þær upp og prófa áður en hægt er að segja til um niðurstöður með frekari vissu.“ 

6 myndir:

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...