Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ég C!
Á faglegum nótum 13. febrúar 2019

Ég C!

Höfundur: Pétur Halldórsson ráðunautur í hrossarækt, petur@rml.is
Seinnipart vetrar 2018 greindi þekkingarfyrirtækið Matís 125 fyrirliggjandi sýni m.t.t. skeiðgens (AA-CA-CC). Fjöldi hrossaræktenda hafði sýnt málinu áhuga og vildi forvitnast um erfðaeiginleika valinna ræktunargripa auk þess sem hægt var að þoka greiningarkostnaði niður með auknum fjölda sýna. Úr þessum forvalda hópi komu eftirfarandi niðurstöður (Greining´18); rétt tæpur helmingur hrossanna reyndust vera CA-hross:
 
 Að líkindum var niðurstaðan í flestum tilfellum staðfesting á grun og tilfinningu eigenda en í öðrum tilfellum kom niðurstaðan á óvart. WorldFengur birtir sérstök og lýsandi tákn fyrir staðfesta skeiðgensarfgerð, spá um skeiðgensarfgerð eða óráðna óvissu. Ef arfgerðin hefur verið greind eru táknin (AA-CA-CC) á bláum grunni. Ef um er að ræða spá WFengs er bakgrunnurinn hvítur. Þriðji hópurinn telur hross þar sem ekki er unnt að spá fyrir um arfgerð en þar birtir WFengur einfaldlega spurningarmerki (?) á gráum grunni. Óráðin hross (?) eru fjölmörg í afkvæmalistum staðfestra CA-foreldra.
 
Til að leita uppi t.d. dæmda, lifandi og staðfesta CA-stóðhesta, á Íslandi, í WFeng, er raðað inn leitarforsendum í Ítarlegri leit. Í flettiglugga landa valið: Ísland. Í flettiglugganum arfgerð er valið: DMRT3 arfgerðargreining. Þá valið CA. Í kynjavalglugga: stóðhestur. Í flettiglugga afdrifa: lifandi.  Í flettiglugga valmöguleika: dómur. Þann 27. des. 2018 gefur þessi afmörkun leitar alls 29 stóðhesta sem svara kröfunni. Ef kyninu er breytt (hryssa) kemur Fengur með lista yfir 62 sýndar og staðfestar CA-hryssur, skráðar á lífi – á Íslandi.
 
Annar leitarmöguleiki væri að skoða Dómaleit WFengs. Þar mætti t.d. skilyrða leitina svo: Kyn=Hestur, Afdrif=Lifandi, Land staðsett=Ísland, Sýningarár=2018, Sýningarland=Ísland,  DMRT3-arfgerðargreining, Arfgerð=CA. Þessum forsendum svarar WFengur með 5 greindum CA-stóðhestum, sýndum á Íslandi árið 2018. Ef forsendum er breytt þannig að beðið er um sýnda hesta á Íslandi 2018 með DMRT3-arfgerðarspá (CA) er svarið 20 hestar; á aldrinum 4-8 vetra.
 
C á LM
 
Á landsmóti í Víðidal 2018 komu alls 160 hross til reiðdóms. Af 160 voru 38 sýnd með einkunnina 5,0 fyrir skeið eða 23,8%, alls 42 hross sýnd með 6,5 eða minna f. skeið eða 26,3% heildar. Ef lesið er milli línanna í hraðsoðinni tölfræði LM-hrossa (sjá töflu) má m.a. greina eftirfarandi þætti:
 
 
Tafla I / LM2018 í Víðidal
  • Skeiðlaus hross eiga ágæta möguleika á því að komast á landsmót í yngstu flokkum kynbótahrossa en möguleikarnir sýnast mjög þverrandi í elstu flokkum.
  • Sama á við um meint eða staðfest CA-hross. Möguleikar þeirra til að komast á LM virðast helst liggja í yngstu flokkum kynbótahrossa. Aðeins 3 af 160 LM-hrossum eru með skeiðgensgreiningu; staðfestingu á DMRT3-arfgerð sinni (1,9%).
  • Af 160 hrossum eru 13 (8,1%) með CA-spá/staðfestingu eða óvissu (?) í WFeng. Sem fyrr segir 38 LM-hross með einkunnina 5,0 fyrir skeið. Af þessu mætti áætla að +/- 25 LM-hross (15,6% heildar) séu í grunninn AA-arfgerðar en skeiðgeta engu að síður takmörkuð eða um val knapa og eigenda að ræða, að hreyfa ekki við skeiði.
  • Af sömu tölum má draga þá ályktun að liðlegur meirihluti þeirra hrossa sem sýnd eru skeiðlaus á LM2018 séu AA-hross.
  • Til viðbótar má geta þess um afkvæmahesta á LM2018 að allir, 14 að tölu, eru staðfestir eða ætlaðir AA-hestar (aðeins 5 með skeiðgensgreiningu).
Nú er fróðlegt, til að setja hluti í stærra samhengi, að skoða sömu gögn fyrir aðra kynbótasýningu á árinu 2018. Fyrir valinu verður stærsta einstaka sýning ársins, Vorsýning á Gaddstaðaflötum, seinni vika 11.-15. júní. Þar voru alls hæfileikadæmd 218 hross, að geldingum frátöldum. Eitt og annað er hér allrar athyglivert:
 
 
Tafla II / Vorsýning Gaddst.flötum – seinni vika 11.–15. júní
 
Sýnd hross með 5,0 fyrir skeið eru hér 30,7% heildar – í stað 23,8% á LM.
Fast að helmingi 5v. hesta eru með 5,0 fyrir skeið.
 
Klárhross eru meira áberandi í eldri flokkum en á LM – ef frá er talinn flokkur 6v. hesta.
Hross með CA-spá/staðfestingu eða óvissu (?) eru 17,9% heildar – í samanburði við 8,1% á LM (aðeins tvö hross í sýningunni með staðfesta skeiðgensgreiningu).
 
Tæpur helmingur þeirra hrossa sem sýnd eru skeiðlaus eru líkleg AA-hross. 
 
Nokkrar grundvallarspurningar og hugleiðingar vakna þegar rýnt er í gögnin. Meðal annars þessar: Er þegar nóg að gert til að tryggja sýnileika klárhrossa á stærsta „sviðinu“, þ.e. LM? Klárhross eru tæp 24% LM-hrossa en tæp 31% sýndra á stærstu einstöku sýningu ársins. Sýnileiki klárhrossa er afar breytilegur eftir aldursflokkum á LM. Gefur það tilefni til breytts verklags við val inn á mótið? CA-hross virðast eiga verulega dræma möguleika á að komast alla leið á LM. Er það eitt og sér ástæða til umhugsunar eða aðgerða í ljósi nauðsynjar þess að varðveita erfðafjölbreytni til framtíðar? 
 
Er ástæða til að tryggja meiri aðgengilegar upplýsingar, fyrir ræktendur/áhorfendur/dómara, um þau hross sem sýnd eru sem klárhross á LM? T.d. ef lagt er upp með 5,0 fyrir skeið, þá komi til skeiðgensgreining; AA-CA-CC? Enn fremur og róttækari hugleiðingar væru: Á að stilla AA-klárhrossum upp í sama hópi og CA-klárhrossum? Og úr því þangað er komið er þá ekki stutt í stærstu spurninguna: Getum við áfram, og með sanngjörnum hætti, borið hross saman á okkar gamla trausta grunni aðaleinkunnar með skeiði, vitandi af möguleikunum AA-CA-CC?
 
 Kyn knapa
 
Af einskærri forvitni er hér horft til kynjahlutfalls knapa á sömu sýningum, Vorsýning á Gaddstaðaflötum – seinni vika og LM2018. Hestamennska er áhugamál, atvinna og ástríða kvenna og karla. Félagar aðildarfélaga LH eru svo til í hnífjafnt karlar og konur. Útskrifaðir Hólanemar með BS í reiðmennsku og reið-kennslu á árabilinu 2013-2018 er 76,2% konur. Að því sögðu er hlutur kvenna í kynbótasýningum einkennilega rýr, hverjar sem orsakirnar kunna að vera og e.t.v. fróðlegt að gera sams konar úttekt á kynjahlutfalli í íþrótta- og gæðingakeppni.
 
 Hlutur kvenknapa í seinni viku á Gaddstaðaflötum var heilt yfir 36 af 218 sýningum, eða 16,5%. Mestu flugi ná þær í flokkum 4v. og 7v. og eldri stóðhesta (27,8%) en lakast er hlutfallið í flokki 6v. hryssa (8,3%). Stóðhestar sýning­ar­innar voru í 20,3% tilfella sýndir af konu, en hryssurnar í 14,6% tilfella. Konur sýndu 21,2% LM-hrossa, tæp 26% hryssnanna og tæp 16% stóðhesta.
 
Fleiri skeiðgensgreiningar
 
Rík ástæða væri til að greina mun fleiri ræktunarhross m.t.t. skeiðgensins, hryssur og stóðhesta. Athygli hrossaræktenda og orka ætti fyrst og síðast að beinast að þeim hrossum, klárhrossum, sem mögulega eru CA-arfgerðar; þ.e. eiga foreldri/foreldra sem mögulega eða sannarlega eru CA eða CC. Þess utan má benda á þann ávinning sem hlýst af því að vita fyrir víst um CA-arfgerð í ungviði, áður en kemur að tamningaferlinu. Uppbygging tamningar hlýtur að draga dám af þeim verkefnum sem hrossið er yfir höfuð fært um að leysa og CA/CC hross eru ekki að fara að skeiða.
 
Sjálfsagt er að endurtaka leikinn frá síðasta vori og safna saman í hóp þeim hrossum, með fyrirliggjandi DNA-sýni (strok- eða blóðsýni), lifandi eða dauðum, sem eigendur kjósa að vita meira um. Með auknum fjölda sýna til skeiðgensgreiningar Matís nást alla jafna hagstæðari kjör fyrir þjónustuna. Áhugasömum er bent á að setja sig í samband við undirritaðan fyrir 15. febrúar 2019.
 
Nánar um skeiðgensgreiningar og DNA-sýnatökur m.a. hér: 

7 myndir:

Skylt efni: Hrossarækt | skeiðgenið

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...