Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dettifoss.
Dettifoss.
Mynd / HKr.
Fréttir 23. apríl 2018

Efst á blaði að ljúka Dettifossvegi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Dettifossvegur fékk mest fylgi á fundi sveitarstjórnarmanna norðan heiða um samgönguáætlun ríkisins sem haldinn var nýverið á Akureyri. Á fundinum lögðu sveitarfélögin fram sínar hug­myndir um framtíðar­upp­byggingu í samgöngum í kjördæmi­nu og var Dettifoss­vegur þar efstur á blaði.
 
Fram kemur í nýlegum pistli Þorsteins Gunnarssonar, sveitarstjóra í Skútustaðahreppi, að heimamenn þar hafi lagt áherslu á gerð göngu- og hjólreiðastígs umhverfis Mývatn, að lokið verði við að leggja bundið slitlag á Kísilveg, að vegur frá þjóðvegi 1 að Hverfjalli verði lagfærður og að vetrarþjónusta verði stórbætt. 
 
Leggja til tilfærslu á þjóðvegi 1
 
Þá lögðu Mývetningar áherslu á að þjóðvegur 1 verði færður af bökkum Mývatns og lagður sunnan Skútustaða og komi þaðan nálægt núverandi legu við Garð, fari þaðan beina leið austur á milli Lútents og Hvannfells og síðan austur yfir Búrfellshraun og tengist núverandi vegi við Skeiðflöt. Með þessu móti styttist leiðin milli Akureyrar og Egilsstaða og einn fjallvegur, Námaskarð, verði aflagður, þá verði ekki heldur lengur ekið með alls konar vafasaman flutning á bökkum/vatnasviði Mývatns, eins og bensín og olíur. 

Skylt efni: Dettifoss | Dettifossvegur

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...