Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fréttir 22. janúar 2019
Höfundur: smh
Í lok síðasta árs var birt grein í alþjóðlega vísindaritinu Agriculture, Ecosystems & Environment þar sem fram kemur að áhrif aukinnar landnýtingar á fjölda mófugla geti bæði verið jákvæð og neikvæð, slíkt fari eftir aðliggjandi búsvæðum.
Höfundur greinarinnar er Lilja Jóhannesdóttir, starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands, ásamt starfsfélögum sínum á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi.
Greinin á rætur í doktorsverkefni Lilju sem hún lauk árið 2017 og var hluti af stærri rannsókn á vegum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi sem ber heitið Tengsl landnotkunar og verndar farfugla á láglendi Íslands.
Bændur ætla að auka flatarmál ræktað lands
Lilja segir að í fyrri rannsóknum hennar hafi hún kannað viðhorf bænda á Íslandi til samspils landnýtingar og fuglaverndar, þar sem fram hafi komið að meirihluti íslenskra bænda ætli að auka flatarmál ræktað lands í sínum búrekstri á næstu árum. „Breytt landnýting hefur óhjákvæmilega áhrif á þær fuglategundir sem nýta landið og við sem stöndum að rannsókninni vildum skoða hver þau áhrif yrðu. Í dag er um helmingur alls ræktaðs lands á Íslandi á framræstu votlendi og ekki ólíklegt að áætla að fyrirhuguð aukning muni leiða til taps á votlendi. Votlendi er gríðar mikilvægt fyrir mófugla og því var ákveðið að skoða hver áhrifin af breyttu framboði þessara tveggja búsvæða, ræktað lands og votlendis, yrðu á fjölda algengustu fuglategunda sem finnast í mósaík úthaga og landbúnaðarlands. Sex algengustu vaðfuglategundirnar í úthaga á Íslandi voru skoðaðar í þessari rannsókn; hrossagaukur, jaðrakan, lóuþræll, stelkur, spói og lóa. Allar þessar tegundir hafa hnignandi stofna á heimsvísu og berum við samkvæmt alþjóðasamningum ábyrgð á að þeim fækki ekki.“
Ræktað land getur komið mófuglum til góða
Að sögn Lilju benda niðurstöður greinarinnar til að áhrif af aukinni ræktun séu mismunandi eftir landslagi og frjósemi búsvæða. „Þar sem úthaginn er frjósamur kjósa fuglarnir heldur að nýta náttúruleg búsvæði fremur en ræktað land en þar sem úthaginn er rýrari virðist sem að í ræktuðu landi skapist aðstæður sem nýtast fuglunum. Einnig kom í ljós, sem ekki er óvænt, að betra er fyrir mófugla að hafa meira votlendi í umhverfinu, jafnvel þar sem þeir kjósa að verpa í þurrlendi,“ segir Lilja Jóhannesdóttir.
Fréttir 5. desember 2025
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...
Fréttir 4. desember 2025
Góður árangur náðst
Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...
Fréttir 4. desember 2025
Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...
Fréttir 4. desember 2025
Heilbrigð mold í frískum borgum
Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...
Fréttir 4. desember 2025
Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...
Fréttir 4. desember 2025
Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...
Fréttir 4. desember 2025
Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...
Fréttir 4. desember 2025
Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...
4. desember 2025
Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
3. desember 2025
Þýskar heimsbókmenntir
4. desember 2025
Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
4. desember 2025
Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
3. desember 2025
