Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Haugsuga sem er ekki með neinu drifskafti.
Haugsuga sem er ekki með neinu drifskafti.
Fréttir 4. desember 2017

Ef allir taka þátt í forvörnum næst árangur

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í flestum störfum landbúnaðar leynast hættur og til að lágmarka slys og fjárhagslegt tjón þurfa allir að hjálpast að. Ýmis tæki eru notuð við landbúnaðarstörf til að auðvelda og létta þau fjölmörgu störf sem tilheyra landbúnaðarstörfum. Eitt er það tæki sem margir eiga og nota mikið, svokallaðir liðléttingar og eru fjölnota tæki sem gagnast mörgum vel bæði við innivinnu sem útivinnu. 
 
Liðléttingar eru í flestum tilfellum skráðir hjá Vinnueftirlitinu í sambærilegan flokk og gaffallyftarar og eru skoðaðir árlega af Vinnueftirlitinu.
 
Mismunandi búnaður á mörgum mismunandi tækjum
 
Liðléttingar eru mikið notaðir inni í húsum þar sem skepnur eru, en flest eru þessi tæki með dísilvélar sem gefa frá sér mismikinn mengandi útblástur sem er eflaust ekki það hollasta fyrir skepnur sem gefa af sér matarafurðir. 
 
Á öðrum vinnustöðum þar sem t.d. eru notaðir gaffallyftarar og önnur hjálpartæki í vöruhúsum eru þau almennt knúin með rafmagni og í flestum tilfellum með útsláttarrofa til að slá út öllu rafmagni þegar tækið er ekki í notkun. 
 
Eftir hraðyfirferð á flórunni af liðléttingum sá ég dísilknúna liðléttinga sem voru ljóslausir að aftan, án útsláttarrofa fyrir rafmagn og meira að segja án veltigrindar. Eitthvað sem innflytjendur og söluaðilar ættu að huga að þegar tæki eru flutt inn til sölu í gripahúsum. Einnig mætti eflaust uppfæra reglugerð frá Vinnueftirlitinu um hvernig tæki ættu að vera útbúin sem notuð eru á fóðurgöngum og inni í gripahúsum samanber útsláttarrofa fyrir rafmagn og ljósabúnað. Þá mætti líka huga meira að því að rafvæða innihúsatæki til að losna við óæskilegan útblástur frá bensín- og dísilvélum.
 
Innflutningur til sóma sem fleiri innflutningsaðilar ættu að skoða
 
Fjöldi hræðilegra slysa hefur komið frá drifsköftum sem tengd hafa verið í aflúrtak á dráttarvélum. Eflaust eru margir sem bæði þekkja til svoleiðis slysa og geta sagt setninguna:
„Ég var næstum lentur í drifskaftinu.“  
 
Innflutningsfyrirtækið Vallar­braut (sem nýlega skipti um nafn úr Vallarnaut, með vefsíðuna sína www.vallarbraut.is) hefur hafið innflutning á haugsugum sem eru ekki með neitt drifskaft. Gott framtak hjá þeim í Vallarbraut að hugsa til öryggis viðskiptavina sinna (eitthvað sem fleiri fyrirtæki mættu gera). 
 
Haugsugur þessar eru tengdar í glussaúrtakið aftan á dráttarvélunum og eru fullkomlega samkeppnishæfar við aðrar haugsugur (9.500–13.600 lítra, 14 tonna burðarþol og kosta á bilinu 2,4–2,7 milljónir króna). Eftir að hafa skoðað þessar haugsugur má telja víst að glussadrifnum tækjum á markað til landbúnaðarstarfa kemur til með að fjölga í náinni framtíð þar sem þessi búnaður er mun öruggari en drifskaftsknúin tæki sem hafa sína svörtu sorgarsögu hjá mörgum.   
Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...