Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Blóðhagsmælingar á 160 fylfullum blóðmerum sýndu að ekki er sjálfgefið að hryssur fari niður fyrir mörk blóðleysis þrátt fyrir endurtekna blóðtöku.
Blóðhagsmælingar á 160 fylfullum blóðmerum sýndu að ekki er sjálfgefið að hryssur fari niður fyrir mörk blóðleysis þrátt fyrir endurtekna blóðtöku.
Mynd / ghp
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir reglulegar blóðtökur.

Þrátt fyrir að meðalgildi blóðfrumnahlutfalls lækki eftir blóðtöku héldust þau yfir viðmiði um blóðleysi.

Þetta kemur fram í skýrslu um áhrif vikulegrar blóðsöfnunar á blóðhag hjá hryssum sem Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum vann að beiðni matvælaráðuneytisins. Verkefnisstjóri var Charlotta Oddsdóttir dýralæknir en aðrir höfundar skýrslunnar voru þær Erla Sturludóttir og Hanna Kristrún Jónsdóttir.

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum var síðsumars árið 2022 falið að rannsaka hver áhrif fimm lítra blóðsöfnunar vikulega í allt að átta skipti væru á blóðhag fylfullra hryssna. Rannsóknin sneri að langtímaáhrifum, þ.e. hversu vel hryssurnar geta bætt upp vikulega blóðtöku, meðal annars með mótvægisviðbrögðum líkamans. Tvö blóðtökustóð voru til rannsóknar á tólf vikna tímabili, annað á Norðurlandi og hitt á Suðurlandi – alls 199 hryssur. Tekin voru vikuleg blóðsýni úr hverri hryssu sem sætti blóðtöku. Mæld voru gildi sem gefa mynd af járnbúskap, blóðmyndun og blóðfrumusamsetningu.

Samanburðarhópur fylfullra hryssna sem ekki voru í blóðsöfnun var hafður til hliðsjónar.

Í heildina voru tekin 1.440 blóðsýni. Af 160 hryssum sem voru með í tölfræðigreiningunni greindust 7,5%, eða tólf hryssur, með miðlungs blóðleysi í eitt skipti og 0,6%, ein hryssa, með greinilegt blóðleysi.

Niðurstöðurnar sýndu greinilegan mun milli stóðanna þar sem engin hryssa greindist með mæligildi sem bentu til blóðleysis á Norðurlandi en þrettán hryssur mældust með miðlungs til greinanlegt blóðleysi á Suðurlandi einu sinni. Aðeins ein hryssa sýndi merki þess að halda ekki í við blóðtap.

Hryssurnar á Norðurlandi voru skilvirkari í viðbrögðum sínum og tókst að hækka tiltekin meðalgildi fljótar en hryssurnar á Suðurlandi. Í skýrslunni segir að sterklega komi til greina að skýringin liggi í mun á styrk og hlutfalli snefilefna og gagnlegt væri að kanna hvort hægt væri að vinna markvisst með snefilefnagjöf að því að hryssur geti brugðist vel við blóðtapi. „Blóðhagsmælingar í stóðinu á Norðurlandi sýndu í það minnsta að það er ekki sjálfgefið að hryssur fari almennt niður fyrir mörk blóðleysis við endurtekna blóðsöfnun,“ segir.
m.a. í skýrslunni.

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f