Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Eagle – náði aldrei flugi
Á faglegum nótum 4. maí 2016

Eagle – náði aldrei flugi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir góðan vilja og hug framleiðanda Eagle traktora náðu vélarnar aldrei flugi né vinsældum. Fyrstu dráttarvélarnar þóttu þungir, klunnalegir og ómeðfærilegir. Nýrri týpur þóttu liprari og meðfærilegri Eftir að seinni heimsstyrjöldin skall á var framleiðslunni hætt.

Árið 1881 var sett á stofn fyrirtæki í Winconsin-ríki í Bandaríkjunum sem seinna fékk heitið Eagle Manufacturing Company og hafði að markmiði að framleiða landbúnaðartæki. Fyrstu árin voru starfsmenn sex og framleiddu þeir aðallega hestknúnar heyvinnsluvélar og búnað fyrir korn- og sögunarmyllur.

Ári fyrir aldamótin 1900 tók framleiðslan nýja stefnu og fyrirtækið hóf framleiðslu á  bensínvélum, eitt tuttugu hestöfl, sem ætlað var að vera kyrrstæðar. Sala þeirra gekk það vel að fyrirtækið varð að stækka framleiðsluskemmu sína verulega árið 1904. Í framhaldi af því vöknuðu draumar um að framleiða dráttarvél, og hönnun þeirra hófst.

Framleiðsla á traktorum

Árið 1906 setti fyrirtækið á markað fyrstu Eagle dráttarvélina sem var tveggja strokka og 32 hestöfl. Fjórum árum seinna var vöruúrvalið breikkað og framleiddar dráttavélar með 16 til 30, 25 til 45 og 40 til 60 vélar. Kælibúnaður vélarinnar var með þeim hætti að vatn lak yfir hana úr tanki sem sat ofan á henni og eyddi traktorinn oft meira vatni en bensíni.

Allir þessir traktorar voru á hjólum úr járni, þungir, um 5,5 til 8,6 tonn, klunnalegir, hæggengir, ómeðfærilegir og salan á þeim takmörkuð.

Viðskiptavinir Eagle á þessum árum gátu pantað traktor án vélar og sett í hann hvaða þá vél sem þeim lysti svo lengi sem hún passaði í grindina.

Helsta markaðssvæði fyrstu Eagle dráttarvélanna var í kornræktarríkjum Bandaríkjanna. Í dag er þeirra helst minnst fyrir ganginn í þeim og hljóðið sem þær gáfu frá sér, eins konar taktfast polka polka, og er kallað Eagle-takturinn.

Árið 1913 kom svo á markað Eagle traktor sem kallaðist Model D sem var mun léttari en forverarnir.

Model D, F, H og E

Ólíkt fyrri týpum seldist Model D ágætlega og fljótlega fylgdu tveggja strokka Model F og H í kjölfarið. Model E, 20 til 35 hestöfl, kom á markað 1929 og er síðast tveggja strokka Eagle traktorinn. 

Eagle Manufacturing Company var fyrsti dráttarvélaframleiðandinn sem setti á markað, árið 1930, vél sem var sex strokka sem kallaðist Model 6A. Sú týpa var fyrsti Eagle traktorinn á gúmmíhjólum sem eftirleiðis var staðalbúnaður. Um það bil sem seinni heimsstyrjöldin skall á kom Model 6B sem var þriggja hjóla og Model 6C sem var á fjórum hjólum, á markað. Fyrirtækið fór illa í kreppunni 1929 og náði sér aldrei á strik.

Framleiðslu á traktornum var hætt snemma í seinni heimsstyrjöldinni og fyrirtækið varð gjaldþrota skömmu síðar.

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.

Samtalið hefst í júní
Fréttir 18. júní 2024

Samtalið hefst í júní

Núverandi búvörusamningar gilda til og með 31. desember 2026. Því ætti nýtt stuð...

Áhrifin að fullu ljós í haust
Fréttir 18. júní 2024

Áhrifin að fullu ljós í haust

Tjón hefur mjög víða orðið hjá sauðfjárbændum á Norðurlandi eftir óveðrið á dögu...

Mikið álag á bændum
Fréttir 18. júní 2024

Mikið álag á bændum

Staðan er þung þar sem tún koma mikið kalin undan vetri. Ótíðin undanfarið hefur...