Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Í pallborðsumræðum voru Elínborg Sturludóttir, fundarstjóri, Jón Á. Kalmansson heimspekingur, Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Í pallborðsumræðum voru Elínborg Sturludóttir, fundarstjóri, Jón Á. Kalmansson heimspekingur, Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Mynd / smh
Líf og starf 17. janúar 2017

Dýravernd og dýravelferð til umræðu á ársfundi Siðfræðistofnunar

Höfundur: smh
Ársfundur Siðfræðistofnunar var haldinn fimmtudaginn 5. janúar síðastliðinn. Eftir yfirferð Vilhjálms Árnasonar, formanns stjórnar Siðfræðistofnunar, um starfsemina á síðasta ári var athyglinni beint að málefni fundarins sem að þessu sinni var helgað dýrasiðfræði.  Jón Kalmansson, nýdoktor í heimspeki, flutti erindi og var inntakið að mannfólkið þyrfti að minnka neyslu á kjötafurðum. 
 
Rök Jóns fyrir þeirri skoðun eru meðal annars umhverfisleg – að þau krefðust þess hreinlega. Mannfólkið stæði á tímamótum og þyrfti að brjótast út úr viðjum vanans svo ekki færi illa fyrir jörðinni.
 
Í pallborðsumræðum voru, ásamt Jóni, þau Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. 
 
Fyrsta spurning til þeirra var frá Vilhjálmi Árnasyni, en hann velti því upp að mannfólkið væri víða komið í þá stöðu að það væri valkvætt hvort það neytti kjötafurða. Fólk þyrfti þess ekki til að komast af og spurði hversu mikil áhrif sú staðreynd hefði á þessa grundvallar siðferðilegu spurningu. Sindri sagði að það væri sjálfsagt að velta því fyrir sér hvort þörf væri á að hafa umfang kjötframleiðslu eins og hún er í dag. Hann sagði að það væri víða vakning varðandi breyttar neysluvenjur og framleiðendur matvæla tækju mið af þeim. Hallgerður sagðist miða sínar neysluvenjur við siðferðilega umgjörð dýrahalds, frá öllum tiltækum hliðum. Það þyrfti að taka tillit til ýmissa þátta. Sigurborg tók dæmi frá Svíþjóð um að kaup- og neysluvenjur fólks færu ekki alltaf saman við fögur fyrirheit. Fólk gæti átt erfitt með að brjótast út úr þeirri venju að velja ódýrari vöruna í verslun, þótt vitað væri að aðbúnaðurinn væri ekki eins og best væri á kosið.  
 
Sköpuðust líflegar umræður um efnið og má ljóst vera að ýmis sjónarmið eru í þessum málum og á þeim margar hliðar. 
 

Skylt efni: dýravelferð | dýravernd

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...

Heilsteikt nautalund
10. nóvember 2022

Heilsteikt nautalund

Áherslur á Búnaðarþingi
15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Steikt lamba rib-eye
14. september 2023

Steikt lamba rib-eye

Besta mold sem völ er á
16. mars 2018

Besta mold sem völ er á

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f