Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hólmfríður Geirsdóttir í kirsuberjahúsinu.
Hólmfríður Geirsdóttir í kirsuberjahúsinu.
Mynd / smh
Fréttir 22. júní 2016

Dumbrauð, bústin og safarík kirsuber

Höfundur: smh
Það er alla jafna ekki mikið svigrúm til að njóta íslenskra, dumbrauðra, þrýstinna og safaríkra kirsuberja, hvorki í tíma né rúmi. Kirsuberjatíminn stendur reyndar nú yfir og ræktunarstaðurinn er á Garðyrkjustöðinni Kvistum í Reykholti í Biskups­tungum. Aðeins ein önnur stöð selur kirsuber og það er Engi í Laugarási, en ber eru ekki farin í sölu þaðan.
 
Nokkur falleg og fullþroska gómsæt brómber fundust.
 
Hjónin Hólmfríður Geirsdóttir garðyrkjufræðingur og Steinar Á. Jensen rafvélavirki reka Kvista. Hólmfríður segir að hún sé nú með fjórar berjategundir í ræktun; jarðarber, hindber, kirsuber og brómber. Byrjað hafi verið á jarðarberjaræktuninni, síðan komu hindberin, þá brómberin og loks kirsuberin – en þegar blaðamaður var þar á ferð í lok maí voru brómberin um það bil að berast á markað.  
 
Upphaflega eingöngu skógarplöntustöð
 
Stöðin var reyndar upphaflega skógarplöntustöð þegar hún var stofnuð árið 2000, þar sem eingöngu voru framleiddar skógarplöntur í fjölpottabökkum. Síðan þróaðist framleiðslan yfir í ýmsar tegundir garð- og skógarplantna; ýmist ungplöntur í bökkum eða eldri plöntur í pottum. Þá hefur stöðin séð landshlutabundnu skógræktarverk­efnunum fyrir plöntum; svo sem Suðurlandsskógum, Vesturlands­skógum og Hekluskógum. Hún sérhæfir sig líka í því að þjónusta sumarhúsaeigendur og leiðbeina þeim með val í þeirra lönd. 
 
Hreinleikinn verðmætur
 
Hólmfríður segir að í berjaræktuninni sé ekki notast við nein varnarefni. Þar sé notast við lífrænar varnir eingöngu og það sé ómetanlegt að geta státað af því og hreina vatninu sem sé notað í ræktunina. Hindberjatíminn stendur svo yfir frá maíbyrjun og út ágúst og hvetur Hólmfríður fólk til að njóta ferskra berjanna á meðan hægt er. 

11 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...