Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hólmfríður Geirsdóttir í kirsuberjahúsinu.
Hólmfríður Geirsdóttir í kirsuberjahúsinu.
Mynd / smh
Fréttir 22. júní 2016

Dumbrauð, bústin og safarík kirsuber

Höfundur: smh
Það er alla jafna ekki mikið svigrúm til að njóta íslenskra, dumbrauðra, þrýstinna og safaríkra kirsuberja, hvorki í tíma né rúmi. Kirsuberjatíminn stendur reyndar nú yfir og ræktunarstaðurinn er á Garðyrkjustöðinni Kvistum í Reykholti í Biskups­tungum. Aðeins ein önnur stöð selur kirsuber og það er Engi í Laugarási, en ber eru ekki farin í sölu þaðan.
 
Nokkur falleg og fullþroska gómsæt brómber fundust.
 
Hjónin Hólmfríður Geirsdóttir garðyrkjufræðingur og Steinar Á. Jensen rafvélavirki reka Kvista. Hólmfríður segir að hún sé nú með fjórar berjategundir í ræktun; jarðarber, hindber, kirsuber og brómber. Byrjað hafi verið á jarðarberjaræktuninni, síðan komu hindberin, þá brómberin og loks kirsuberin – en þegar blaðamaður var þar á ferð í lok maí voru brómberin um það bil að berast á markað.  
 
Upphaflega eingöngu skógarplöntustöð
 
Stöðin var reyndar upphaflega skógarplöntustöð þegar hún var stofnuð árið 2000, þar sem eingöngu voru framleiddar skógarplöntur í fjölpottabökkum. Síðan þróaðist framleiðslan yfir í ýmsar tegundir garð- og skógarplantna; ýmist ungplöntur í bökkum eða eldri plöntur í pottum. Þá hefur stöðin séð landshlutabundnu skógræktarverk­efnunum fyrir plöntum; svo sem Suðurlandsskógum, Vesturlands­skógum og Hekluskógum. Hún sérhæfir sig líka í því að þjónusta sumarhúsaeigendur og leiðbeina þeim með val í þeirra lönd. 
 
Hreinleikinn verðmætur
 
Hólmfríður segir að í berjaræktuninni sé ekki notast við nein varnarefni. Þar sé notast við lífrænar varnir eingöngu og það sé ómetanlegt að geta státað af því og hreina vatninu sem sé notað í ræktunina. Hindberjatíminn stendur svo yfir frá maíbyrjun og út ágúst og hvetur Hólmfríður fólk til að njóta ferskra berjanna á meðan hægt er. 

11 myndir:

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...