Staurastæður brotnuðu viða á Norðurlandi í óveðrinu í desember.
Staurastæður brotnuðu viða á Norðurlandi í óveðrinu í desember.
Mynd / RARIK
Fréttir 14. janúar

Dreifikerfi raforku á Norðurlandi ekki á vetur setjandi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Í nýliðnu óveðri kom augljóslega í ljós að núverandi dreifikerfi raforku á Norðurlandi er ekki á vetur setjandi. Sú staðreynd hefur reyndar lengi legið fyrir enda skort verulega á að eðlilegu viðhaldi á dreifikerfinu væri sinnt,“ segir í ályktun sem Framsýn, stéttarfélag hefur sent frá sér. Þar er lýst yfir megnri óánægju með aðgerðarleysi hins opinbera í raforkumálum.
 
„Það er ólíðandi með öllu að fólk þurfi að búa við fjarskipta- og rafmagnsleysi sólarhringum saman árið 2019, svo ekki sé talað um atvinnulífið sem treysta þarf á örugga raforku,“ segir enn fremur í ályktun Framsýnar. 
 
Rafmagnsstaurar brotnuðu eins og tannstönglar
 
Eins segir að tjón vegna rafmagnsleysis sé verulegt, það hlaupi á milljörðum króna. „Án efa hefði verið hægt að draga verulega úr tjóni af völdum óveðursins hefði eðlilegri innviðauppbyggingu verið sinnt í gegnum tíðina í stað þess að láta það sitja á hakanum. Vissulega er það athyglisvert að rafmagnsstaurar hafi brotnað eins og tannstönglar í óveðrinu, það hlýtur að segja töluvert um ástand þeirra.“
 
Fjárfesting sem skilar sér
 
Framsýn segir að stjórnvöld verði að bregðast við þessum alvarlega vanda í samráði við raforkufyrirtækin og íbúa þeirra sveitarfélaga sem búa við þessar óboðlegu aðstæður. Þá krefst Framsýn þess að ráðist verði í lagfæringar á dreifikerfinu þegar í stað svo aðstæður sem þessar endurtaki sig ekki. „Nú þegar ákveðin efnahagslægð er í þjóðfélaginu er fátt betra en að ráðast í uppbyggingu á raforkukerfinu á landsbyggðinni, það er fjárfesting sem skilar sér beint aftur til þjóðarbúsins.“
 
Loks þakkar Framsýn þeim fjölmörgu starfsmönnum sem unnu við að koma rafmagni í lag fyrir ómetanleg störf, oft við hættulegar aðstæður. „Það sama á við um þá björgunarsveitarmenn sem stóðu vaktina í óveðrinu. Þeim verður seint þakkað að fullu fyrir þeirra frábæra starf í þágu samfélagsins.“ 
 
Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35
Fréttir 18. september

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35

Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um h...

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Fréttir 18. september

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífi...

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna
Fréttir 17. september

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna

Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, umhverfisvænn og hagkvæ...

Mikil fækkun sauðfjár
Fréttir 17. september

Mikil fækkun sauðfjár

Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafning...

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu
Fréttir 17. september

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af...

Búsæld hefur samþykkt sameiningar
Fréttir 17. september

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað...

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni
Fréttir 16. september

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni

Á dögunum héldu Samtök nor­rænna bændasamtaka (NBC) stóran ársfund sinn sem að þ...

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé
Fréttir 16. september

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé

Aðsóknin að Fræðasetri um forystufé í Þistilfirði hefur aldrei verið meiri en í ...