Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Dreifbýlisbúar greiða ríflega tvöfalt meira fyrir orkuna en íbúar höfuðborgarsvæðis
Fréttir 31. janúar 2019

Dreifbýlisbúar greiða ríflega tvöfalt meira fyrir orkuna en íbúar höfuðborgarsvæðis

Höfundur: HKr./MÞÞ

Heildarorkukostnaður á raforku og húshitun heimila er líkt og undanfarin ár hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði Orkubús Vest­fjarða (OV), verð frá RARIK fylgir þar fast á eftir. Er heildar­orkukostnaðurinn ríflega tvöfalt hærri á Vestfjörðum, eða rúmlega 227% miðað við það sem höfuðborgarbúar þurfa að greiða. 

Þetta kemur fram í skýrslu Byggðastofnunar sem kom út á bóndadaginn 25. janúar síðastliðinn. Þar er gerður samanburður á orkukostnaði heimila á Íslandi 2018 og er miðað við útreikninga sem Orkustofnun gerði fyrir Byggðastofnun á  raforku- og húshitunarkostnaði yfir heilt ár.

Miðað er við sams konar fasteign á nokkum stöðum bæði  í þéttbýli og dreifbýli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350 m3. Þá er miðað við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kílówattstundir (kWst) við húshitun.

Við útreikninga þessa er almenn rafmagnsnotkun og fastagjald tekið saman annars vegar og hitunarkostnaður hins vegar. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. september 2018 en til samanburðar eru gjöld frá sama tíma árin 2017 og 2016. Árlegir útreikningar Orkustofnunar eru nú til frá árinu 2013.

Lægsta mögulega verðið er hæst hjá Orkubúi Vestfjarða

Þegar skoðaður er heildar­orkukostnaður miðað við lægsta mögulega verð frá öllum veitum 2018 eru íbúar í dreifbýli á veitusvæði Orkubús Vestfjarða að borga mest. Er þá miðað við íbúa sem ekki njóta hitaveitu.
Notendur í dreifbýli á veitusvæði RARIK án hitaveitu og hjá Veitum ohf. voru í svipaðri stöðu á síðasta ári og viðskiptavinir OV.

Hafa ber í huga að þarna er verið að miða við lægstu verðtaxta svo kostnaður heimila getur í sumum tilfellum verið mun hærri. Þannig er heildarorkukostnaður í dreifbýli þegar miðað er við algengasta verð nokkru hærri hjá RARIK en Orkubúi Vestfjarða. eða 324.967 krónur á móti 315.550 krónum.

Lægst á Seltjarnarnesi

Ef horft er til lægsta mögulega verðs heildarorkukostnaðar þá er hann, líkt og undanfarin ár, hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða nú kr. 315.179, eða 1,5% hærri en árið 2017. Miðað við þá staði sem nú er horft til er heildarorkukostnaðurinn lægstur á Seltjarnarnesi, kr. 138.557. Munurinn er 176.622 krónur og þurfa Vestfirðingar því að greiða  rúmlega 227% hærra orkuverð en Seltirningar.

Notkun varmadælu bætir stöðuna

Með notkun varmadæla myndi húshitunarkostnaður, þar sem nú er bein rafhitun, lækka að jafnaði um 50%. Þeir sem eru með beina rafhitun í sínu íbúðarhúsnæði geta sótt um eingreiðslu (styrk) til Orkustofnunar til að setja upp varmadælu.

Sjá nánar í Bændablaðinu

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...