Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dreifbýlisbúar greiða ríflega tvöfalt meira fyrir orkuna en íbúar höfuðborgarsvæðis
Fréttir 31. janúar 2019

Dreifbýlisbúar greiða ríflega tvöfalt meira fyrir orkuna en íbúar höfuðborgarsvæðis

Höfundur: HKr./MÞÞ

Heildarorkukostnaður á raforku og húshitun heimila er líkt og undanfarin ár hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði Orkubús Vest­fjarða (OV), verð frá RARIK fylgir þar fast á eftir. Er heildar­orkukostnaðurinn ríflega tvöfalt hærri á Vestfjörðum, eða rúmlega 227% miðað við það sem höfuðborgarbúar þurfa að greiða. 

Þetta kemur fram í skýrslu Byggðastofnunar sem kom út á bóndadaginn 25. janúar síðastliðinn. Þar er gerður samanburður á orkukostnaði heimila á Íslandi 2018 og er miðað við útreikninga sem Orkustofnun gerði fyrir Byggðastofnun á  raforku- og húshitunarkostnaði yfir heilt ár.

Miðað er við sams konar fasteign á nokkum stöðum bæði  í þéttbýli og dreifbýli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350 m3. Þá er miðað við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kílówattstundir (kWst) við húshitun.

Við útreikninga þessa er almenn rafmagnsnotkun og fastagjald tekið saman annars vegar og hitunarkostnaður hins vegar. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. september 2018 en til samanburðar eru gjöld frá sama tíma árin 2017 og 2016. Árlegir útreikningar Orkustofnunar eru nú til frá árinu 2013.

Lægsta mögulega verðið er hæst hjá Orkubúi Vestfjarða

Þegar skoðaður er heildar­orkukostnaður miðað við lægsta mögulega verð frá öllum veitum 2018 eru íbúar í dreifbýli á veitusvæði Orkubús Vestfjarða að borga mest. Er þá miðað við íbúa sem ekki njóta hitaveitu.
Notendur í dreifbýli á veitusvæði RARIK án hitaveitu og hjá Veitum ohf. voru í svipaðri stöðu á síðasta ári og viðskiptavinir OV.

Hafa ber í huga að þarna er verið að miða við lægstu verðtaxta svo kostnaður heimila getur í sumum tilfellum verið mun hærri. Þannig er heildarorkukostnaður í dreifbýli þegar miðað er við algengasta verð nokkru hærri hjá RARIK en Orkubúi Vestfjarða. eða 324.967 krónur á móti 315.550 krónum.

Lægst á Seltjarnarnesi

Ef horft er til lægsta mögulega verðs heildarorkukostnaðar þá er hann, líkt og undanfarin ár, hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða nú kr. 315.179, eða 1,5% hærri en árið 2017. Miðað við þá staði sem nú er horft til er heildarorkukostnaðurinn lægstur á Seltjarnarnesi, kr. 138.557. Munurinn er 176.622 krónur og þurfa Vestfirðingar því að greiða  rúmlega 227% hærra orkuverð en Seltirningar.

Notkun varmadælu bætir stöðuna

Með notkun varmadæla myndi húshitunarkostnaður, þar sem nú er bein rafhitun, lækka að jafnaði um 50%. Þeir sem eru með beina rafhitun í sínu íbúðarhúsnæði geta sótt um eingreiðslu (styrk) til Orkustofnunar til að setja upp varmadælu.

Sjá nánar í Bændablaðinu

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...