Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Draumurinn um Hansen frá Kína
Á faglegum nótum 12. desember 2016

Draumurinn um Hansen frá Kína

Höfundur: Vilmundur Hansen

Að þessu sinni verður ekki beint fjallað um gamla dráttarvél heldur farið vítt og breitt yfir dráttarvélaframleiðslu í Kína.

Erfitt er að henda reiður á sögu dráttarvélaframleiðslu í Kína. Landbúnaðar­framleiðsla í landinu hefur aukist hratt og er enn í vexti og á sama tíma eru sveitir landsins að vélvæðast. Í dag eru vel yfir 60 dráttarvélaverksmiðjur í landinu.

Verksmiðjurnar framleiða traktora á ýmsum þróunarstigum, hvort sem það eru dráttarvélar sem byggja á tækni frá því um 1960 eða hátæknitraktora í samvinnu við John Deere eða AGCO.

Laun í Kína eru lág í samanburði við Vesturlönd og því hafa stórir vestrænir dráttarvéla­framleiðendur flutt starfsemi sína þangað. Fyrir vikið er hægt að halda framleiðslukostnaðinum og verði á heimamarkaði líka niðri. Auk þess er talið að markaður fyrir dráttarvélar og önnur landbúnaðartæki í Kína eigi eftir að margfaldast á næstu áratugum með vaxandi landbúnaðarframleiðslu.

Traktorsvæðing Kína

Dráttarvélavæðing Kína hófst fyrir alvöru árið fyrir fráfall Maó formanns, 1976. Fyrir þann tíma voru dráttarvélar sameign samyrkjubúa en á árunum 1975 til 1985 komust um 80% allra traktora í landinu í einkaeigu. Í fyrstu voru flestar vélarnar notaðar í byggingargeiranum og annarri verktakastarfsemi en minna var um þá við plægingar úti á ökrunum. 

Sama kram annað nafn

Margar af vélaverksmiðjunum í Kína framleiða sömu dráttarvélarnar undir sömu nöfnum. Annars staðar getur traktorinn heitið eitthvað allt annað þrátt fyrir að kramið sé það sama. Einnig eru til verksmiðjur sem framleiða traktora eftir eigin hönnun og hafa gert það árum saman án sjáanlegra framfara.

Í Kína er að finna fjölda dráttarvélaframleiðenda í fjölmörgum héruðum landsins sem bera orðin Weifang eða Shandong í heitinu. Sum þessara fyrirtækja eru í eigu ríkisins en önnur hafa verið seld einkaaðilum án þess að skipt hafi verið um nafn.

Innreið vestrænna stórfyrirtækja

Eftir að Kínverjar hófu að einkavæða eða einkavæða að hluta fyrirtæki í eigu ríkisins hafa mörg vestræn stórfyrirtæki tekið til stafa í Kína. Í mörgum tilfellum hafa framleiðendur landbúnaðartækja hafið samstarf við kínverska dráttarvélaframleiðendur eða yfirtekið rekstur þeirra með leyfi kínversku stjórnarinnar.

Árið 2001 hófu risa landbúnaðartækjaframleiðandinn CNH og kínverski véla­framleiðandinn SAIC samstarf undir heitinu Shanghai New Holland Agricultural Machinery Corp. Í dag framleiðir það fyrirtæki dráttarvélar undir vörumerkjunum Shanghai Tractors, Shanghai-New Holland og New Holland tractors.
Árið 2007 keypti John Deera kínverska traktora­fram­leiðandann Ningbo Benye Tractor Co., sem framleiddi dráttarvélar sem kölluðust Bebye.

Hansen er málið

Þekktustu dráttarvélarnar sem Kínverjar framleiða í eigin verksmiðjum eru Foton Lovol, Jinma og Tai Shan. Hjá fyrirtækinu sem framleiðir Jinma er hægt að sérpanta dráttarvél með hvaða heiti sem er. Eins og til dæmis Hansen-traktorinn.

Skylt efni: Gamli traktorinn | Kína

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...