Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Dráttarvélar „Down under”
Fréttaskýring 26. október 2016

Dráttarvélar „Down under”

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í hinum heillandi heimi gamalla dráttarvéla leyninst ýmislegt fróðlegt þegar vel er að gáð. Á gullöld lítilla dráttarvélaramleiðenda voru framleiddir traktorar út um allar koppagrundir. Að þessu sinni verður sagt frá fjórum sem framleiddar voru í Ástralíu snemma á og um miðja síðustu öld.

Jelbart

Bræðurnir Frank og George Jelbart stofnuðu saman vélaverkstæði í Victoríufylki ári 1911 og þar settu þeir saman fyrstu spengivélina í Ástralíu. Þremur árum seinna settu þeir hjól undir vélina og útkoman var fyrsti Jelbart traktorinn. Sú týpa var í framleiðslu í megindráttum óbreytt til 1926 en þá lenti fyrirtækið í fjárhagserfiðleikum og fór á hliðina.

Ronaldson Tippett

Árið 1905 gekk Jack Tippett til liðs við Ronaldson-bræður sem tveimur árum fyrr höfðu hafið framleiðslu á jarðvinnsluvélum. Í samvinnu hönnuðu þeir og framleiddu sprengivél sem varð talsvert vinsæl og 1920 höfðu þeir selt rúmlega 4000 slíkar. Félagið reyndi fyrir sér með framleiðslu á dráttarvélum 1910 en tókst ekki ætlunarverkið. 1920 sendi það frá sér dráttarvélar sem kallaðist Super Drive. Til að byrja með keyptu þeir vélarnar í traktorana frá öðrum en ekki leið á löngu þar til fyrirtækið framleiddi þær sjálft.
Vegna framleiðslu fyrir herinn óx framleiðsla fyrirtækisins mikið á árum seinni heimsstyrjaldarinnar og í lok hennar var Ronaldson Tippett einn stærsti vélaframleiðandinn í Ástralíu. Dráttarvélaframleiðslu fyrirtækisins var hætt í lok fjórða áratugar síðustu aldar en það framleiddi vélar til 1972.

Chamberlain

Stofnandi fyrirtækisins sem framleiddi Chamberlain dráttarvélar í Ástralíu um miðbik síðustu aldar hét, eins og búast má við, Chamberlain. A.W.Chamberlain starfaði sem dráttarvélaviðgerðamaður í fjöldamörg ár og var sannfærður um að hann gæti framleitt sterka og góða traktora sem væru heppilegir fyrir heimaland sitt.

Árið 1949 setti fyrirtæki hans,  A.W. Chamberlain  & Sons, á markað sína fyrstu traktora. Týpuheiti þeirra voru 40K, KA og 55 KA. Allar týpur voru tveggja strokka, með háu og lágu drifi og gengu fyrir steinolíu. Nokkrum árum seinna sendu þeir frá sér týpur sem kölluðust 70DA og Champion og Counntryman.
Dráttarvélaframleiðandinn John Deere keypti stóran hlut í Chamberlain  & Sons árið 1970 og framleiðslu á dráttarvélum undir því nafni var hætt 1990.

Imperial

Árið 1900 hófu tveir bræður og verkfræðingar með eftirnafnið McDonalds framleiðslu á mótorum og síðar dráttarvélum sem fengu hið lítilláta heiti Imperial. Smiðja McDonalds-bræðra var skammt frá Melbourne. Fyrsti Imperialainn EA sem þeir settu á markað var tveggja strokka og 20 hestöfl og kom fyrir almenningssjónir 1908. Í kjölfarið fylgdu týpur með heiti eins og EB og EE sem voru í megindráttum eins og kraftmeiri.

Fyrirtækið sneri sér alfarið að innflutningi á dráttarvélum í upphafi þriðja áratugar síðustu aldar og hætti framleiðslu um skeið. Skömmu eftir 1930 hóf fyrirtækið aftur framleiðslu og í þetta sinn á dráttarvél með eins strokka mótor sem líktist þýskum mótorum frá Lance. Framleiðslu þeirra var hætt um 1950.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...