Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Dóp og dýraníð
Fréttir 19. júní 2020

Dóp og dýraníð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undir lok maí var gripaflutninga­skipið Neameh, sem var að flytja nautgripi frá Kólumbíu til Egypta­lands, stoppað af spænskum fíkni­efna­lögreglumönnum skömmu eftir að skipið sigldi inn í Miðjarðar­hafið.

Um borð í skipinu, sem siglir undir panömsku flaggi, voru 4000 nautgripir og lék grunur á að um borð væru einnig nokkur tonn af kókaíni sem ætti að smygla til Egyptalands. Að sögn þeirra sem tóku þátt í aðgerðinni voru aðstæður um borð hræðilegar, mykja og dýrahræ um allt og lyktin svo slæm að ekki var hægt að nota fíkniefnahunda við leitina.

Að sögn lögreglunnar voru allt of margir gripir um borð miðað við stærð skipsins og aðstæður um borð eins og í helvíti og engu líkara en að gripirnir hefðu þurft að líða illa meðferð til að magna upp óþrifnaðinn og þannig gera leit að kókaíninu óframkvæmanlega.

Kannast ekki við illa meðferð

Eigendur skipsins, sem eiga nokkur skip sem eru í reglulegum gripa­flutningum milli landa, þvertaka fyrir að meðferð á dýrunum hafi verið á nokkurn hátt ábótavant og fullyrða að vandamál með dýrin hafi ekki komið upp fyrr en lögreglan kom um borð. Þeir segja að spænsk yfirvöld hafi bannað að nokkrir lifandi né dauðir gripir yrðu fluttir í land, tafið ferðina og komið í veg fyrr að skipverjar fengju að sinna gripunum eðlilega. 

Lögreglan á öðru máli

Talsmenn lögreglunnar segja hins vegar að fnykurinn frá mykjunni og rotnandi hræjum hafi fundist langa leið frá skipinu og að þeir hafi þurft að notast við öndunarbúnað til að geta sinnt leitinni í lestum þess þar sem allt flaut í mykju og innan um rotnandi hræ nautgripa sem höfðu drepist á leiðinni yfir hafið. Að sögn lögreglunnar var einnig auðséð að margir gripanna voru veikir og það vannærðir að þeir gátu ekki staðið í fæturna.

Leit hætt

Eftir nokkra daga var leit hætt um borð í skipinu og því leyft að sigla áfram á áfangastað í Egyptalandi. Samkvæmt skýrslu skipstjórans drápust 34 gripir við flutningana en enginn dauður gripur fannst um borð og því líklegt að þeim hafi verið varpað fyrir borð eftir að leit lögreglunnar lauk. Samkvæmt lögum er bannað að varpa hræjum í Miðjarðarhafið.

Samkvæmt skýrslu landbún­aðar­ráðuneytis Egyptalands, sem kannaði ástand gripanna eftir að þeir komu til landsins, var ástand þeirra hræðilegt, rými of lítið og dýrin bæði skítug og vannærð. 

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...

Sala á 3.357 ærgildum
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bár...

Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.