Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Dagur jarðar
Fréttir 22. apríl 2015

Dagur jarðar

Höfundur: smh

Í dag er hinn árlegi alþjóðlegi Dagur jarðar haldinn hátíðlegur. 

Árið 2009 gerðu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag að Alþjóðlegum degi móður jarðar og er hann helgaður fræðslu um umhverfismál.  Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst árið 2015 ár jarðvegs undir einkunnarorðunum „Heilbrigður jarðvegur, heilbrigt líf“. Lögð er áhersla á mikilvægi jarðvegsins í matvælaframleiðslu, vatnsmiðlun og við það að milda áhrif loftslagsbreytinga.

Í tilefni af þessum degi efna Sprotamiðstöð Íslands, Vistræktarfélag Íslands og Garðyrkjufélag Íslands til fræðslukvölds.

Þar verða flutt verða fjögur erindi; Eyvin Björkavag, vistræktarhönnuður, flytur erindið Vistræktarlausnir, Jóhann Þórisson, vistfræðingur, flytur erindið Jarðvegsmyndun, eyðing og endurheimt, Viktoría Gilsdóttir, kennari, flytur erindið Ormamoltugerð í heimahúsum og Richard Nelson, uppfinningamaður, flytur erindið Lausnir til sjálfbærrar matvælaframleiðslu.

Viðburðurinn hefst kl. 19:30, í húsnæði Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 í Reykjavík, 1. hæð (gengið inn frá Ármúla).

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...