Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dagur jarðar
Fréttir 22. apríl 2015

Dagur jarðar

Höfundur: smh

Í dag er hinn árlegi alþjóðlegi Dagur jarðar haldinn hátíðlegur. 

Árið 2009 gerðu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag að Alþjóðlegum degi móður jarðar og er hann helgaður fræðslu um umhverfismál.  Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst árið 2015 ár jarðvegs undir einkunnarorðunum „Heilbrigður jarðvegur, heilbrigt líf“. Lögð er áhersla á mikilvægi jarðvegsins í matvælaframleiðslu, vatnsmiðlun og við það að milda áhrif loftslagsbreytinga.

Í tilefni af þessum degi efna Sprotamiðstöð Íslands, Vistræktarfélag Íslands og Garðyrkjufélag Íslands til fræðslukvölds.

Þar verða flutt verða fjögur erindi; Eyvin Björkavag, vistræktarhönnuður, flytur erindið Vistræktarlausnir, Jóhann Þórisson, vistfræðingur, flytur erindið Jarðvegsmyndun, eyðing og endurheimt, Viktoría Gilsdóttir, kennari, flytur erindið Ormamoltugerð í heimahúsum og Richard Nelson, uppfinningamaður, flytur erindið Lausnir til sjálfbærrar matvælaframleiðslu.

Viðburðurinn hefst kl. 19:30, í húsnæði Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 í Reykjavík, 1. hæð (gengið inn frá Ármúla).

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...