Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Dagur jarðar
Fréttir 22. apríl 2015

Dagur jarðar

Höfundur: smh

Í dag er hinn árlegi alþjóðlegi Dagur jarðar haldinn hátíðlegur. 

Árið 2009 gerðu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag að Alþjóðlegum degi móður jarðar og er hann helgaður fræðslu um umhverfismál.  Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst árið 2015 ár jarðvegs undir einkunnarorðunum „Heilbrigður jarðvegur, heilbrigt líf“. Lögð er áhersla á mikilvægi jarðvegsins í matvælaframleiðslu, vatnsmiðlun og við það að milda áhrif loftslagsbreytinga.

Í tilefni af þessum degi efna Sprotamiðstöð Íslands, Vistræktarfélag Íslands og Garðyrkjufélag Íslands til fræðslukvölds.

Þar verða flutt verða fjögur erindi; Eyvin Björkavag, vistræktarhönnuður, flytur erindið Vistræktarlausnir, Jóhann Þórisson, vistfræðingur, flytur erindið Jarðvegsmyndun, eyðing og endurheimt, Viktoría Gilsdóttir, kennari, flytur erindið Ormamoltugerð í heimahúsum og Richard Nelson, uppfinningamaður, flytur erindið Lausnir til sjálfbærrar matvælaframleiðslu.

Viðburðurinn hefst kl. 19:30, í húsnæði Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 í Reykjavík, 1. hæð (gengið inn frá Ármúla).

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...